Bæjarráð

334. fundur 17. ágúst 2022 kl. 11:00 - 11:40 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana B. Óttarsdóttir
  • Auður Kjartansdóttir
  • Fríða Sveinsdóttir
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 
 
 
 

Dagskrá:

 

1. Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 12. ágúst 2022.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
 
 
 

2. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 5. júlí 2022.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
 
 
 

3. Fundargerð 4. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 9. ágúst 2022.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
 
 
 

4. Fundargerð 444. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 14. júní 2022.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

5. Bréf frá Hafrannsóknastofnun, dags. 28. júní 2022, varðandi uppsögn samnings.

Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að koma á fundi bæjarráðs með forstjóra Hafrannsóknastofnunar til að fá að vita áform stofnunarinnar um framtíð útibús Hafró í Ólafsvík.

 
 
 
 

6. Bréf frá Landssamtökum landeiganda á Íslandi, dags. 28. júlí 2022, varðandi starfsemi samtakanna.

Lagt fram til kynningar.

 
 
 
 

7. Minnispunktar bæjarstjóra.

    1. Bæjarstjóri sagði frá framgangi mála varðandi húsin sem keypt voru í sumar.
    2. Bæjarstjóri fór yfir starfsemi sumarsins.
    3. Bæjarstjóri fór yfir ráðherraheimsóknir. Áslaug Arna verður í Snæfellsbæ á morgun, 18. ágúst, og Guðlaugur Þór kemur hingað miðvikudaginn 24. ágúst.
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?