Bæjarráð

339. fundur 16. maí 2023 kl. 12:00 - 12:46 Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Júníana B. Óttarsdóttir
  • Auður Kjartansdóttir
  • Fríða Sveinsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jónasson bæjarstjóri
  • Lilja Ólafardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir bæjarritari

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá:
 

1. Erindi frá Búnaðarfélagi Staðarsveitar, dags. 13. apríl 2023, varðandi árlegt umhverfisverkefni.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að vera í samstarfi við Búnaðarfélagið um framkvæmd verkefnisins.

2. Tilkynning um skipun Árneshrepps í umdæmisráð Landsbyggða, dags. 28. apríl 2023.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf frá Vinum íslenskrar náttúru, dags. 4. maí 2023, varðandi skipulag skógræktar í landinu.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga, dags. 10. maí 2023, varðandi almennt eftirlit á árinu 2023.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf frá oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, dags. 11. maí 2023, varðandi áskorun vegna sauðfjárveikivarna.

Bæjarráð tekur undir áhyggjur sveitarstjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps.

6. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 28. apríl 2023, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn RR03 ehf. um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, F-Krá, að Klettsbúð 7 á Hellissandi, Snæfellsbæ.

Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn RR03 ehf., um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, F-Krá, að Klettsbúð 7 á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskyldu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

7. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 12. maí 2023, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Adventure Hotels ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III, A-hótel, að Klettsbúð 9 á Hellissandi, Snæfellsbæ.

Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Adventure Hotels ehf., um leyfi til að reka gistisstað í flokki II, A-Hótel, að Klettsbúð 9 á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskyldu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

8. Umsókn Trausta Leó Gunnarssonar, dags. 30. mars 2023, um að fá að halda köttinn Storm.

Umsókn samþykkt samhljóða.

9. Umsóknir um hundahald:
  • Emanúel Þórður Magnússon sækir um að fá að halda hundinn Ösku.
  • Kristín Kristinsdóttir sækir um að fá að halda hundinn Emmu.
  • Paula Nerenberg Sveinsson sækir um að fá að halda hundinn Sofi.
  • Þórarinn S. Hilmarsson sækir um að fá að halda hundinn Kol.

Ofangreindar umsóknir samþykktar samhljóða.

10. Þakkarbréf frá Taflfélagi Snæfellsbæjar, dags. 12. maí 2023, vegna Minningarmóts um Ottó Árnason og Hrafn Jökulsson sem fram fór þann 6. maí sl.

Bæjarráð þakkar Taflfélaginu og forsvarsmönnum þess fyrir frábært mót og ómetanlega kynningu á skákíþróttinni fyrir ungum sem öldnum í sveitarfélaginu og víðar.

11. Bréf frá Ferðamálastofu, dags. 3. maí 2023, varðandi höfnun umsóknar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Lagt fram til kynningar

12. Bréf frá Ferðamálastofu, dags. 3. maí 2023, varðandi höfnun umsóknar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Lagt fram til kynningar

13. Bréf frá Kili, stéttarfélagi, dags. 11. maí 2023, varðandi tilkynningu um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum hjá Snæfellsbæ um boðun verkfalls.

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf frá Kili, stéttarfélagi, dags. 14. maí 2023, varðandi tilkynningu um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar sem starfa í leikskólum hjá Snæfellsbæ um boðun verkfalls.

Lagt fram til kynningar.

15. Minnispunktar bæjarstjóra:

Bæjarstjóri ræddi fyrirhuguð verkföll starfsfólks í Kili, stéttarfélagi.

Bæjarstjóri ræddi möguleika í leikskólamálum eftir sumarfrí leikskólans. Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela Auði Kjartansdóttur að leiða starfshóp til að koma með tillögur sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn 8. júní.

Getum við bætt efni þessarar síðu?