Bæjarráð

315. fundur 25. ágúst 2020 kl. 11:00 - 11:43 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 
 

Dagskrá:

 

1. Fundargerð 139. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 20. júlí 2020.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
 
 
 

2. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 9. júní, 17. júní og 11. júlí 2020.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 
 
 
 

3. Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 19. ágúst 2020.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Réttað verður norðan heiðar laugardaginn 19. september og sunnan heiðar laugardainn 26. september.

 
 
 
 

4. Fundargerð 180. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 4. júní 2020.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

5. Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 12. ágúst 2020.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

6. Fundarboð eignarfundar Sorpurðunar Vesturlands, haldinn 7. september 2020.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri mæti á fundinn fyrir hönd Snæfellsbæjar.

 
 
 
 

7. Umsókn um hundaleyfi: Katrín Hjartardóttir sækir um leyfi til að halda hundinn Kolku.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

 
 
 
 

8. Bréf frá verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 29. júní 2020, varðandi endurnýjun á EarthCheck vottuninni fyrir árið 2020.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

9. Umsókn um lán frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000.-, með lokagjalddaga þann 15.04.2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir ársins 2020 sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Kristni Jónassyni, bæjarstjóra, kt. 300965-3779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Snæfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 
 
 
 

10. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóriræddi málefni Átthagastofunnar.
  • Bæjarstjórifór yfir covid-19 stöðuna í sveitarfélaginu.
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu 6 mánaða ársins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?