Bæjarráð

326. fundur 23. september 2021 kl. 11:00 - 12:16 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana B. Óttarsdóttir
  • Auður Kjartansdóttir
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 
 
 
 

Dagskrá:

 

1. Málefni leikskólans.

Hermína K Lárusdóttir, leikskólastjóri, mætti á fundinn og var hún boðin velkomin.

Voru rædd málefni leikskólans.

Var Hermínu þökkuð koman og vék hún nú af fundi.

 
 
 
 

2. Fundargerð 121. fundar stjórnar FSS, dags. 3. september 2021.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

3. Bréf frá Rúnari Dýrmundi Bjarnasyni, dags. 17. september 2021, varðandi umhverfismat tillögu að nýrri svæðisáætlun 2021-2032 fyrir suðvesturhornið.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir og samþykkti framlagða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

 
 
 
 

4. Bréf frá Guðmundi Steinþórssyni, dags. 20. september 2021, varðandi Dalbraut 12.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga til samninga um sölu á Dalbraut 12, og jafnframt að gera nýtt lóðabréf fyrir fasteignina.

 
 
 
 

5. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 14. september 2021, varðandi ósk um umsögn bæjarráðs um umsókn Celiu Myriam Lachkar um leyfi til að reka gististað í flokki II, frístundahús, að Marbakka í Staðarsveit, Snæfellsbæ.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Celiu Myriam Lachkar um leyfi til að reka gististað í flokki II, frístundahús, að Marbakka í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 
 
 
 

6. Bréf frá Írisi Ósk Jóhannsdóttir, ódags., varðandi ósk um niðurgreiðslu á tónlistarskólagjöldum fyrir Kristján Stein Matthíasson, skólaárið 2021-2022.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að greiða niður tónlistarnámið skólaárið 2021-2022 í samræmi við reglur Snæfellsbæjar um niðurgreiðslur vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.

 
 
 
 

7. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. september 2021, varðandi stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum.

Lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?