Bæjarstjórn

300. fundur 11. september 2017 kl. 10:24 - 10:24
300. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 300. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 7. september 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.  

Mætt:

Björn H Hilmarsson

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Júníana B Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á þennan 300. afmælisfund bæjarstjórnar.  Vildi hann koma á framfæri ánægju með afar góðar afmælisveitingat á fundinum.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Fundargerðir 286., 287., 288. og 289. fundar bæjarráðs, dags. 14. júní, 6. júlí, 19. júlí og 21. ágúst 2017.

Fundargerðirnar voru allar teknar fyrir í einu og samþykktar samhljóða.

 
  1. Fundargerð 155. fundar menningarnefndar, dags. 17. ágúst 2017.

Varðandi fyrsta lið, þá mun bæjarstjórn koma því á framfæri við starfsfólk Átthagastofu að bóka engar sýningar í Átthagastofunni fyrstu helgina í júlí, því sú helgi hefur verið, og mun vera í náinni framtíð notað fyrir Snæfellsjökulshlaupið.

Varðandi annan lið, þá er það starfsmaður Átthagastofu sem hefur umsjón með Pakkhúsinu og á að sjá um dagsdaglegan rekstur þess.

 
  1. Fundargerð 107. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 31. ágúst 2017.
Afgreiddir voru allir liðir fundargerðarinnar nema liður tvö.

 

Liður 1 og liðir 3 til 16 voru samþykktir samhljóða.

Fríða vék af fundi undir afgreiðslu 2. liðar.

  1. liður fundargerðarinnar samþykktur samhljóða.

Fríða kom aftur inn á fund.

 
  1. Fundargerð 91. fundar stjórnar FSS, dags. 16. ágúst 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 53. stjórnarfundar Jertúns, dags. 31. ágúst 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 132. fundar stjórnar SSV, dags. 23. ágúst 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 15. ágúst 2017.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundarboð aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7. september, ásamt breytingum á samþykktum samtakanna.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Umsókn Guðrúnar Kristinsdóttur, dags. 18. ágúst 2017, um leyfi til náms samhliða starfi.

Erindið samþykkt samhljóða.

   
  1. Bréf frá Auðbjörgu Friðgeirsdóttur, dags. 16. ágúst 2017, varðandi félagsheimilið Röst.

Bæjarstjórn þakkar erindið og samþykkti að fela bæjarritara að svara erindinu á þeim nótum sem umræðan hefur verið á fundinum.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 22. ágúst 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Fellas ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III, stærra gistiheimili, sem reka á sem West Park Guesthouse að Gufuskálum, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Fellas ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki III, stærra gistiheimili, sem reka á sem West Park Guesthouse að Gufuskálum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn

 
  1. Bréf frá Jónasi Kristóferssyni og Bylgju Konráðsdóttur, dags. 23. ágúst 2017, varðandi aðgerðir vegna hraðaksturs við Ennisbraut í Ólafsvík.

Bæjarstjóri fór yfir málið, en Ennisbrautin er á ábyrgð Vegagerðarinnar.  Búið er að ræða við forsvars-menn þar og verið er að leita leiða til að ná niður hraðanum.  Bæjarritara var falið að svara erindinu á þeim nótum sem rætt var á fundinum.

 
  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. ágúst 2017, varðandi fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að ganga frá samkomulagi á grundvelli þess sem fram kemur í erindinu og samþykkti jafnframt að gefa Kristni Jónassyni, bæjarstjóra, umboð til að ganga frá samkomulaginu fyrir hönd Snæfellsbæjar.

 
  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. ágúst 2017, varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 16. ágúst 2017, varðandi úttekt á Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn staðfestir að umbótaáætlun sé lokið og telur bæjarstjórn að mjög vel hafi tekist til.

 
  1. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 17. ágúst 2017, varðandi úttekt á Leikskóla Snæfellsbæjar.

Bæjarstjóri sagði frá því að leikskólastjóri hafi þegar skilað umbótaáætlun leikskóla Snæfellsbæjar og telur bæjarstjórn að vel hafi tekist til með umbæturnar.

 
  1. Kostnaður vegna gervigrass á Ólafsvíkurvelli. Gögn lögð fram á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fara í þá framkvæmd að setja gervigras á Ólafsvíkurvöll og byrja á útboði og framkvæmdum strax í haust.  Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að hafa starfshópinn um bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í samráði um framkvæmdina.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að halda íbúafund nú á haustmánuðum þar sem farið verður yfir helstu framkvæmdir sem farið hefur verið í á undanförnu.

 
  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu 8 mánaða ársins.
    • Bæjarstjóri fór yfir rekstraryfirlit stofnana fyrstu 6 mánuði ársins.
    • Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir sumarsins.
    • Bæjarstjóri fór yfir fjármál sveitarfélagsins.
    • Bæjarstjóri sagði frá því að verið væri að auglýsa eftir markaðs- og kynningarfulltrúa fyrir Snæfellsbæ.
    • Bæjarstjóri sagði frá því að rekstur tjaldstæðanna hefði gengið mjög vel í sumar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40

 

 

 

 

____________________________

Björn H Hilmarsson

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Kristján Þórðarson

 

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Júníana B Óttarsdóttir                                      Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?