Bæjarstjórn

302. fundur 20. nóvember 2017 kl. 14:49 - 14:49
302. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 302. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 16. nóvember 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.

 

Mætt:

Björn H Hilmarsson

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Júníana B Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna.

 

Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Ungmennaráð mætir á fundinn.

Karítas Bríet Ólafsdóttir, Guðbjörg Helga Halldórsdóttir, Ísabella Una Halldórsdóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Hilmar Björnsson og Brynjar Vilhjálmsson, ungmennaráð Snæfellsbæjar 2017, mættu á fundinn í almennt spjall um málefni ungs fólks í Snæfellsbæ.

 

Þau hafa ákveðnar hugmyndir um hvað mætti gera og óskuðu eftir því að fá að taka þátt í skipulagi Heilsuvíku, m.a. til að auka áhuga ungs fólks á að taka þátt í viðburðum.

Bæjarstjórn lýsti ánægju sinni með hversu virkt og áhugasamt ungmennaráð er og miklar umræður sköpuðust um hugmyndirnar sem þau lögðu fram.

Ungmennaráð vék nú af fundi og var þökkuð koman.

 

  1. Fundargerð 291. fundar bæjarráðs, dags. 17. október 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 8. fundar nefndar um málefni fatlaðra, dags. 31. október 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 154. fundar menningarnefndar, dags. 1. október 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 80. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 16. október 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 109. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 19. október 2017.

Fundagerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð aðalfundar byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 17. ágúst 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir 92. og 93. fundar stjórnar FSS, dags. 28. ágúst og 20. september 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir 171. og 172. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 3. og 31. október 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 145. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 30. október 2017, ásamt fjárhagsáætlun heilbrigðisnefndar fyrir árið 2018.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 133. fundar stjórnar SSV, dags. 10. október 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 853. fundar stjórnar SÍS, dags. 27. október 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir 396., 397. og 398. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 25. ágúst, 20. september og 25. október 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundarboð stjórnar og aðalfundar Byggðasamlags Snæfellinga, dags. 22. nóvember 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tillaga aukaaðalafundar SSV 2017, að lagabreytingum fyrir samtökin.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Laufeyju Helgu Árnadóttur, dags. 13. október 2017, varðandi ósk um lagfæringar á göngustígum í Ólafsvík.

Bæjarstjórn þakkar erindið og samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar.

 

  1. Bréf frá Gunnari og Veronicu á Brimilsvöllum, dags. 8. október 2017, varðandi aðstoð sveitarfélagsins við lagfæringar á reiðvegi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að skoða þetta mál og ræða við hlutaðeigandi.

 

  1. Bréf frá Lionsklúbbnum Rán, dags. 26. október 2017, varðandi beiðni um niðurfellingu á leigu í Klifi vegna konukvölds kvennaklúbbanna í Snæfellsbæ.

Þessi viðburður fellur ekki undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á húsaleigu í félagsheimilum bæjarsins og getur bæjarstjórn því ekki orðið við erindinu.

 

Hins vegar er málefnið gott og samþykkti því bæjarstjórn að veita styrk til verkefnisins að upphæð kr. 80.000.-

 

  1. Bréf frá Hjördísi Björnsdóttur, dags. 15. nóvember 2017, varðandi sölutilboð í íbúðina Engihlíð 20, fnr. 210-3525.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að kaupa íbúðina að Engihlíð 20, fnr. 210-3525, og fela bæjarstjóra að ganga frá málinu.

 

  1. Bréf frá Jennýju Guðmundsdóttur, ódags., varðandi ósk um samkeppni um nafn á svæðinu sem talað er um sem „Sáið“.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að setja upp skoðanakönnun á facebook þar sem kannaður væri hvort það væri hugur hjá bæjarbúum til að breyta nafninu á þessu svæði.

 

  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 1. nóvember 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Pegron ehf., um breytingu á rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II, minna gistiheimili, að Stóra-Kambi í Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Pegron ehf. um breytingu á rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II, minna gistiheimili að Stóra-Kambi, Breiðuvík í Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 

  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 27. september 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn JFK fasteigna ehf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Fossabrekku 21, íbúð 0104, í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar fresta afgreiðslu ofangreindri umsóknar JFK fasteigna ehf. um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II, íbúðir að Fossabrekku 21, íbúð 0104 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, þar sem hún fellur ekki að gildandi skipulagi.

 

  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 10. nóvember 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Guðrúnar Þórðardóttur, um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III, í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Guðrúnar Þórðardóttur um leyfi til að reka veitingastað í flokki III í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 

  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 10. nóvember 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Guðrúnar Þórðardóttur, um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III, í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Guðrúnar Þórðardóttur um leyfi til að reka veitingastað í flokki III í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn

 

  1. Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dags. 10. október 2017, varðandi skýrslu um fasteignamat 2018.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dags. 1. nóvember 2017, varðandi leiðrétt fasteignamat 2018.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 6. nóvember 2017, varðandi upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Snæfellsbær, ásamt sveitarfélögum á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi eru að vinna saman að endurskoðun svæðisáætlunar fyrir svæðin.

 

  1. Bréf frá SAF, dags. 13. október 2017, varðandi vörugjöld bílaleigubíla og skoðun á skattbyrði bílaleigufyrirtækja.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Félagi stjórnenda leikskóla, dags. 29. september 2017, varðandi ályktun samráðsfundar um stöðu barna á leikskólum landsins.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 20. október 2017, varðandi eftirfylgni með úttekt á Leikskóla Snæfellsbæjar.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ódags., varðandi dag íslenskrar tungu.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 14. nóvember 2017, varðandi óskir um viðhald og nýframkvæmdir við skólahúsnæðin.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2018.

 

  1. Bréf frá UMF Víkingi/Reyni, dags. 26. október 2017, varðandi ósk um styrk á árinu 2018 til sérstaks átaks- og samstarfsverkefnis ungmennafélagsins og Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2018.

 

  1. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsnefnd, dags. 18. október 2017, varðandi ósk um kaup og uppsetningu á hjólabraut á árinu 2018.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2018.

 

  1. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsnefnd, dags. 18. október 2017, varðandi ósk um að gert verði ráð fyrir kaupum á „ærslabelg“ í fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2018.

 

  1. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsnefnd, dags. 18. október 2017, varðandi ósk um að í fjárhagsáætlun 2018 verði gert ráð fyrir kaupum á vatnsfontum á göngustíginn milli Ólafsvíkur og Hellissands, og við sparkvelli bæjarins.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2018.

 

  1. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2018. Fyrri umræða.

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar, A- og B-hluta stofnana, fyrir árið 2018, var lögð fram. Var farið yfir ýmis atriði. Var áætluninni vísað til frekari úrvinnslu á vinnufundum bæjarstjórnar og bæjarráðs.

Vinnufundur bæjarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember frá 11:00 – 13:00.

 

  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    1. Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit 2017
    2. Bæjarstjóri fór yfir rekstraryfirlit stofnana Snæfellsbæjar fyrstu 9 mánuði ársins, en reksturinn er í góðum málum.
    3. Bæjarstjóri sagði frá ljósleiðaramálum.
    4. Bæjarstjóri sagði frá vatnsmálum.
    5. Bæjarstjóri sagði frá vallarframkvæmdum í Ólafsvík.
    6. Bæjarstjóri sagði frá því að búið er að ráða nýjan markaðs- og kynningarfulltrúa. Hann heitir Heimir Berg Vilhjálmsson og mun hefja störf fljótlega.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25

 

 

 

 

____________________________

Björn H Hilmarsson

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Kristjana Hermannsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristján Þórðarson

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Rögnvaldur Ólafsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Júníana B Óttarsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?