Bæjarráð

316. fundur 17. september 2020 kl. 11:30 - 12:07 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Jóhannesdóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 
 
 
 

Dagskrá:

 

1. Fundargerð 61. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 31. ágúst 2020.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

2. Fundarboð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 29. september 2020.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

3. Fundarboð haustþings SSV, haldið föstudaginn 16. október 2020.

Aðalmenn frá Snæfellsbæ eru Björn H Hilmarsson, Auður Kjartansdóttir, Svandís Jóna Sigurðardóttir og Fríða Sveinsdóttir. Til vara eru Rögnvaldur Ólafsson, Júníana Björg Óttarsdóttir, Michael Gluszuk og Örvar Már Marteinsson.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

4. Bréf frá Margréti Vigfúsdóttur, dags. 2. september 2020, varðandi úrsögn úr öldrunarráði.

Bæjarráð samþykkti erindið og þakkar Margréti setu sína í nefmdinni og vinnu í þágu bæjarins.

Nýr aðili í öldrunarráð verður tilnefndur á næsta bæjarstjórnarfundi.

 
 
 
 

5. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 14. september 2020, varðandi sumarleyfi leikskólans.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til næsta bæjarstjórnarfundar.

 
 
 
 

6. Minnisblað frá bæjarstjóra, dags. 14. september 2020, varðandi aukafjárveitingu til menningar-mála.

Bæjarstjóri sagði frá málinu. Fríða sagði frá því að hún væri ósátt við þessi kaup.

Bæjarráð samþykkti með 2 atkvæðum gegn 1 að veita aukafjárveitingu til menningarmála vegna listaverkakaupa að upphæð kr. 2,8 milljónir.

 
 
 
 

7. Umsókn frá Júlíönu Bj. Grunnarsdóttur, dags. 4. september 2020, um að fá að halda hundinn Kolsholts Ríó.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

 
 
 
 

8. Bréf frá Jóni Guðmanni Péturssyni, dags. 31. ágúst 2020, varðandi ágang sauðfjár.

Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu til málsins. Jafnframt er málið komið í stjórnsýslulega meðferð til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og telur bæjarráð skynsamlegt að bíða eftir niðurstöðu ráðuneytisins.

 
 
 
 

9. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 15. september 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Gunnars Tryggvasonar, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III, minna gistihgeimili og frístundahús, sem rekið er sem Brimhestar að Brimilsvöllum í Fróðárhreppi, Snæfellsbæ.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Gunnars Tryggvasonar um leyfi til að reka gististað í flokki III, minna gistiheimili og frístundahús, sem rekið er sem Brimhestar að Brimilsvöllum í Fróðárhreppi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 
 
 
 

10. Bréf frá fjarskiptasjóði, dags. 7. september 2020, varðandi styrk vegna ljósleiðaravæðingu.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

11. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 24. ágúst 2020, varðandi samninga sveitarfélaga sem fela í sér samstarf við önnur sveitarfélög.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að svara erindinu í samvinnu við hlutaðeigandi samstarfssveitarfélög.

 
 
 
 

12. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. september 2020, varðandi úthlutun byggðakvóta.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Snæfellsbæ (Arnarstapa, Hellissandur, Rif og Ólafsvík), þá verði farið eftir reglugerð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 21. júlí 2020, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021.

Þó óskar bæjarstjórn Snæfellsbæjar eftir því að gerð verði eftirfarandi breyting á úthlutunarreglum fyrir byggðakvóta í Snæfellsbæ: Að í staðinn fyrir orðið „byggðarlag“ verði notað orðið „sveitarfélag“.

Rök bæjarstjórn Snæfellsbæjar fyrir þessum breytingum er sú staðreynd að á Arnarstapa og á Hellissandi eru ekki reknar fiskvinnslur og því er ekki hægt að landa afla til vinnslu á þeim stöðum.

Ef ráðuneytið verður við þessum óskum, þá mun byggðakvótinn nýtast innan sveitarfélagsins, en það skiptir miklu máli fyrir Snæfellsbæ að geta nýtt úthlutaðan byggðakvóta.

 
 
 
 

13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, með síðari breytingum.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

14. Ályktun Grundarfjarðarbæjar, dags. 10. september 2020, varðandi viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi.

Bæjarráð tekur heilshugar undir ályktun Grundarfjarðarbæjar um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi.

 
 
 
 

15. Bréf frá Sorpurðun Vesturlands, dags. 9. september 2020, varðandi tilnefningu fulltrúa í starfshóp um stefnumótun og þarfagreiningu úrgangsmála.

Lagt fram til kynningar.

 

 
 
 
 

16. Bréf frá stjórn samtaka íslenskra handverksbrugghúsa varðandi áskorun til dómsmálaráðherra um áfengissölu.

Lagt fram til kynningar.

 

 
 
 
 

17. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá því að loksins sé langþráðum áfanga við Fróðárheiði lokið þegar bundið slitlag var lagt á síðasta hluta hennar nú fyrr í vikunni.
  • Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlunargerð og samþykkti bæjarráð samhljóða að veita bæjarstjóra og bæjarritara heimild til að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?