Bæjarstjórn

296. fundur 07. mars 2017 kl. 14:47 - 14:47
296. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 296. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 2. mars 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 17:00.  

Mætt:

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Júníana B Óttarsdóttir

Örvar Már Marteinsson

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Fundargerð 148. fundar menningarnefndar, dags. 1. febrúar 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 20. febrúar 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð ungmennaráðs, dags. 10. febrúar 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 78. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 15. febrúar 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.  Bæjarfulltrúar lýstu ánægju sinni með Heilsuvikuna sem verður dagana 9-16 mars.

 
  1. Fundargerð 88. fundar stjórnar FSS, dags. 7. febrúar 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 165. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. febrúar 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 141. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 6. febrúar 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 128. fundar stjórnar SSV, dags. 25. janúar 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 23. janúar 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 31. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 3. febrúar 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. janúar 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Tölvubréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. febrúar 2017, varðandi kjörna fulltrúa á landsþing 2017. Snæfellsbær þarf að samþykkja nýja landsþingsfulltrúa í stað Kristínar Bjargar Árnadóttur og Baldvin Leifs Ívarssonar.

Tillaga kom um Björn H Hilmarsson og Fríðu Sveinsdóttur.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 
  1. Boðun á XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarélaga, dags. 24. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundarboð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 29. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Tölvubréf frá forstöðumanni FSS, dags. 20. febrúar 2017, ásamt lokadrögum að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga til umfjöllunar og afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga.

 
  1. Bréf frá Hvammi Eignamiðlun, dags. 16. febrúar 2017, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að fiskiskipinu Báru II SH-227, skrnr. 7243.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að Báru II SH-227, sknr. 7243.

 
  1. Bréf frá Dalabyggð, dags. 20. janúar 2017, varðandi sameinaða almannavarnanefnd á Vesturlandi.

Bæjarstjórn tók jákvætt í erindið og samþykkti að fela bæjarstjóra að vera í samvinnu við önnur sveitarfélög á svæðinu um framhald málsins.

 
  1. Bréf frá Kennarafélagi Vesturlands og Skólastjórafélagi Vesturlands, dags. 15. febrúar 2017, varðandi sameiginlegan starfsdag grunnskólanna á Vesturlandi 15. september 2017.

Bæjarstjórn tók jákvætt í erindið og beindi því til skólastjóra að taka tillit til þessa í skóladagatali næsta skólaárs.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 28. febrúar 2017, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Antons J Illugasonar um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, kaffihús, sem reka á sem Kaldilækur að Mýrarholti 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Antons J Illugasonar um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, kaffihús, sem reka á sem Kaldilækur að Mýrarholti 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 10. febrúar 2017, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Snæbjörns Viðars Narfasonar um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Neðra-Hóli í Staðarsveit, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Snæbjörns Viðars Narfasonar um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Neðra-Hóli í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá Brunabótafélagi Íslands, dags. 23. febrúar 2017, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Niðurstaða nefndar um stöðu framkvæmdastjóra UMF Víkings/Reynis, MFL Víkings kk og kvk.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk vegna framkvæmdastjóra upp á kr. 350.000.- á mánuði og gera samning við félögin sem gildir frá 1. apríl 2017 til 31. desember 2018.  Gert er ráð fyrir kr. 1.100.000.- á fjárhagsáætlun ársins 2017 og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að veita aukafjárveitingu til þessa verkefnis upp á kr. 2.050.000.- á árinu 2017.  Verður liðurinn 27-11, óvænt útgjöld, lækkaður um samsvarandi upphæð.

 
  1. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 28. febrúar 2017, varðandi skipun í vinabæjarnefnd.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að bjóða til vinabæjarhittings fyrir hönd bæjarstjórnar.  Er þá miðað við að gestirnir yrðu í Snæfellsbæ helgina sem Ólafsvíkurvakan verður haldin, sem er fyrsta helgi í júlí.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að tilnefna Júníönu, Kristjönu og Svandísi Jónu í nefndina.

 
  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    1. Bæjarstjóri kynnti staðgreiðsluáætlun ársins.
    2. Bæjarstjóri fór yfir ljósleiðarmálin.
    3. Bæjarstjóri ræddi tjaldstæðamál.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:05    

 

 

____________________________

Kristján Þórðarson

 

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Júníana B Óttarsdóttir                                      Örvar Már Marteinsson

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?