Bæjarstjórn

291. fundur 04. nóvember 2016 kl. 11:24 - 11:24
291. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 291. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 3. nóvember 2016 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.  

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Júníana Björg Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Fundargerð 279. og 280. fundar bæjarráðs, dags. 19. og 26. október 2016.

Undir fundargerð 280. fundar var rætt um Samgönguáætlun Vesturlands.  Bæjarstjórn telur að það megi bæta inn í þessa áætlun töluvert mörgum atriðum.  Hins vegar telur bæjarstjórn að það sé meira virði að það komi fram heilsteypt og sameiginleg áætlun fyrir Vesturland sem sveitarfélögin geta staðið sameiginlega að og fylgt eftir gagnvart stjórnvöldum.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 
  1. Fundargerð 120. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 15. september 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerðir 144. og 145. fundar menningarnefndar, dags. 26. september og 3. október 2016.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 
  1. Fundargerð 85. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 12. september 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 161. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 11. október 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð haustfundar skólaþjónustu FSS og skólastjórnenda leikskóla Snæfellsness, dags. 11. október 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð fundar forstöðumanns FSS með grunnskólastjórnendum á Snæfellsnesi, dags. 8. ágúst 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 126. fundar stjórnar SSV, dags. 4. október 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 138. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 3. október 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 23. september 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 387. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 19. september 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 388. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 12. október 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 23. september 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundarboð aðalfundar Héraðsnefndar Snæfellinga, dags. 8. nóvember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Rebekku Unnarsdóttur og Patrick Roloff, dags. 25. október 2016, varðandi tjaldsvæðin í Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn þakkar bréfið.  Erindið mun verða tekið til skoðunar fljótlega þegar farið verður í að skipuleggja starfsemi tjaldsvæðanna árið 2017.

 
  1. Bréf SÍS til Velferðarráðuneytisins, dags. 28. október 2016, varðandi undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Tölvubréf frá SÍS, dags. 1. nóvember 2016, varðandi dagsetningar landsþings sambandsins og fjármálaráðstefnu sveitarfélaga árið 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 1. nóvember 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar varðandi umsókn Júlíusar Ó Einarssonar um leyfi til að reka gististað í flokki II, íbúðir, að Bárðarási 20 á Hellissandi, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Júlíusar Ó Einarssonar um leyfi til að reka gististað í flokki II, íbúðir, að Bárðarási 20 á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 
  1. Reglur Snæfellsbæjar um foreldragreiðslur/heimgreiðslur vegna gæslu barns hjá öðrum en dagforeldrum.

Kristján lagði fram eftirfarandi bókun:

 

„Bæjarstjórnarfundur 4. nóv. 2016

Bókun við afgreiðslu reglugerðar um foreldragreiðslur.

 

Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar þann 29. sept s.l. var tekið fyrir bréf frá fjórum ungum mæðrum hér í Snæfellsbæ varðandi dagvistunarmál.  Þar kom fram að foreldrar væru þvingaðir til að vera heima fyrir með börnum sínum vegna skorts á dagvistun eftir að fæðingaorlofi lýkur og þar til að leikskólarnir taka við þeim. Þetta útiloki í það minnsta annað foreldrið frá vinnumarkaðinum í þann tíma og tekjutap þar af leiðandi.

 

Ég hef fullan skilning á vandamálinu og áhyggjum mæðranna  en það er orðalagið sem fékk hárin til að rísa á mínum gráa kolli. Að þjóðfélagið sé virkilega orðið þannig að það sé ánauð að vera með börnunum sínum á mikilvægasta og líka skemmtilegasta kaflanum í uppeldisferlinu öllu, þar sem börnin þarfnast foreldra sinna mest. En kannski er þetta bara hugsunarháttur bóndans sem bjó við þau forréttindi þegar hann ól upp sínar dætur að geta dröslast og dundað sér með þær öllum stundum.

 

Ég samþykki heilshugar þessar heimagreiðslur til foreldra og vona svo sannarlega að það hjálpi þeim sem þær þiggja að njóta tímans með börnum sínum heima.

 

Kristján Þórðarson“

 

Reglur Snæfellsbæjar um foreldragreiðslur/heimgreiðslur vegna gæslu barns hjá öðrum en dagforeldrum voru samþykktar samhljóða.

 
  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    1. Bæjarstjóri ræddi um Búbót, smíðaverkstæði eldri borgara. Bæjarstjórn samþykkti að leyfa eldri borgurum að fá Kirkjutún 2 til afnota, þann hluta sem Snæfellsbær er nýbúinn að festa kaup á.
    2. Bæjarstjóri ræddi málefni Jaðars og rammasamning við ríkið um þjónustu sem veitt er á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða aðild Jaðars að samningnum.
    3. Bæjarstjóri sagði frá verkferlum varðandi rekstrarleyfi.
    4. Bæjarstjóri kynnti staðgreiðsluyfirlit janúar – október 2016.
    5. Fjárhagsáætlun 2017 verður lögð fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu á aukafundi bæjarstjórnar fimmtudaginn 17. nóvember kl. 12:00.
    6. Bæjarstjóri ræddi um nýkomið bréf sem barst í dag. Búið er að breyta reglum um byggðakvóta og kemur ekki mikið til úthlutunar í Snæfellsbæ.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30    

 

 

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Kristján Þórðarson

 

 

____________________________              ___________________________

Björn H Hilmarsson                                        Fríða Sveinsdóttir

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?