Bæjarráð

321. fundur 25. mars 2021 kl. 12:00 - 12:23 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana Björg Óttarsdóttir
  • Rögnvaldur Ólafsson
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 
 
 
 

Dagskrá:

 

1. Fundarboð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 24. mars 2021.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

2. Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 26. mars 2021.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

3. Minnisblað forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu sveitarfélaga, dags. 22. febrúar 2021, varðandi skólaþjónustu FSS.

Bæjarráð þakkar umbeðnar upplýsingar.

 
 
 
 

4. Bréf frá foreldrum og forráðamönnum barna í GSNB – Lýsuhólsskóla, dags. 3. mars 2021, varðandi reglugerð um skólaakstur í dreifbýli.

Bæjarráð telur að framlagðar reglur um skólaakstur í dreifbýli Snæfellsbæjar uppfylli þær kröfur sem settar eru fram um skólaakstur í reglum nr. 656/2009 um skólaakstur í grunnskóla. Reglunum hefur þegar verið vísað til umsagnar fræðslunefndar og skólastjóra og munu verða teknar fyrir aftur í bæjarstjórn um miðjan apríl þegar umsagnir liggja fyrir. Formleg afgreiðsla erindisins mun bíða endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar á reglunum.

 
 
 
 

5. Undirskriftarlisti frá fastagestum í Sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík, dags. 2. mars 2021, varðandi kaffiaðstöðuna í sundlauginni.

Tilmælin um fjarlægðartakmörk og sem allra fæsta sameiginlega snertifleti koma svo sannarlega að ofan, enda koma þau frá almannavörnum vegna sóttvarna og til að vernda almenning. Bæjarráð er sammála fastagestum sundlaugarinnar að það væri gott að fá kaffi- og vatnsaðstöðuna aftur í sundlaugina og hún mun koma, en ekki fyrr en covid er yfirstaðið og tilmælin að ofan verða á þá leið að við megum öll sitja þétt saman grímulaus og snerta sömu hlutina án áhyggna.

 
 
 
 

6. Bréf frá Maggýju Magnúsdóttur og Jóni Jóel Einarssyni, dags. 10. mars 202, varðandi ósk um lækkun á þjónustugjöldum vegna væntanlegs þjónustuhúss Go West á Arnarstapa.

Bæjarráð telur það afar ánægjulegt þegar fyrirtæki í sveitarfélaginu blómstra og ungt fólk flytur á svæðið til að stunda sína atvinnu. Bæjarráð gerir sér jafnframt grein fyrir því að undanfarið ár hefur verið afar erfitt mörgum. Hins vegar, varðandi auglýsta lækkun á gatnagerðargjöldum, þá gildir sá afsláttur eingöngu fyrir nýbyggingu íbúðarhúsa á ákveðnum lóðum í þéttbýli. Afslátturinn gildir ekki fyrir iðnaðar- eða atvinnuhúsnæði, hvorki í dreifbýli né þéttbýli. Bæjarráð getur því ekki orðið við beiðni um afslátt þjónustugjalda á viðkomandi húsnæði.

 
 
 
 

7. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 4. mars 2021, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Áningar ferðaþjónustu ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki IV, stærra gistiheimili og frístundahús, að Tröðum í Staðarsveit, Snæfellsbæ.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Áningar ferðaþjónustu ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki IV, stærra gistiheimili og frístundahús, að Tröðum í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 
 
 
 

8. Umsóknir um hundaleyfi:

  • Kristbjörg Kristjánsdóttir sækir um að fá að halda hundinn Phoebe.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

  • Jón Steinar Ólafsson sækir um að fá að halda hundinn Dino.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

  • María Rós Guðmundsdóttir sækir um að fá að halda hundinn Millý.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

  • Harpa Björnsdóttir sækir um að fá að halda hundinn Fróða.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

  • Einar Knudsen sækir um að fá að halda hundana Freddie og Kasper.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

  • Aría Jóhannesdóttir sækir um að fá að halda hundinn Mola.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

  • Lilja Hrund Jóhannsdóttir sækir um að fá að halda hundinn Ösku.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

  • Ingvar Valgeir Ægisson sækir um að fá að halda hundinn Fíu.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

 
 
 
 

9. Umsóknir um kattaleyfi:

  • Herdís Leifsdóttir sækir um að fá að halda köttinn Myrru.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

  • Jóhanna Bergþórsdóttir sækir um að fá að halda köttinn Ólafíu.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

  • Jóhannes Ragnarsson sækir um að fá að halda köttinn Guðna Th.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

 
 
 
 

10. Bréf frá Ferðamálastofu, dags. 5. mars 2021, varðandi styrk til Snæfellsbæjar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða upp á kr. 19.000.000.- vegna bættrar aðkomu og umhverfi við Bárð Snæfellsás á Arnarstapa.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

11. Bréf frá Ferðamálastofu, dags. 5. mars 2021, varðandi styrk til Snæfellsbæjar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða upp á kr. 41.724.000.- vegna gönguleiðar, göngubrúar og útsýnispalls við Svöðufoss.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

12. Bréf frá verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 2. mars 2021, varðandi niðurstöður skoðanakönnunar umhverfisvottunarverkefnisins á Snæfellsnesi.

Bæjarráð þakkar skýrsluna. Þar kemur margt áhugavert fram.

 
 
 
 

13. Bréf frá Hrafnhildi Bragadóttur, dags. 9. mars 2021, varðandi umsögn um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

14. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 12. mars 2021, varðandi hvatningu til sveitarfélaga að efla frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu.

Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og íþrótta- og æskulýðsnefndar.

 
 
 
 

15. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 11. mars 2021, varðandi hvatningu til sveitarfélaga að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021.

Bæjarráð samþykkti að biðja stjórn félags eldri borgara í Snæfellsbæ um svör um það hvort þörf sé fyrir slíkt í Snæfellsbæ og þá í hvaða formi.

 
 
 
 

16. Bréf frá Bændasamtökum Íslands, dags. 16. mars 2021, varðandi áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

17. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. mars 2021, varðandi aukinn stuðning við úrbætur í aðgengismálum fatlaðs fólks.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

18. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 19. mars 2021, varðandi undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna byggingar íbúðarhúss á jörðinni Gröf í Breiðuvík, Snæfellsbæ.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

19. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. mars 2021, varðandi ósk um þátttöku í bakhópi sem setja á á laggirnar sem umræðuvettvang um málefni leiguíbúa á vegum sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tilnefna Kristinn Jónasson fyrir hönd Snæfellsbæjar.

 
 
 
 

20. Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 2. mars 2021, varðandi áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

21. Vestmanna – heimsókn sumarið 2021.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að senda innbjóðing á byggðaráð Vestamanna. Hins vegar þarf að vera samráð varðandi sóttvarnarreglur, hvort heimsókn verður yfirhöfuð möguleg í ár.

 
 
 
 

22. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri ræddi málefni Jaðars og mögulega fjölgun hjúkrunarrýma.
  • Bæjarstjóri ræddi Covid-19
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?