Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Bæjarráð
Dagskrá:
1. Fundargerð 137. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 9. júní 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 194. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 1. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.
3. Fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.
4. Fundarboð framhaldsaðalfundar Landskerfis bókasafna, dags. 28. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf frá SÍS, dags. 1. júní 2021, varðandi bókun landsþings sambandsins um skýrslu Framtíðarseturs Íslands.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf frá Guðmundi Alfreðssyni, dags. 4. júní 2021, varðandi niðurrif á útihúsum í Miðhúsum.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar, en vekur athygli á því að þegar erindið var lagt fyrir nefndina var það einungis samþykkt með fyrirvara um samþykki allra eigenda.
7. Bréf frá hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps, dags. 11. júní 2021, varðandi sameiningarviðræður.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að finna tíma fyrir bæjarstjórn Snæfellsbæjar og hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps til að hittast.
8. Bréf frá ættingjum Bergþórs Kristinssonar og Friðþjófs Halldórs Jóhannssonar, dags. 5. júní 2021, þar sem Snæfellsbæ er afhentur granítbekkur til umhirðu og varðveislu um ókomin ár. Bekkurinn er til minningar um frændurna frá Rifi.
Bæjarráð þakkar aðstandendum þetta fallega framtak og þann hlýhug sem því fylgir.
9. Bréf frá Verkalýðsfélagi Snæfellinga, dags. 2. júní 2021, varðandi félagafrelsi.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá Ólínu Gunnlaugsdóttur, ódags., varðandi athugasemdir við svör á kynningarfundi þann 3. maí 2021.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa bréfinu til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
11. Bréf frá Landsneti, dags. 10. júní 2021, varðandi kerfisáætlun 2021-2030.
Bæjarráð óskar eftir því að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fari yfir áætlunina og skoði áhersluatriði varðandi Vesturland.
12. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 3. júní 2021. varðandi álit ráðuneytisins í máli nr. SRN20070003.
Lagt fram til kynningar.
13. Bréf frá SÍS, dags. 4. júní 2021, varðandi forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti.
Lagt fram til kynningar.
14. Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dags. 29. júní 2020, varðandi fasteignamat 2021.
Lagt fram til kynningar.
15. Bréf frá stjórn Félags atvinnurekanda, dags. 1. júní 2021, varðandi fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði.
Bæjarráð vill taka fram að Snæfellsbær er ekki að nýta fulla heimild til álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði.
Lagt fram til kynningar.
16. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri sagði frá því að stefnt er að því að opna tjaldstæðið á Hellissandi á fimmtudaginn.
- Bæjarstjóri sagði frá því að nýr byggingafulltrúi, Ragnar Már Ragnarsson, hóf störf í morgun.
- Bæjarstjóri sagði frá málefnum Vinnuskólans.