Bæjarráð

314. fundur 01. júlí 2020 kl. 11:00 - 12:30 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 
 

Dagskrá:

 

1. Fundargerð 179. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 19. maí 2020.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

2. Bréf frá Framfarafélagi Snæfellsbæjar, Ólafsvíkurdeild, dags. 16. júní 2020, varðandi upplýsingaskilti.

Bæjarráð þakkar erindið og gjöfina og mun fela tæknideildinni að athuga í samvinnu við Framfarafélagið hvort og hvernig hægt er að standa að skiltamálum og lýsingu. Nú þegar er Snæfellsbær í viðræðum við Vegagerðina um samræmd skilti við innkomu í þéttbýliskjarna Snæfellsbæjar.

 
 
 
 

3. Áskorun Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 16. júní 2020, varðandi fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögum.

Bæjarráð tekur heilshugar undir áskorun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hvetur stjórnvöld til að hafa Snæfellsbæ í huga þegar farið verður í að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.

Bæjarráð samþykkti að senda áskorunina á forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Nú var gert hlé á fundi og mætti Hildigunnur Haraldsdóttir á Teams fund til að fara yfir skipulag lóða í Ólafsvík. Vék Hildigunnur nú af fundi og haldið var áfram með boðaða dagskrá.

 
 
 
 

4. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 23. júní 2020, varðandi stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

5. Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 22. júní 2020, varðandi slökkvivatn á Arnarstapa og Hellnum.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að svara erindinu.

 
 
 
 

6. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 22. júní 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Hótels Langaholts ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, hótel, sem rekið verður sem Hótel Langaholt að Ytri-Görðum í Staðarsveit, Snæfellsbæ.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Hótels Langaholts ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV, hótel, sem rekið verður sem Hótel Langaholt að Ytri-Görðum í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn

 
 
 
 

7. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 22. júní 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Áningar ferðaþjónustu ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, stærra gistiheimili, sem rekið er sem Kast Guesthouse í Staðarsveit, Snæfellsbæ.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Áningar ferðaþjónustu ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV, stærra gistiheimili, sem rekið er sem Kast Guesthouse í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 
 
 
 

8. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá staðgreiðslunni.
  • Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum í Bárðarásnum.
  • Bæjarstjóri sagði frá fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga allt að kr. 200.000.000.-
  • Bæjarstjóri sagði frá bílamálum í Áhaldahúsinu.
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?