Bæjarstjórn

299. fundur 03. júní 2017 kl. 15:16 - 15:16
299. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 299. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 1. júní 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.

Mætt:

Björn H Hilmarsson

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Júníana B Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.

Tillaga kom um Björn H Hilmarsson.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 
  1. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Tillaga kom um Kristján Þórðarson sem fyrsta varaforseta og Kristjönu Hermannsdóttur sem annan varaforseta.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 
  1. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.

Tillaga kom um eftirfarandi:

aðalmenn                                  varamenn

Kristjana Hermannsdóttir                      

Björn H Hilmarsson

Júníana Björg Óttarsdóttir                       Rögnvaldur Ólafsson

Fríða Sveinsdóttir                                   Kristján Þórðarson

Tillagan samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 285. fundar bæjarráðs, dags. 16. maí 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 79. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 23. maí 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 191. fundar fræðslunefndar, dags. 18. maí 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 4. apríl, 15. og 19. maí 2017.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 
  1. Fundargerð 7. fundar nefndar um málefni fatlaðra, dags. 3. maí 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 168. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 2. maí 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. maí 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 394. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 28. apríl 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsnefnd, dags. 26. maí 2017, varðandi hjólabraut.

Bæjarstjórn þakkar erindið.  Bæjarstjórn samþykkti að óska eftir tillögum frá nefndinni hvar svona braut gæti verið staðsett í bæjarfélaginu og jafnframt yrði skoðað við gerð næstu fjárhagsáætlunar kaup á slíkri braut.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 22. maí 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Fjöruhússins ehf., um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, kaffihús, veitingastofa og greiðasala, að Hellnum, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Fjöruhússins ehf., um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, kaffihús, veitingastofa og greiðasala í Fjöruhúsinu á Hellnum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn

 
  1. Viðauki og frekari upplýsingar við skýrslu nefndar um bætta knattspyrnuaðstöðu í Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn fór yfir þessar upplýsingar sem borist hafa á milli funda. Bæjarstjórn vill þakka nefndinni fyrir hennar störf.  Ljóst er að þetta er stór ákvörðun að taka, enda er verið að tala um nánast þriggja ára framkvæmdafé sveitarfélagsins miðað við meðaltal undanfarinna ára ef farið yrði að byggja knattspyrnuhús.

Forseti bæjarstjórnar bar upp þá tillögu að bæjarstjórn myndi fara í það verk að setja gervigras á núverandi keppnisvöll í Ólafsvík og verkið yrði hafið að loknu keppnistímabili í haust.  Með því að fara í þá framkvæmd þá nýtist núverandi aðstaða og jafnframt gætu allir flokkar æft og keppt við fyrsta flokks aðstæður stærsta hluta ársins á vellinum sem yrði mikil breyting frá því sem nú er og jafnframt myndi framkvæmdin ekki verða sveitarfélaginu fjárhagslega íþyngjandi.  Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um kr. 150 m.kr..  Bæjarstjóra er jafnframt falið að koma með útfærða kostnaðaráætlun/verkáætlun á fyrsta fundi bæjarstjórnar í september.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða.

 
  1. Bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 26. maí 2017, varðandi kaup Snæfellsbæjar á íbúðum í Fossabrekku 21.

Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum og einn sat hjá (SJS) að fela bæjarstjóra að ganga frá kaupum á fjórum íbúðum í Fossabrekku 21, ásamt bílskúr við Hjarðartún 7, skv. því tilboði sem fram kemur í bréfi Íbúðalánasjóðs, og að því gefnu að lán fáist fyrir kaupunum hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

 
  1. Heimild til lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 60.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.  Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.  Er lánið tekið til að fjármagna kaup á íbúðum í samræmi við samþykkt 15. liðar hér að ofan, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Kristni Jónassyni, kt. 300965-3779, veitt fullt og ótakmarkað umboð f.h. Snæfellsbæjar, til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf., sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.“

 
  1. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 23. maí 2017, varðandi ástand friðlýstra svæða 2016, beiðni um umsögn.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti bæjarstjórnar gerði það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 7. september n.k. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Snæfellsbæjar.

Tillagan samþykkt samhljóða

 
  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    1. Bæjarstjóri fór yfir greidda staðgreiðslu í maí
    2. Bæjarstjóri fór yfir tölvupóst frá Karli Björnssyni varðandi lífeyrisskuldbindingar Snæfellsæjar sem munu hækka um 180 m.kr. vegna samkomulags um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna.
    3. Bæjarstjóri fór yfir vatnsmál á Hellnum og Arnarstapa.
    4. Formaður bæjarráðs fór yfir starfsmannamál hjá RARIK í Snæfellsbæ. Bæjarstjóra falið að óska eftir að forstjóri komi til fundar við bæjarstjórn.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40  

 

 

____________________________

Björn H Hilmarsson

 

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Kristján Þórðarson

 

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Júníana B Óttarsdóttir                                      Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?