Bæjarstjórn
Mætt:
Kristjana Hermannsdóttir
Rögnvaldur Ólafsson
Júníana B Óttarsdóttir
Brynja Mjöll Ólafsdóttir
Fríða Sveinsdóttir
Svandís Jóna Sigurðardóttir
Kristján Þórðarson
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritari
Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 20. lið, fundargerð 122. fundar hafnarstjórnar frá 1. febrúar s.l. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:- Bréf frá UMF Víking/Reyni, dags. 26. janúar 2016.
Á fundinn mættu fulltrúar frá UMF Víkingi/Reyni ásamt fulltrúum frá mfl. kvenna og karla.
Samþykkt var að stofna starfshóp um gerð samstarfssamnings milli íþróttafélaganna og Snæfellsbæjar og hafa hann tilbúinn til að leggja fyrir bæjarstjórnarfund þann 2. mars n.k.
- Tölvubréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 18. janúar 2017, varðandi dekkjakurl.
Sigrún Ólafsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir málið.
Bæjarstjórn samþykkti að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leita eftir tilboðum til að skipta um gervigras á sparkvöllum á Hellissandi og í Ólafsvík.
- Minnisblað vegna stöðu GSNB í samræmdum könnunarprófum.
Hilmar Már Arason, skólastjóri, mætti á fundinn og fór yfir þessi mál með bæjarfulltrúum.
Bæjarstjórn þakkaði Hilmari komuna og þakkaði yfirferðina.
- Fundargerð 101. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 27. janúar 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð stjórnar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars, dags. 20. desember 2016.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 18. janúar 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð 164. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 10. janúar 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Kosning nýs bæjarráðsfulltrúa í stað Björns H Hilmarssonar.
Tillaga kom um Júníönu Bj. Óttarsdóttur.
Tillagan samþykkt samhljóða.
- Kosning nýs nefndarmanns í félagsmálanefnd Snæfellinga.
Tillaga kom um Sigrúnu Þórðardóttur.
Tillagan samþykkt samhljóða.
- Bréf frá Hesteigendafélaginu Hring, dags. 29. janúar 2017, varðandi beiðni um viðbótarstyrk vegna reiðskemmu.
Bæjarstjórn samþykkti styrk til verkefnisins að upphæð kr. 1.500.000.- Liður 27-11, óvænt útgjöld, verður lækkaður á móti styrknum.
- Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 22. janúar 2017, varðandi endurnýjun samstarfssamnings Snæfellsbæjar og Frystiklefans í Rifi.
Bæjarstjórn samþykkti samninginn samhljóða, enda er gert ráð fyrir þessum styrk í fjárhagsáætlun ársins 2017.
- Bréf frá Vagni Ingólfssyni, ódags., varðandi Ólafsvíkursvaninn.
Bæjarstjórn þakkar erindið og þakkar Vagni hans frumkvæði og áhuga á þessu máli.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið, og samþykkti jafnframt að láta kanna fjármögnun verkefnisins og hvort Húsafriðunarnefnd sé jákvæð fyrir breytingum á húsnæðinu.
- Bréf frá Lydíu Rafnsdóttur, dags. í janúar 2017, varðandi útbreiðslu lúpínu í Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn þakkar erindið. Á fundinum kom fram að engar áætlanir eru til hjá sveitarfélaginu varðandi heftun á útbreiðslu lúpínu.
- Bréf frá eigendum fyrirtækja á Vegamótatorfunni, dags. í janúar 2017, varðandi fyrirhugaða Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki.
Bæjarstjórn samþykkti að fela stjórn Svæðisgarðsins að svara erindinu þar sem um er að ræða samstarfsverkefni á vegum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Jafnframt var samþykkt að óska eftir því að Ragnhildur Sigurðardóttir mæti á fund bæjarstjórnar í mars og fari yfir málið.
- Bréf frá Lögfræðiþjónustunni, dags. 26. janúar 2017, varðandi skipulagsmál í Staðarsveit.
Samþykkt að vísa erindinu til vinnu aðalskipulagsnefndar.
- Bréf frá Nestor ehf., dags. 16. janúar 2017, varðandi beiðni um umsögn og staðfestingu á skiptingu jaðarinnar Melur.
Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 30. janúar 2017, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um breytingu á rekstrarleyfi Gistihússins Langaholts í Staðarsveit.
Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Gistihússins Langaholts ehf. um breytingu á rekstrarleyfi vegna Gistihússins Langaholts í Staðarsveit í Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
- Bréf frá Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu, dags. 19. janúar 2017, varðandi nýja reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Minjastofnun Íslands, dags. 10. janúar 2017, varðandi skráningu menningarminja.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 122. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 1. febrúar 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri sagði frá því að bæjarstjórar Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar hefðu í sameiningu sent frá sér eftirfarandi ályktun í gær:
Sameiginleg ályktun bæjarstjóra á Snæfellsnesi, vegna yfirstandandi sjómannaverkfalls.
Verkfall sjómanna hefur staðið í sjö vikur. Þetta hefur veruleg áhrif á launþega til lands og sjávar. Jafnframt eru áhrifin orðin alvarleg fyrir rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi og hjá aðilum sem þjónusta sjávarútveg á einn eða annan veg.
Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu.
Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi.
Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finnur einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá er líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.
Mikilvægt er að samningsaðilar leggi sig alla fram um að samningar náist eins fljótt og kostur er.. Stjórnvöld verða að koma að lausn mála með með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi getur ekki gengið mikið lengur. Skaðinn er þegar orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt.
Staða samfélagsins á Snæfellsnesi markast mjög af sjávarútvegi. Bæjarstjórar á Snæfellsnesi, í Stykkishólmi, Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ vilja því beina þeim tilmælum til samninganefnda útgerðar og sjómanna að leggja sig fram um að ná samningum og ljúka verkfalli.
Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga.
Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.
Undir þetta rita bæjarstjórar ofangreindra sveitarfélaga.
Snæfellsnesi 01. febrúar 2017
- Bæjarstjóri lagði fram staðgreiðsluyfirlit 2016.
- Bæjarstjóri gerði grein fyrir útboði á ljósleiðara í sunnanverðum Snæfellsbæ og Fróðárhreppi. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða veittan styrk og lýsti yfir ánægju sinni með því að hann hafi fengist. Bæjarstjóra var falið að fara af fullum þunga í undirbúning.
- Bæjarstjóri sagði frá samningi við Sýslumanninn á Vesturlandi.
- Bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu vegna kjarasamnings grunnskólakennara.
- Bæjarstjóri sagði frá varmadælu í Klifi. Snæfellsbær fékk styrk til að skipta um varmadælur. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fara í þessa vinnu.
- Bæjarstjórn samþykkti að skipa Rögnvald Ólafsson og Fríðu Sveinsdóttur í undirbúningshóp með íþróttafélögunum til að gera samstarfssamning á milli félaganna og Snæfellsbæjar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:37
____________________________
Kristján Þórðarson
____________________________ ___________________________
Kristjana Hermannsdóttir Fríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Rögnvaldur Ólafsson Svandís Jóna Sigurðardóttir
____________________________ ___________________________
Júníana B Óttarsdóttir Brynja Mjöll Ólafsdóttir
____________________________ ___________________________
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari