Bæjarstjórn
Mætt:
Björn H Hilmarsson
Brynja Mjöll Ólafsdóttir
Rögnvaldur Ólafsson
Júníana B Óttarsdóttir
Fríða Sveinsdóttir
Svandís Jóna Sigurðardóttir
Kristján Þórðarson
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritari
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 20. lið fundargerð 124. fundar hafnarstjórnar, sem 21. lið erindi og skýrslu frá nefnd um bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Snæfellsbæ, sem 22. lið bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsagnar um rekstrarleyfi fyrir Viðvík og sem 23. lið bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsagnar um rekstrarleyfi fyrir Hótel Arnarstapa/Snjófell. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:- Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016.
Endurskoðendur Snæfellsbæjar, Jónas Gestur Jónasson og Kristinn Kristófersson, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir. Gerðu þeir grein fyrir helstu atriðum ársreikningsins, ásamt því að fara yfir samanburðartölur milli sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða ársreikning Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016 og voru þeir undirritaðir.
Viku endurskoðendur að þessu loknu af fundi og var þeim þökkuð koman.
- fundur umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 19. apríl 2017.
Afgreiddir voru allir liðir nema liður 3. Allir liðir samþykktir samhljóða.
Undir lið 3 vék Björn af fundi og tók Kristján við stjórn fundarins. Liður 3 samþykktur athugasemdalaust.
Björn kom aftur inn á fund og tók við stjórn fundarins.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
- Fundargerð 167. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. apríl 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 20. aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 29. mars 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 32. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. mars 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 393. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 27. mars 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa, ódags., varðandi aðalskipulag Snæfellsbæjar.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir að tillaga að aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 ásamt fylgiritum verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar, með það að markmiði að auglýsa hana ksv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
- Bréf frá stjórn Sjóminjasafnsins á Hellissandi, dags. 11. október 2016, varðandi innheimtu gjalda vegna viðbyggingar.
Gjöld eru aldrei felld niður, en Snæfellsbær getur komið til móts við þessi gjöld með veitingu styrks.
- Bréf frá stjórn Sjóminjasafnsins á Hellissandi, dags. 11. október 2016, varðandi lagfæringu og stækkun á bílastæði Sjóminjasafnsins.
Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að ræða við stjórnina og koma með tillögur og skýrslu um málið á næsta bæjarstjórnarfund.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 2. maí 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hellisbrautar 18 ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Hellisbraut 18a á Hellissandi, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Hellisbrautar 18 ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Hellisbraut 18a á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 11. apríl 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn J.M.Ondycz ehf, um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingastofa og greiðasala, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn J.M.Ondycz ehf., um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingasala og greiðasala, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 26. apríl 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Birkisólar ehf. um rekstrarleyfi til sölu veitinga á Arnarstapa. Bréfið var áður tekið fyrir í bæjarstjórn þann 5. apríl s.l., en þá vantaði gögn. Þau fylgja nú með.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Birkisólar ehf., um rekstrarleyfi til sölu veitinga á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 27. apríl 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hellisbrautar 18 ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Munaðarhóli 16 á Hellissandi, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Hellisbrautar 18 ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Munaðarhóli 16 á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn
- Bréf frá Fjölís, dags. 4. apríl 2017, varðandi samning um afritun verndaðra verka.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga frá samningnum.
- Bréf frá SSV, dags. 4. apríl 2017, varðandi höfnun á stofn- og rekstrarstyrk fyrir Pakkhúsið í Ólafsvík.
Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá UMFÍ, ódags., varðandi ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ á Laugarbakka 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Ferðamálasamtökum Snæfellsness, dags. 6. apríl 2017, varðandi ályktun um opnun gestastofu fyrir Svæðisgarðinn Snæfellsnes.
Lagt fram til kynningar.
- Bréf Ferðamálasamtaka Snæfellsness til Vegagerðarinnar, dags. 5. apríl 2017, varðandi áhyggjur og óánægju vegna takmarkaðrar vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á Snæfellsnesi.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar tekur heilshugar undir þessar áhyggjur ferðamálasamtakanna um takmark-aða vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á Snæfellsnesi.
- Fundargerð 124. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 3. maí 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Bréf og skýrsla frá nefnd um bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Snæfellsbæ, dags. 4. maí 2017.
Skýrslan var lögð fram til kynningar og vísað til nánari umfjöllunar á næsta bæjarstjórnarfundi.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 4. maí 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Saxhóls ehf., um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, veitingahús, í Viðvík við Útnesveg á Hellissandi, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Saxhóls ehf. um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, í Viðvík við Útnesveg á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 23. mars 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hótel Arnarstapa ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki V, hótel, sem sem reka á sem Hótel Arnarstapa/Snjófell á Arnarstapa, Snæfellsbæ. Bréfið var áður tekið fyrir í bæjarstjórn þann 5. apríl s.l. og var frestað. Nú liggja fyrir öll gögn.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Hótel Arnarstapa ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki V, hótel sem reka á sem Hótel Arnarstapa/Snjófell á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn
Bæjarstjórn gerir enn athugasemd við það að meðfylgjandi sorphirðusamningum er ekki í samræmi við, og mun eflaust ekki anna, þeirri starfsemi sem fara á fram í húsinu.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri sagði frá að búið væri að semja um lagningu ljósleiðara. Byrjað verður á verkinu þann 20. maí.
- Bæjarstjóri sagði frá fundi með þjóðgarðsnefnd sem var fyrr í dag.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit 2017.
- Bæjarstjóri fór yfir rekstraryfirlit stofnana janúar – mars.
- Bæjarstjóri sagði frá því að búið er að opna tjaldstæðin í Ólafsvík og á Hellissandi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40
____________________________
Björn H Hilmarsson
____________________________ ___________________________
Kristjana Hermannsdóttir Kristján Þórðarson
____________________________ ___________________________
Rögnvaldur Ólafsson Fríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Júníana B Óttarsdóttir Svandís Jóna Sigurðardóttir
____________________________ ___________________________
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari