Bæjarráð

320. fundur 17. febrúar 2021 kl. 11:00 - 11:45 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 8. lið bréf frá bæjarritara, dags. 17. febrúar 2021, varðandi afskriftir 2021. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 
 

Dagskrá:

 

1. Bréf frá skólastjórnendum á Snæfellsnesi, dags 1. febrúar 2021, varðandi stuðning við Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir minnisblaði frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga varðandi málið.

 
 
 
 

2. Bréf frá Jónasi Kristjánssyni, dags. 5. febrúar 2021, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að bánum Sæfinni SH-999, skipaskr.nr. 6214.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að bátnum Sæfinni SH-999.

 
 
 
 

3. Bréf frá Guðrúnu Kristinsdóttur, dags. 3. febrúar 2021, varðandi úrsögn úr félagsmálanefnd Snæfellsbæjar.

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða og þakkar jafnframt Guðrún setu hennar í nefndinni. Nýr nefndarmaður verður skipaður á fundi bæjarstjórnar í byrjun mars.

 
 
 
 

4. Bréf frá Ásbirni Óttarssyni, dags. 10. febrúar 2021, varðandi úrsögn úr stjórn Jaðars.

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða og þakkar jafnframt Ásbirni vinnu hans í þágu Snæfellsbæjar. Nýr nefndarmaður verður skipaður á fundi bæjarstjórnar í byrjun mars.

 
 
 
 

5. Bréf frá Lánasjóði Sveitarfélaga, dags. 8. febrúar 2021, varðandi tilnefninu í stjórn LS.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

6. Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 1. febrúar 2021, varðandi samantekt nefndarinnar um framtíð Breiðafjarðar.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

7. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags. 12. febrúar 2021, varðandi upplýsingar um fráveitumál.

Bæjarstjóri er þegar búinn að svara þesssu erindi í tölvupósti og kynnti svarið fyrir bæjarfulltrúum.

 
 
 
 

8. Bréf frá bæjarritara, dags. 17. febrúar 2021, varðandi ósk um afskriftir. Sjá trúnaðarmálabók.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að afskrifa kröfur að upphæð kr. 889.837.- skv. framlögðum upplýsingum.

 
 
 
 

9. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu ársins 2020.
Getum við bætt efni þessarar síðu?