Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 12. lið fundargerð 128. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 18. júlí 2019. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Bæjarráð
Dagskrá:
1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness, dags. 26. júní 2019.
Lagt fram til kynningar.
2. Fundargerðir stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 3. apríl og 19. júní 2019.
Lagt fram til kynningar.
3. Fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. júní 2019.
Lagt fram til kynningar.
4. Bréf frá Guðbirni Smára Haukssyni, dags. 7. júní 2019, varðandi umferðarhraða á Ólafsbraut og Ennisbraut í Ólafsvík.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
5. Umsóknir um leyfi til hundahalds í Snæfellsbæ:
- Umsókn frá Guðríði Þórðardóttur að fá að halda hundinn Sól.
- Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
- Umsókn frá Piotr Pawel Janewicz að fá að halda hundinn Rasti.
- Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
6. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. júlí 2019, varðandi jafnlaunavottun.
Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og bæjarritara að ganga í málið.
7. Bréf frá Skógræktinni, dags. í júní 2019, varðandi bindingu kolefnis og uppbyggingu skógar-auðlinda á Íslandi til framtíðar, landsáætlun og landshlutaáætlanir í skógrækt.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. júní 2019, varðandi samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá Örnefnanefnd, dags. 26. júní 2019, varðandi ensk nöfn á íslenskum stöðum.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. júní 2019, varðandi álagsprósentur fasteignaskatts.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 13. júní 2019, varðandi samþykkt á leyfi til niðurrifs á íbúðarhúsi og bílskúrum við Ólafsbraut 62 og 64 annars vegar og hins vegar samþykkt á leyfi til klæðningar á vegg félagsheimilisins á Lýsuhóli við Lýsulaugar.
Lagt fram til kynningar.
12. Fundargerð 128. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 18. júlí 2019.
Á fundinn mætti Illugi, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar og fylgdi eftir fundargerðinni.
Fundargerðinvar samþykkt samhljóða.
Vék Illugi nú af fundi.
13. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri fór yfir fjárfestingar Snæfellsbæjar nú í sumar.
- Bæjarstjóri sýndi myndir frá framkvæmdum við vatnsveituna á Arnarstapa.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins.
- Malbiksframkvæmdir hófust í vikunni og ganga vel.
- Landslag ehf. kemur hingað í næsta mánuði til að skoða umhverfismál á Hellissandi.