Bæjarstjórn

294. fundur 09. janúar 2017 kl. 14:50 - 14:50
294. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 294. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 5. janúar 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.  

Mætt:

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Júníana B Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn og óskaði þeim gleðilegs nýs árs.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  • Kosning forseta bæjarstjórnar.

Tillaga kom um Kristján Þórðarson og Björn H Hilmarsson.

Tillaga J-listans um Kristján Þórðarson var felld með 3 atkvæðum gegn 4.

Tillaga D-listans um Björn H Hilmarsson var samþykkt með 4 atkvæðum.  3 sátu hjá.

Kristján óskaði Birni velfarnaðar í starfi og tók Björn við stjórn fundarins.  Þakkaði hann traustið og vonaðist til að það góða samstarf meirihluta og minnihluta í bæjarstjón myndi halda áfram óbreytt.  Einnig bauð hann Júníönu B Óttarsdóttur velkomna sem aðalmann í bæjarstjórn.

 
  1. Kosning nýs nefndarmanns í félagsmálanefnd Snæfellinga.

Bæjarstjórn samþykkti að fresta kosningu nefndarmanns til næsta fundar bæjarráðs.

 
  1. Fundargerðir 148. og 149. fundar menningarnefndar, dags. 1. og 19. desember 2016.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 
  1. Fundargerð aðalskipulagsnefndar, dags. 24. nóvember 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 87. fundar stjórnar FSS, dags. 5. desember 2016, ásamt fjárhagsáætlun FSS fyrir árið 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 163. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 6. desember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 127. fundar stjórnar SSV, dags. 23. nóvember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð framkvæmdaráðs Snæfellsness, dags. 15. desember 2016, ásamt stofnsamningi Byggðasamlags Snæfellinga bs.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða framlagðan stofnsamning Byggðasamlags Snæfellinga.

 
  1. Fundargerð 140. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 19. desember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 7. desember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá forstöðumanni FSS, dags. 30. desember 2016, ásamt drögum að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Nokkrar athugasemdir komu fram um framlögð drög um reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.  Bæjarstjóra og bæjarritara var falið að koma þeim athugasemdum sem um var rætt til forstöðumanns Félags- og skólaþjónustunnar.

Bæjarstjórn óskar eftir að tekið verði tillit til þeirra athugasemda áður en endanlegt samþykki á reglunum fer fram.

 
  1. Yfirlýsing sveitarfélags varðandi stöðu lífeyrisskuldbindinga á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að gefa bæjarstjóra umboð til að ganga frá þessum málum fyrir hönd Snæfellsbæjar.

 
  1. Stefna og viðbragðsáætlun Snæfellsbæjar vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustað. Vísað til bæjarstjórnar frá bæjarráði.

Bæjarstjórn samþykkti ofangreinda stefnu og viðbragðsáætlun samhljóða.

 
  1. Bréf frá félagasamtökum í Snæfellsbæ, dags. 15. desember 2016, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Röst vegna jólaballs þann 29. desember.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingar á húsaleigu félagsheimilanna.  Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin á einungis við um leigu, en ekki þrif, gjöld eða annan kostnað sem til gæti fallið.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 15. desember 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Utan ehf. um áframhaldandi rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Hellisbraut 10 á Hellissandi, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Utan ehf. um áframhaldandi rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Hellisbraut 10 á Hellissandi í Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags. 19. desember 2016, varðandi umsögn um gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Snæfellsbæ.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags. 19. desember 2016, varðandi umsögn um gjaldskrá fyrir sorphirðu í Snæfellsbæ.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 16. desember 2016, varðandi eftirfylgni með úttekt á Leikskóla Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til afgreiðslu og úrbóta hjá leikskólastjóra.

 
  1. Bréf frá Hafnasambandi Íslands, dags. 12. desember 2016, varðandi fjárlög 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá félögum æðarbænda við Breiðafjörð, dags. 20. nóvember 2016, varðandi áskorun til sveitarstjórna við Breiðafjörð.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Þroskahjálp, dags. 7. desember 2016, varðandi húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.

Lagt fram til kynningar.

   
  1. Bréf frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dags. 31. desember 2016, varðandi stöðu samningamála.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    1. Bæjarstjóri fór í gegnum staðgreiðsluyfirlit ársins 2016.
    2. Bæjarstjóri ræddi um fráveitumál.
    3. Bæjarstjóri ræddi ljósleiðaramál.
    4. Bæjarstjóri fór yfir starfsemi bæjarskrifstofunnar.
    5. Bæjarstjóri sagði frá því að verið væri að setja upp brunaviðvörunarkerfi í húsnæði grunnskólans í Ólafsvík og jafnframt á Lýsuhóli.
    6. Bæjarstjóri ræddi málefni vatnsverksmiðju í Rifi.
    7. Bæjarstjóri ræddi um varmadælur.
    8. Rætt var um áramótaball.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:26     

 

____________________________

Björn H Hilmarsson

 

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Júníana B Óttarsdóttir                                      Kristján Þórðarson

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?