Bæjarráð

311. fundur 20. febrúar 2020 kl. 12:00 - 12:50 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Svandís Jóna Sigurðardóttir
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá:

 

1. Bréf frá skólastjóra GSNB; dags. 14. febrúar 2020, varðandi ástand íþróttahússins á Hellissandi.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til nánari umræðu í bæjarstjórn þann 5. mars n.k.

2. Bréf frá Gunnari Tryggvasyni, dags. 11. febrúar 2020, varðandi framlag frá Snæfellsbæ til að laga reiðvegi.

Reiðvegir meðfram þjóðvegum utan þéttbýlis eru ekki á vegum bæjarfélagsins, og því sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu. Það eru Vegagerðin og Reiðvegasjóður sem fjármagna reiðvegi í kringum landið.

3. Reglur um myndatökur og myndbirtingar í skóla- og frístundastarfi Snæfellsbæjar.

Bæjarráð samþykkti samhljóða framlagðar reglur um myndbirtingar og myndatökur í skóla- og frístundastarfi Snæfellsbæjar.

4. Umsóknir um leyfi til kattahalds í Snæfellsbæ:

  • Umsókn frá Lilju Ólafardóttur að fá að halda köttinn Kung Fu Panda Rósalín.
    • Umsóknin samþykkt samhljóða.
  • Umsókn frá Hallgrími J Jónassyni að fá að halda köttinn Skottu.
    • Umsóknin samþykkt samhljóða.
  • Umsókn frá Ásdísi Þórðardóttur að fá að halda köttinn Nölu.
    • Umsóknin samþykkt samhljóða.
  • Umsókn frá Karen Olsen að fá að halda köttinn Mílu Mínus.
    • Umsóknin samþykkt samhljóða.
 

5. Umsóknir um hundahald:

  • Umsókn frá Sigurbjörgu Söndru Pétursdóttur að fá að halda hundinn Hugó.
    • Umsóknin samþykkt samhljóða.
  • Umsókn frá Drífu Skúladóttur að fá að halda hundinn Njálu.
    • Umsóknin samþykkt samhljóða.
  • Umsókn frá Jóni Einari Rafnssyni að fá að halda hundinn Kol.
    • Umsóknin samþykkt samhljóða.
 

6. Bréf frá Þorrablótsnefnd Ólafsvíkur 2020, varðandi ósk um endurskoðun á reikningi.

Bæjarráð telur ekki eðlilegt að Snæfellsbær greiði fyrir dyraverði á samkomum í félagsheimilinu. Gjaldskrár Snæfellsbæjar eru aðgengilegar á heimasíðu bæjarfélagsins og breytingar á þeim voru kynntar á vef- og samfélagssíðum bæjarins um áramót.

7. Bréf frá Stykkishólmsbæ, dags. 13. febrúar 2020, varðandi hugsanlega sameiginlega íþróttastefnu Snæfellinga.

Snæfellsbær er þegar með íþróttastefnu sem er endurskoðuð reglulega. Telur bæjarráð því ekki þörf fyrir sameiginlega íþróttastefnu Snæfellinga.

8. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 10. febrúar 2020, varðandi fjárhagsáætlun 2020-2023.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að svara erindinu í samræmi við umræður sem urðu á fundinum.

9. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 10. febrúar 2020, varðandi almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að svara erindinu.

10. Bréf Ásgeirs Gunnars Jónssonar til Stykkishólmsbæjar, dags. 28. janúar 2020, varðandi athugasemdir við kynningarfundi Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar og framgöngu, yfirlýsingu og stefnu nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 11. febrúar 2020, varðandi beiðni Snæfellsbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

12. Skýrsla Terra um sorphirðu og söfnun á efni til endurvinnslu í Snæfellsbæ.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa skýrslunni til nánari umfjöllunar í bæjarstjórn þann 5. mars n.k.

13. Minnispunktar bæjarstjóra.

  1. Bæjarstjóri sagði frá því að biskupinn hafi vísiterað Snæfellsbæ í byrjun vikunnar.
  2. Bæjarstjóri sagði frá rafmagnsleysinu í morgun.
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?