Bæjarstjórn

293. fundur 09. desember 2016 kl. 14:42 - 14:42
293. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 293. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 8. desember 2016 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.  

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Fundargerð 281. fundur bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 23. nóvember 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 23. nóvember 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 121. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 5. desember 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 17. júní, 7. nóvember og 22. nóvember 2016.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 
  1. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 18. október 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerðir 146. og 147. fundar menningarnefndar, dags. 21. og 29. nóvember 2016.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 
  1. Fundargerðir 188. og 189. fundar fræðslunefndar, dags. 6. október og 28. nóvember 2016.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 
  1. Fundargerðir aðalskipulagsnefndar frá 20. apríl 2015 – 3. nóvember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 162. fundar Félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 8. nóvember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 87. fundar stjórnar FSS, dags. 5. desember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 843. og 844. fundar stjórnar SÍS, dags. 28. október og 25. nóvember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 30. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 24. nóvember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 389. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 11. nóvember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Júníönu Bj. Óttarsdóttur, dags. 5. desember 2016, varðandi úrsögn úr félagsmálanefnd Snæfellinga.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða og þakkar Júníönu fyrir starf sitt í félagsmálanefnd Snæfellinga.  Nýr nefndarmaður verður tilnefndur á bæjarstjórnarfundi í janúar og óskar bæjarstjórn eftir því að Júníana sitji í nefndinni þangað til.

 
  1. Bréf frá Kristínu Björgu Árnadóttur, dags. 6. desember 2016, varðandi lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi.

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

„Undirritaður vill þakka Kristínu Björgu fyrir afar ánægjulegt og gott samstarf sem við höfum átt á undanförnum árum við stjórnun Snæfellsbæjar.  Það gefur augaleið að samstarf bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar er mjög mikið og mikil samskipti þurfa að eiga sér stað.  Aldrei hefur fallið skuggi á það samstarf og hefur Kristín verið afar dugleg í sínum störfum og aukið hróður samfélagsins.  Eins hefur henni verið treyst fyrir hinum ýmsu ábyrgðarstörfum á vegum sveitarfélaga á Vesturlandi og á landsvísu og hefur hún fengið lof fyrir þá vinnu.  Ég á eftir að sakna samstarfsins en jafnfram óska ég henni alls hins besta á nýjum vettvangi.“

Bæjarfulltrúar allir þökkuðu Kristínu Björgu ánægjulegt og gott samstarf á þeim árum sem hún hefur setið í bæjarstjórn Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita Kristínu Björgu lausn frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi frá 1. janúar 2017 og út yfirstandandi kjörtímabil.

 
  1. Bréf frá Þorgeiri ehf., dags. 2. nóvember 2016, varðandi umsókn um lóðir fyrir vindmyllur.

Þar sem enn stendur yfir vinna við aðalskipulag Snæfellsbæjar, og þar með ekki búið að skipuleggja mögulegar lóðir undir starfsemi sem þessa, þá telur bæjarstjórn ekki tímabært að taka þessa umsókn til efnislegrar umfjöllunar.  Jafnframt vill bæjarstjórn að það komi fram, að ef gert verður ráð fyrir slíkum lóðum í nýju aðalskipulagi, þá þarf bæjarstjórn að mynda sér stefnu varðandi þessi mál.  Áður en sú stefna hefur verið mynduð, er ekki hægt fara í þá vinnu að úthluta lóðum fyrir vindmyllur.

 
  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. desember 2016, varðandi framtíðarskipan húsnæðismála.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Starfsáætlun Leikskóla Snæfellsbæjar 2016-2017.

Bæjarstjórn samþykkti starfsáætlunina samhljóða.

 
  1. Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2017.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2017, með fyrirvara um samþykki heilbrigðiseftirlits Vesturlands um gjaldskrár hundaleyfisgjalda og sorphirðu.

 
  1. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2017, seinni umræða.

Eftirfarandi bókun var lögð fram frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar:

“Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Snæfellsbæ. Ekki var farið í að hækka gjaldskrár, t.a.m. fyrir leikskólagjöld, skóla né sundlaugar og íþróttahús.  Á nokkrum gjaldskrám varð smávægileg hækkun. Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt og sama er að segja um álagningarprósentu fasteignagjalda.

 

Bæjarstjórn  leggur  á það áherslu að haldið verið áfram þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er.  Styrkir til félagasamtaka verða á árinu 2017 rétt rúmar 35 milljónir og eru að venju hæstu styrkirnir til barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna.

