Bæjarstjórn

290. fundur 05. október 2016 kl. 10:34 - 10:34
290. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 290. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 29. september 2016 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.  

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Forseti kom með þá tillögu að gera hlé á fundi kl. 16:30 og fara niður í grunnskóla þar sem standa yfir Menntabúðir fyrir starfsfólk grunnskóla á Vesturlandi.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Fundargerð 278. fundar bæjarráðs, dags. 13. september 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 6. fundar nefndar um málefni fatlaðra, dags. 30. ágúst 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 76. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 31. ágúst 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 99. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 22. september 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 160. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 6. september 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 125. fundar stjórnar SSV, dags. 24. ágúst 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 19. aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 6. apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerðir stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 13. júní og 24. ágúst 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 29. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 5. september 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. september 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Slökkviliði Snæfellsbæjar, dags. 9. september 2016, varðandi óskir um framkvæmdir árið 2017.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til vinnu fjárhagsáætlunar 2017.

 
  1. Bréf frá nemendum í 10. bekk GSNB, dags. 15. september 2016, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi í nóvember vegna fjáröflunar fyrir útskriftarferðalag í maí 2017.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingar á húsaleigu félagsheimilanna.  Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin á einungis við um leigu, en ekki þrif, gjöld eða annan kostnað sem til gæti fallið.

 
  1. Bréf frá nemendum í félagsmiðstöðinni Afdrepi, dags. 21. september 2016, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Röst þann 27. október n.k. vegna fjáröflunarballs fyrir félagsmið-stöðina.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingar á húsaleigu félagsheimilanna.  Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin á einungis við um leigu, en ekki þrif, gjöld eða annan kostnað sem til gæti fallið.  Bæjarstjórn vill taka fram að það þarf að tala við rekstraraðila Rastarinnar til að athuga hvort húsið sé laust á þessum tíma.

 
  1. Bréf frá Lionsklúbbnum Rán, dags. 14. september 2016, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi þann 8. október n.k. vegna hins árlega Nesballs eldri borgara.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingar á húsaleigu félagsheimilanna.  Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin á einungis við um leigu, en ekki þrif, gjöld eða annan kostnað sem til gæti fallið.

 
  1. Bréf frá Kolbrúnu Ósk Pálsdóttur, Karenu Olsen, Hrund Hermannsdóttur og Heiðrúnu Huldu Hallgrímsdóttur, ódags., varðandi dagvistunarmál ungra barna í Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn tók jákvætt í erindið og samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að útbúa tillögu að reglum um heimgreiðslur í Snæfellsbæ sem yrðu lagðar fyrir næsta bæjarráðsfund.

 
  1. Bréf frá Laufeyju Helgu Árnadóttur, dags. 11. september 2016, varðandi úrsögn úr fræðslunefnd.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða og þakkar Laufeyju Helgu setu sína í nefndum Snæfellsbæjar.

Tillaga kom um Steineyju Kristínu Ólafsdóttur sem aðalmann í stað Laufeyjar Helgu og var það samþykkt samhljóða.  Varamaður í stað Steineyjar verður tilnefndur á næsta fundi bæjarráðs.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 23. september 2016, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Prenthylkis ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki I, heimagisting, að Sandholti 45 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Prenthylkis ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki I, heimagisting, að Sandholti 45 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá bæjarritara, dags. 20. september 2016, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna uppfærslu á bókhaldskerfi Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu að upphæð kr. 6.000.000.- til uppfærslu á bókhaldskerfi Snæfellsbæjar.  Upphæðin verður tekin af lið 27, Ófyrirséð.

 
  1. Kaupsamningur vegna kaupa Snæfellsbæjar á eigninni Kirkjutún 2 í Ólafsvík, fnr. 210-3801.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu að upphæð 1.800.000.- til kaupa á eigninni Kirkjutún 2, fnr. 210-3801.  Upphæðin verður tekin af lið 27, Ófyrirséð.

 
  1. Bréf frá bæjarstjóra, dags. 26. september 2016, varðandi skólaakstur í þéttbýli.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að framlengja aksturssamning við Hópferðabíla Svans Kristófers-sonar til fimm ára.

 
  1. Bréf frá bæjarstjóra, dags. 26. september 2016, varðandi kaup á 289 hekturum úr landi Ingjaldshóls og kaup á fasteignum á Gufuskálum.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu að upphæð kr. 37,5 millj. til kaupa á 289 hekturum úr landi Ingjaldshóls og fasteignum á Gufuskálum.  Upphæðin verður tekin af lið 27, Ófyrirséð.

 
  1. Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 5. september 2016, varðandi úttekt slökkviliða 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 12. september 2016, varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 26. ágúst 2016, varðandi niðurstöður ytra mats á starfsemi leikskóla Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn telur rétt að fá leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra til að vinna grunn að úrbótum og funda að því loknu með bæjarráði.

 
  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. september 2016, varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu í alþingiskosningum 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    1. Bæjarstjóri lagði fram rekstraryfirlit stofnana fyrir fyrstu 8 mánuði ársins.
    2. Bæjarstjóri sagði frá Menntabúðum GSNB sem bæjarstjórn heimsótti í dag.
    3. Bæjarstjóri fór yfir skýrslu Arion banka frá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30    

 

 

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Kristján Þórðarson

 

 

____________________________              ___________________________

Björn H Hilmarsson                                        Fríða Sveinsdóttir

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?