Bæjarstjórn
Mætt:
Kristjana Hermannsdóttir
Rögnvaldur Ólafsson
Júníana B Óttarsdóttir
Örvar Már Marteinsson
Fríða Sveinsdóttir
Svandís Jóna Sigurðardóttir
Kristján Þórðarson
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritari
Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:- Fundargerð 148. fundar menningarnefndar, dags. 1. febrúar 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð 102. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 20. febrúar 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð ungmennaráðs, dags. 10. febrúar 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð 78. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 15. febrúar 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða. Bæjarfulltrúar lýstu ánægju sinni með Heilsuvikuna sem verður dagana 9-16 mars.
- Fundargerð 88. fundar stjórnar FSS, dags. 7. febrúar 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 165. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. febrúar 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 141. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 6. febrúar 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 128. fundar stjórnar SSV, dags. 25. janúar 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 23. janúar 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 31. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 3. febrúar 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. janúar 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Tölvubréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. febrúar 2017, varðandi kjörna fulltrúa á landsþing 2017. Snæfellsbær þarf að samþykkja nýja landsþingsfulltrúa í stað Kristínar Bjargar Árnadóttur og Baldvin Leifs Ívarssonar.
Tillaga kom um Björn H Hilmarsson og Fríðu Sveinsdóttur.
Tillagan samþykkt samhljóða.
- Boðun á XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarélaga, dags. 24. mars 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundarboð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 29. mars 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Tölvubréf frá forstöðumanni FSS, dags. 20. febrúar 2017, ásamt lokadrögum að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga til umfjöllunar og afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga.
- Bréf frá Hvammi Eignamiðlun, dags. 16. febrúar 2017, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að fiskiskipinu Báru II SH-227, skrnr. 7243.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að Báru II SH-227, sknr. 7243.
- Bréf frá Dalabyggð, dags. 20. janúar 2017, varðandi sameinaða almannavarnanefnd á Vesturlandi.
Bæjarstjórn tók jákvætt í erindið og samþykkti að fela bæjarstjóra að vera í samvinnu við önnur sveitarfélög á svæðinu um framhald málsins.
- Bréf frá Kennarafélagi Vesturlands og Skólastjórafélagi Vesturlands, dags. 15. febrúar 2017, varðandi sameiginlegan starfsdag grunnskólanna á Vesturlandi 15. september 2017.
Bæjarstjórn tók jákvætt í erindið og beindi því til skólastjóra að taka tillit til þessa í skóladagatali næsta skólaárs.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 28. febrúar 2017, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Antons J Illugasonar um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, kaffihús, sem reka á sem Kaldilækur að Mýrarholti 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Antons J Illugasonar um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, kaffihús, sem reka á sem Kaldilækur að Mýrarholti 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 10. febrúar 2017, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Snæbjörns Viðars Narfasonar um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Neðra-Hóli í Staðarsveit, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Snæbjörns Viðars Narfasonar um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Neðra-Hóli í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
- Bréf frá Brunabótafélagi Íslands, dags. 23. febrúar 2017, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Niðurstaða nefndar um stöðu framkvæmdastjóra UMF Víkings/Reynis, MFL Víkings kk og kvk.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk vegna framkvæmdastjóra upp á kr. 350.000.- á mánuði og gera samning við félögin sem gildir frá 1. apríl 2017 til 31. desember 2018. Gert er ráð fyrir kr. 1.100.000.- á fjárhagsáætlun ársins 2017 og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að veita aukafjárveitingu til þessa verkefnis upp á kr. 2.050.000.- á árinu 2017. Verður liðurinn 27-11, óvænt útgjöld, lækkaður um samsvarandi upphæð.
- Minnisblað bæjarstjóra, dags. 28. febrúar 2017, varðandi skipun í vinabæjarnefnd.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að bjóða til vinabæjarhittings fyrir hönd bæjarstjórnar. Er þá miðað við að gestirnir yrðu í Snæfellsbæ helgina sem Ólafsvíkurvakan verður haldin, sem er fyrsta helgi í júlí.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að tilnefna Júníönu, Kristjönu og Svandísi Jónu í nefndina.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri kynnti staðgreiðsluáætlun ársins.
- Bæjarstjóri fór yfir ljósleiðarmálin.
- Bæjarstjóri ræddi tjaldstæðamál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:05
____________________________
Kristján Þórðarson
____________________________ ___________________________
Kristjana Hermannsdóttir Fríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Rögnvaldur Ólafsson Svandís Jóna Sigurðardóttir
____________________________ ___________________________
Júníana B Óttarsdóttir Örvar Már Marteinsson
____________________________ ___________________________
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari