Bæjarráð

310. fundur 28. nóvember 2019 kl. 12:00 - 12:55 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Svandís Jóna Sigurðardóttir
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá:

 

1. Umsókn frá Eddu Báru Sveinbjörnsdóttur, dags. 7. nóvember 2019, varðandi leyfi til að fá að halda hundinn Kjóa.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

2. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 4. nóvember 2019, varðandi leiðbein-ingar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf frá Kristínu Magnúsdóttur, dags. 16. nóvember 2019, varðandi ágang af vega- og fjörurollum í skógrækt að Ægissíðu í Staðarsveit.

Lagt fram til kynningar, en bæjarráð vísar í fyrri svör um sama málefni.

4. Bréf frá Lionsklúbbi Ólafsvíkur, dags. 18. nóvember 2019, varðandi ósk um niðurfellingu af leigu í Klifi þann 24. desember vegna jólahappdrættis Lions.

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á leigu félagsheimilanna.

5. Tillaga að fjárfestingum á fjárhagsáætlun 2020.

Bæjarráð staðfesti tillögu að fjárfestingum fyrir sitt leiti og samþykkti samhljóða að vísa henni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

6. Fjárfestingaáætlun Hafna Snæfellsbæjar fyrir árið 2020.

Bæjarráð staðfesti fjárfestingaáætlun Hafna Snæfellsbæjar og samþykkti samhljóða að vísa henni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

7. Tillaga að styrkveitingum á fjárhagsáætlun 2020.

Bæjarráð staðfesti tillögu að styrkveitingum fyrir sitt leiti og samþykkti samhljóða að vísa henni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

8. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar, A- og B-hluta stofnana, fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2020 til seinni umræðu í bæjarstjórn.

8. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar, A- og B-hluta stofnana, fyrir árin 2021-2023.

Bæjarráð staðfesti þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2021-2023 og samþykkti samhljóða að vísa henni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

9. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá hafnarframkvæmdum við Norðurgarðinn í Ólafsvík.
  • Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum í sveitarfélaginu.
  • Rætt var um þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi.
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?