Bæjarstjórn

297. fundur 10. apríl 2017 kl. 09:42 - 09:42
297. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 297. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn miðvikudaginn 5. apríl 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 14:30.  

Mætt:

Björn H Hilmarsson

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Júníana B Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 1. lið fundargerð 284. fundar bæjarráðs frá 5. apríl 2017 og sem 23. lið, fundargerð 123. fundar hafnarstjórnar frá 4. apríl 2017.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Fundargerð 284. fundar bæjarráðs, dags. 5. apríl 2017.

Fundargerð bæjarráðs var lögð fram og samþykkt samhljóða.

 
  1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016.

Endurskoðendur Snæfellsbæjar, Jónas Gestur Jónasson og Kristinn Kristófersson, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir.  Fóru þeir yfir helstu tölur í ársreikningi 2016.  Kom þar meðal annars fram að rekstur Snæfellsbæjar gekk vel á árinu og var rekstrarniðurstaðan töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða um 217,9 millj. króna fyrir samantekin rekstrarreikning A- og B-hluta.

 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 2.268 millj. króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.979,9 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 1.808 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.569 millj. króna.

 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 217,9 millj. króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 44,2 millj. króna. Rekstrarafkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 173,7 millj. króna.  Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð að fjárhæð 149,6 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 1 millj. króna. Afkoma A-hluta varð því betri sem nemur 148,6 millj. króna.

 

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.970 millj. króna skv. efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 2.334,8 millj. króna.  Eiginfjárhlutfall er 65,92% á á árinu 2016 en var 63,03% árið áður.

 

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 1.093 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins nam 136 stöðugildum í árslok.

 

Veltufé frá rekstri var 244 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,15.  Handbært frá rekstri var 125,7 millj. króna.

 

Heildareignir bæjarsjóðs námu um 3.542 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 4.620 millj. króna í árslok 2016. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.207 millj. króna og í samanteknum ársreikningi um 1.649 millj. króna, og lækkuðu þar með milli ára um 84 milljónir.

 

Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 198,5 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum og tók engin ný lán á árinu 2016.  Greidd voru niður lán að fjárhæð 157,8 milljónir.

 

Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum (skuldahlutfallið) er 61,64% hjá sjóðum A-hluta, en var 74,37% árið 2015, og 64,48% í samanteknum ársreikningi en var 76,80% árið 2015.  Skv. 64. gr. 2. málsgr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.  Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verður því að teljast afar góð.

 

Svöruðu endurskoðendur spurningum bæjarfulltrúa og varð nokkur umræða um reikninginn að yfirferð lokinni.

 

Var nú endurskoðendum þökkuð koman og véku þeir af fundi.

 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa ársreikningi Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016, til síðari umræðu í bæjarstjórn fimmtudaginn 4. maí 2017.

 
  1. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 3. apríl 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerðir 149. og 150. fundar menningarnefndar, dags. 1. mars og 22. mars 2017.

Varðandi lið 2 í fundargerð 150. fundar, þá vill bæjarstjórn benda á að þetta er frekar hlutverk íþrótta- og æskulýðsnefndar.  Það er jafnvel spurning hvort bæjarfélagið eigi yfirhöfuð að vera að styrkja viðburði sem selt er inn á.

Fundargerðirnar samþykktar með ofangreindri athugasemd.

 
  1. Fundargerð aðalskipulagsnefndar Snæfellsbæjar, dags. 23. febrúar 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 166. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 89. fundar stjórnar FSS, dags. 14. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 52. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 28. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Jeratúni ehf., dags. 28. mars 2017, varðandi hlutafjáraukningu 2017.

Bæjarstjórn samþykkti hlutafjáraukninguna samhljóða, enda er gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun.

 
  1. Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 8. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerðir 847. og 848. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. febrúar og 24. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 392. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 17. febrúar 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá menningarnefnd, dags. 23. mars 2017, varðandi sýninguna um Jóhann Jónsson skáld, sem nú er í Pakkhúsinu.

Bæjarstjórn telur að Dvalarheimilið sé ekki rétti staðurinn fyrir sýninguna.  Hins vegar væri lítið mál að taka niður sýninguna þegar sýningarrýmið á miðhæðinni verður endurskipulagt.

 
  1. Bréf frá Sigurði Frey Árnasyni, dags. 17. mars 2017, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að bátnum Korra SH-66, skrnr. 2579.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að bátnum Korra SH-66, skrnr. 2579.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 23. mars 2017, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Hótels Arnarstapa ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki V, hótel, sem reka á sem Hótel Arnarstapi/Snjófell á Arnarstapa, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti að fresta afgreiðslu erindisins þar til húsin eru komin upp.  jafnframt gerir bæjarstjórn athugasemd við sorphirðusamninginn, þar sem hann er ekki í samræmi við þá starfsemi sem fara á fram í húsinu.

 
  1. Bréf frá Ferðamálastofu, dags. 16. mars 2017, varðandi ákvörðun um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2017.

Bæjarstjórn fagnar því að fá styrk til uppbyggingar á áningarstað við Rauðfeldargjá.

 
  1. Bréf frá Sóknaráætlun Vesturlands, dags. 4. apríl 2017, varðandi styrkveitingu á árinu 2017.

Bæjarstjórn fagnar því að fá styrk til hönnunar á sýningarrými fyrir Ólafsvíkur-Svaninn.

 
  1. Bréf (5) frá Ferðamálastofu, öll dags. 29. mars 2017, varðandi synjun um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Eyja- og Miklaholtshreppi, ódags., varðandi endurskoðun aðalskipulags Eyja- og Miklaholtshrepps.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dags. 28. febrúar 2017, varðandi skólaakstur við FSN á haustönn 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Tilboð vegna Gufuskála.

Eitt tilboð barst í rekstur eignanna á Gufuskálum.  Töluverð umræða skapaðist um samninginn.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarritara og bæjarstjóra að ganga til samninga og undirrita leigusamning á grundvelli tilboðsins sem var gert og á þeim forsendum sem ræddar voru á fundinum.  Jafnframt var samþykkt að fá tilvonandi leigutaka til að mæta á næsta fund bæjarstjórnar í byrjun maí til að kynna áform þeirra um staðinn.

 
  1. Verðkönnun vegna ljósleiðara.

Bæjarstjóri fór yfir þau gögn sem bárust vegna verðkönnunarinnar.  Bæjarstjórn samþykkti að hafna öllum tilboðum sem bárust í könnuninni og jafnframt var bæjarstjóra falið að leita annarra leiða til að fá verktaka í verkið á ásættanlegu verði.

 
  1. Fundargerð 123. fundar hafnarstjórnar, dags. 4. apríl 2017.

Björn vék af fundi undir afgreiðslu fundargerðarinnar og tók Kristján við stjórn fundarins.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Björn kom nú aftur inn á fund og tók við fundarstjórn.

 
  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    • Bæjarstjóri gerði grein fyrir leigumálum í Röstinni.
  1. Rætt um heimsókn frá vinabænum Vestmanna í sumar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50  

 

 

____________________________

Björn H Hilmarsson

 

 

 

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Kristján Þórðarson

 

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Júníana B Óttarsdóttir                                      Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?