 

Gert er ráð fyrir miklum framkvæmdum á árinu 2017, en gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði 609 milljónir króna.  Stærsta fjárfesting ársins er hafnarframkvæmdir í Rifi, auk þess verður farið í ýmsar aðrar framkvæmdir hjá hafnarsjóði.  Gert er ráð fyrir töluverðum fjármunum í viðhald og lagfæringu gatna, eins verður farið í mikla endurnýjun á Lýsuhólslaug.  Aðrar stærri framkvæmdir eru t.a.m. ljósleiðari í dreifbýli, plan við sundlaugina í Ólafsvík, umhverfismál á Hellissandi og kaup á fasteignum á Gufuskálum ásamt landspildu úr jörð Ingjaldshóls.  Einnig er gert ráð framlögum til búnaðarkaupa í Grunnskóla Snæfellsbæjar og í leikskólum Snæfellsbæjar, auk hinna ýmsu minni framkvæmda í sveitarfélaginu.

 

Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar hefur verið nokkuð góð og undanfarin ár hefur tekist að borga skuldir niður jafnt og þétt ásamt því að fjárfesta í innviðum samfélagsins.  Engin ný lán voru tekin á árinu 2016 og því hefur tekist að lækka langtímaskuldir að raunvirði.  Vegna mikilla framkvæmda á árinu 2017 er þó gert ráð fyrir því að lántaka á árinu verði um 200. m.kr. hjá bæjarsjóði og 13 m.kr. hjá hafnarsjóði.  Gert er ráð fyrir að langtímalán hækki því að raunvirði um rúmar 70 milljónir króna.

 

Þrátt fyrir þessar lántökur og niðurgreiðslur lána gerum við samt sem áður ráð fyrir því að skuldahlutfall Snæfellsbæjar verði vel undir 85%, en skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% og er þá Snæfellsbær vel innan marka.

 

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og verða miklar framkvæmdir á hans vegum árið 2017, eins og áður kemur fram, eða tæpar 310 m.kr.  Hafnarsjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán, en gerir ráð fyrir örlítilli lántöku á næsta ári.

 

Rekstur Snæfellsbæjar hefur verið með ágætum undanfarin ár og er það að miklu leiti því að þakka hversu gott samstarf hefur verið við forstöðumenn og starfsfólk Snæfellsbæjar.  Bæjarstjórn Snæfellsbæjar treystir á að samstarfið verði áfram jafngott, því einungis þannig verður hægt að ná fram góðum rekstri.

 

Samstarf í bæjarstjórn Snæfellsbæjar er gott og vann öll bæjarstjórn saman að gerð fjárhagsáætlunar á sérstökum vinnufundum sem haldnir voru og er full samstaða um alla liði fjárhagsáætlunar og er það afar mikilvægt að samstaða sé  góð í bæjarstjórn.

 

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Kristján Þórðarson

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir“

 

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt samhljóða.

 

  1. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2018-2020.

Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2018-2020 var samþykkt samhljóða.

 
  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    1. Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit janúar – nóvember.
    2. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að gefa áramótaballi frí þetta árið vegna dræmrar þátttöku undanfarin ár.
    3. Bæjarstjóri sagði frá því að verkefnastjóri Átthagastofunnar hefur sagt upp störfum frá og með 1. desember.
    4. Bæjarstjóri sagði frá fjármunum sem ríkið áætlar að setja í nýja þjóðgarðsmiðstöð á næsta ári.
    5. Bæjarstjóri fór yfir vatnsverksmiðjumál.

 

Þar sem þetta er síðasti fundur Kristínar Bjargar sem forseti bæjarstjórnar, lagði hún fram eftirfarandi bókun:

 

„Ágætu bæjarfulltrúar,

 

Það eru mikil tímamót og breytingar í mínu lífi að hætta sem bæjarfulltrúi og í mér togast vissulega á söknuður og gleði. Sveitarstjórnarmálin hafa gefið mér möguleika á að kynnast mönnum og málefnum langt umfram það sem ég gerði mér grein fyrir í upphafi.

 

Það hefur fyllt mig stolti og ánægju að hafa verið þátttakandi í mótun þess samfélags sem við búum í.  Jafnfram er ég þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með öllu því góða fólki sem valist hefur til setu í bæjarstjórn og hinum ýmsu nefndum á þessum árum.  Einnig hefur verið mikil ánægja að kynnast því kraftmikla starfsfólki sem vinnur hjá Snæfellsbæ og erum við heppin að eiga svona gott starfsfólk og því þakka ég fyrir samstarfið.

 

Við ykkur vil ég segja, að það hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi að starfa í bæjarstjórn Snæfellsbæjar og þakka ég innilega það traust sem þið hafið sýnt mér í gegnum árin.  Ég kveð bæjarfélagið með trega í hjarta en einnig með bros á vör, fullviss um að hér muni áfram blómstra það góða fjölskylduvæna samfélag sem ég er svo stolt af.

 

Takk fyrir allt og allt.“

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10    

 

 

 

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

 

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                

Kristján Þórðarson

 

 

 

____________________________              ___________________________

Björn H Hilmarsson                                       

Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?