Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Bæjarráð
Dagskrá:
1. Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 14. ágúst 2019.
Réttað verður í Ólafsvíkurrétt og Þæfusteinsrétt laugardaginn 21. september, en réttað verður í Ölkeldurétt, Bláfeldarrétt og Grafarrétt laugardaginn 28. september.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fundarboð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 26. ágúst 2019.
Lagt fram til kynningar.
3. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 12. ágúst 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Snæhesta ehf. á breytingu á rekstrarleyfi gististaðar í flokki IV, úr stærra gistiheimili í stærra gistiheimili og veitingahús, að Lýsuhóli í Staðarsveit, Snæfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Snæhesta ehf. um breytingar á leyfi til að reka gististað í flokki IV, stærra gistiheimili og veitingahús, að Lýsuhóli í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
4. Umsókn frá Matthíasi Fred Eggertssyni, dags. 14. ágúst 2019, varðandi leyfi til að fá að halda hundinn Týru.
Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.
5. Bréf frá Elísabetu Jónu Ingólfsdóttur og Gunnari Hjartarsyni, dags. 12. ágúst 2019.
Bæjarráð þakkar tillöguna og samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að kanna hvernig þessum málum er hagað í öðrum sveitarfélögum.
6. Bréf frá Sesselju Láru Hannesdóttur, dags. 30. júlí 2019, varðandi ósk um niðurgreiðslu á tónlistarnámi í Tónlistarskóla Borgarfjarðar á næsta skólaári.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að greiða niður tónlistarnámið skólaárið 2019-2020 í samræmi við reglur Snæfellsbæjar um niðurgreiðslur vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.
7. Bréf frá Guðmundi Sölvasyni og Lindu Björk Guðjónsdóttur, dags. 31. júlí 2019, varðandi ósk um að Snæfellsbær kaupi íbúðina í suðurenda Snæfellsáss 3 á Hellissandi.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að hafna erindinu.
8. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 1. ágúst 2019, varðandi Dalbraut 12.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að skoða málið við fjárhagsáætlunargerð ársins 2020.
9. Greinargerð, unnin af SSV í júlí 2019, varðandi samstarf um skipulags- og byggingarmál á Snæfellsnesi.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa greinargerðinni til nánari umfjöllunar í bæjarstjórn í september.
10. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., varðandi breytilega vextri verðtryggðra útlána LS frá og með 1. ágúst 2019.
Lagt fram til kynningar.
11. Tjaldstæðahús á Hellissandi. Gögn lögð fram á fundinum.
Bæjarstjóri lagði fram teikningar að fyrirhuguðu tjaldstæðahúsi á Hellissandi.
12. Samningur við RARIK um yfirtöku á götulýsingu í þéttbýli í Snæfellsbæ. Lagt fram á fundinum.
Bæjarstjóri fór yfir samninginn sem liggur fyrir. Bæjarráð samþykkti samhljóða að gefa bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga við RARIK um yfirtöku á götulýsingu í þéttbýli í Snæfellsbæ.
13. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri lagði fram staðgreiðsluyfirlit fyrstu 7 mánaða ársins.
- Bæjarstjóri fór yfir umhverfismál á Hellissandi.
- Rætt var um farandsölu í húsnæði Snæfellsbæjar. Enn gilda sömu reglur þar um.
- Rædd voru starfsmannamál í Snæfellsbæ.
- Rætt um malbikunarframkvæmdir í Snæfellsbæ.