Bæjarstjórn

289. fundur 23. september 2016 kl. 13:23 - 13:23
289. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 289. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 1. september 2016 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.  

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Ari Bent Ómarsson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 13. lið bréf frá stjórn Sjómannagarðsins á Hellissandi, dags. 29. ágúst 2016.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Fundargerðir 273., 274., 275., 276. og 277. fundar bæjarráðs, dags. 14. júní, 22. júní, 14. júlí, 11. ágúst og 26. ágúst 2016.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 
  1. Fundargerðir 142. og 143. fundar menningarnefndar, dags. 16. og 24. ágúst 2016.

Varðandi 1. lið 142. fundargerðar og 2. lið 143. fundargerðar, þá vill bæjarstjórn ítreka það við nefndina að hún hefur ekki heimild til að skuldbinda nefndina, né bæjarsjóð, fjárhagslega umfram þær fjárheimildir sem nefndin hefur til úthlutunar á fjárhagsáætlun.  Almennt er það góð vinnuregla hjá nefndum og stofnunum bæjarins að þegar verið er að styrkja ákveðin verkefni, þá sé vitað nákvæmlega hver upphæð styrksins er.

Varðandi 2. lið 142. fundargerðar, þá er bæjarstjórn ekki sammála nefndinni og mun hafa þetta óbreytt í fjárhagsáætlun 2017.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða með framkomnum athugasemdum.

 
  1. Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 4. ágúst 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 98. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. ágúst 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 84. fundar stjórnar FSS, dags. 23. ágúst 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð aðalfundar byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 23. ágúst 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Verðmat vegna fasteignakaupa.

Bæjarstjóri útskýrði málið.  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Ríkiseignir.

 
  1. Bréf frá Kristni Jóni Friðþjófssyni ehf., dags. 17. ágúst 2016, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að Litla Hamri, sknr. 1773.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti að Litla Hamri SH-222, skipaskrárnúmer 1773.

   
  1. Bréf frá Kristni Jóni Friðþjófssyni, ehf., dags. 17. ágúst 2016, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að Sæhamri, sknr. 2680.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti að Sæhamri SH-223, skipaskrárnúmer 2680.

 
  1. Umsókn Sigríðar Margrétar Vigfúsdóttur um námsvist barns í leikskóla utan lögheimilis-sveitarfélags.

Í samræmi við grein 4-a í reglum Snæfellsbæjar vegna nemenda leik- og grunnskóla sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags, samþykkir bæjarráð umsóknina fyrir veturinn 2016/2017.  Bent er á að samþykkið gildir einungis fyrir eitt ár og þarf að endurnýja hana fyrir hvert skólaár.

 
  1. Ályktanir Félags stjórnenda leikskóla, dags. 24. ágúst 2016, varðandi launuð námsleyfi og nýtingu sérfræðiþekkingar leikskólastjórnenda við ákvarðanatöku um leikskólamál.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Viðmiðunartafla vegna launa bæjarfulltrúa.

Bæjarstjóri útskýrði töfluna, sem unnin var eftir viðmiðunartöflu sem unnin var af Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir sveitarfélögin í landinu.  Laun bæjarfulltrúa í Snæfellsbæ eru nokkuð lægri en lægstu viðmiðunarlaun bæjarfulltrúa í sveitarfélögum af sambærilegri stærð og Snæfellsbær.  Lagt var fram skjal með tillögu að leiðréttingu.  Bæjarstjórn samþykkti tillögurna samhljóða, þ.e. að leiðrétta laun bæjarfulltrúa frá og með 1. september 2016 og miða við meðaltal launa bæjarfulltrúa í sveitarfélögum af sambærilegri stærð og Snæfellsbær.

 
  1. Bréf frá stjórn Sjómannagarðsins á Hellissandi, dags. 29. ágúst 2016, varðandi ósk um styrk.

Bæjarstjóri útskýrði erindið.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða.

           
  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    1. Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu 8 mánaða ársins.
    2. Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir sumarsins og það sem er enn í gangi.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30    

 

 

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Fríða Sveinsdóttir

 

 

____________________________              ___________________________

Björn H Hilmarsson                                        Ari Bent Ómarsson

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?