Bæjarstjórn

301. fundur 03. október 2017 kl. 15:21 - 15:21
301. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 301. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn mánudaginn 2. október 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.

 

Mætt:

Björn H Hilmarsson

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Júníana B Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna.

 

Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Fundargerð 290. fundar bæjarráðs, dags. 21. september 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 28. september 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 170. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 19. september 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 852. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. september 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tillaga aðalskipulagsnefndar Snæfellsbæjar, dags. 29. september 2017, lagfærð vegna athugasemda frá Skipulagsstofnun, ásamt minnispunktum frá fundi aðalskipulagsnefndar, dags. 14. september 2017.

Davíð Viðarsson, tæknifræðingur, mætti á fundinn og fylgdi aðalskipulagstillögunni eftir.

Töluverðar umræður sköpuðust um tillögur um vindorkusvæði á aðalskipulagstilllögunni og var haft samband við Hildigunni Haraldsdóttur, símleiðis, til að fá röksemdir fyrir þeim svæðum sem eru sett fram í tillögunni.

 

Eftirfarandi breytingartillaga var lögð fram:

 

“Bæjarstjórn Snæfellsbæjar, fundur 2. okt 2017

 

Tillaga að aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031

 

Bæjarstjórn samþykkir þá breytingu á tillögu aðalskipulagsnefndar, að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði

 

tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031.

 

Greinargerð

Ljóst era að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu , allt að 13 myllur 50 m háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreita ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljómengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði.

 

Kristjan Þórðarson”

 

Breytingartillagan var lögð fram og samþykkt samhljóða.

 

Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagða tillögu með ofangreindum athugasemdum.

 

  1. Fundarboð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, ásamt ársreikningi 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Nesver ehf., dags. 28. september 2017, varðandi forkaupsrétt að mb. Þorsteini SH-145, sknr. 2826.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að Þorsteini SH-145, sknr. 2826.

 

  1. Bréf frá Sjávarútvegsráðuneytinu, dags. 25. september 2017, varðandi umsögn vegna laga um stjórn fiskveiða.

Bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkti að það væri réttast að samtök sjávarútvegssveitarfélaga myndu fjalla og álykta um þetta mál.

Bæjarstjóri kom aftur inn á fund.

 

  1. Bréf frá Juris, dags. 25. september 2017, varðandi lóð að Norðurtanga 4 í Ólafsvík.

Björn vék af fundi undir þessum lið og tók Kristján við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að samþykkja framlagða sáttatillögu.

 

Jafnframt samþykkti að ganga frá lóðasamningi eins fljótt og auðið er.

Björn kom aftur inn á fund og tók við stjórn fundarins.

 

  1. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 19. september 2017, varðandi eftirfylgni með úttekt á grunnskóla Snæfellsbæjar.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Neytendasamtökunum, dags. 14. september 2017, varðandi beiðni um styrk.

Bæjarstjórn sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

 

  1. Lýsuhólslaug. Gögn lögð fram á fundinum.

Bæjarstjóri fór yfir þær tillögur sem búið er að ná samkomulagi um.

Bæjarstjórn telur tillögurnar mjög vel heppnaðar og bíður nú eftir kostnaðartillögum.

 

Í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir 35 milljónum í framkvæmdir, svo þær geta hafist fljótlega eftir að búið er að samþykkja kostnaðaráætlun.

 

  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    • Bæjarstjóri kynnti staðgreiðsluyfirlit.
    • Bæjarstjóri. kynnti tölur yfir fjölda gesta á tjaldstæðunum á Hellissandi og í Ólafsvík í sumar.
    • Bæjarstjóri sagði frá möguleikum í jarðhitaleit.
    • Kallað hefur verið eftir íbúafundi og samþykkti bæjarstjórn að hann yrði í félagsheimilinu Klifi þriðjudaginn 17. október 2017 kl. 20:00.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45

 

 

 

 

____________________________

Björn H Hilmarsson

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Kristjana Hermannsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristján Þórðarson

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Rögnvaldur Ólafsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Júníana B Óttarsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?