Bæjarstjórn

303. fundur 13. desember 2017 kl. 15:43 - 15:43
303. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 303. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 7. desember 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.

 

Mætt:

Björn H Hilmarsson

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Júníana B Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna.

 

Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 15. lið, bréf frá stjórn Átthagastofu Snæfellsbæjar, sem 16. lið fundargerð hafnarstjórnar frá 6. desember og sem 17. lið lánsumsókn frá Lánasjóði sveitarfélaga.

 

Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Fundargerð 292. fundar bæjarráðs, dags. 30. nóvember 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 110. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 1. desember 2017, ásamt skýringum vegna athugasemda Skipulagsstofnunar um auglýsingu aðalskipulags Snæfellsbæjar.

Nokkur umræða skapaðist um 2. lið og þau gögn sem borist hafa vegna aðalskipulags Snæfellsbæjar.

 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela tæknideild Snæfellsbæjar að auglýsa nýtt aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031 í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með athugasemdum Skipulagsstofnunar og yfirliti yfir það hvernig brugðist var við athugasemdunum.

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina samhljóða með framkominni athugasemd.

 

  1. Fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. nóvember 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Lionsklúbb Ólafsvíkur, dags. 4. desember 2017, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna leikfangahappdrættis á aðfangadag.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingar á húsaleigu félagsheimilanna.

 

Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin á einungis við um leigu, en ekki þrif, gjöld eða annan kostnað sem til gæti fallið.

 

  1. Bréf frá Helen Billington og Eggerti Bjarnasyni, dags. 5. desember 2017, varðandi umsókn um leyfi til grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags.

Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu erindisins þar til umsögn hefur borist frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

 

  1. Bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins til Sölvahamars slf., dags. 1. desember 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dags. 27. nóvember 2017, varðandi Kólumbusarbryggju 1.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dags. 27. nóvember 2017, varðandi fyrirhugað endurmat fasteignar.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

 

Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra og lögmanni bæjarins að svara erindinu.

 

  1. Bréf frá Tryggingastofnun, dags. 28. nóvember 2017, varðandi kostnaðarþátttöku heimilismanna í hjúkrunarrýmum.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 28. nóvember 2017, varðandi gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Ströndin við Stapa og Hellna og náttúruvættið Bárðarlaug.

Bæjarstjóri samþykkti að fresta erindinu til næsta bæjarráðsfundar.

 

  1. Gjaldskrár Snæfellsbæjar 2018.

Lagðar voru fram eftirfarandi gjaldskrár:

  1. Forsendur við gerð fjárhagsáætlunar: Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að álagningarprósenta útsvars yrði sú sama og árið 2017, eða 14,52%
  2. Gjaldskrá fasteignagjalda: Samþykkt samhljóða.
  3. Gjaldskrá leikskólagjalda: Samþykkt samhljóða.
  4. Gjaldskrá leikskólasels á Lýsuhóli: Samþykkt samhljóða.
  5. Gjaldskrá Grunnskóla Snæfellsbæjar: Samþykkt samhljóða.
  6. Gjaldskrá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar: Samþykkt samhljóða.
  7. Gjaldskrá sundlaugar og íþróttahúss í Ólafsvík: Samþykkt samhljóða.
  8. Gjaldskrá Lýsulauga og félagsheimilisins á Lýsuhóli: Samþykkt samhljóða.
  9. Gjaldskrá sorphirðu: Samþykkt samhljóða.
  10. Gjaldskrá hundaleyfisgjalda: Samþykkt samhljóða.
  11. Gjaldskrá byggingaleyfisgjalda: Samþykkt samhljóða.
  12. Gjaldskrá gatnagerðargjalda: Samþykkt samhljóða.
  13. Gjaldskrá félagsheimilisins Klifs: Samþykkt samhljóða.

 

  1. Framkvæmdaáætlun, styrkir á fjárhagsáætlun og erindi sem vísað var til fjárhagsáætlunar 2018.

Eftirfarandi var lagt fram:

  1. Framkvæmdaáætlun Hafnarsjóðs: Samþykkt samhljóða.
  2. Framkvæmdaáætlun Snæfellsbæjar: Samþykkt samhljóða.
  3. Styrkir á fjárhagsáætlun 2018: Samþykkt samhljóða.
  4. Erindi sem vísað var til fjárhagsáætlunar: Nokkur umræða varð um erindin og telur bæjarstjórn sér ekki fært að verða við þeim í þessari fjárhagsáætlun.

 

  1. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2018. Seinni umræða.

Eftirfarandi bókun var lögð fram frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar:

“Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Snæfellsbæ. Þriðja árið í röð voru gjaldskrár leikskóla og grunnskóla ekki hækkaðar. Á nokkrum gjaldskrám varð smávægileg hækkun. Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt og sama er að segja um álagningarprósentu fasteignagjalda.

 

Bæjarstjórn vill vekja sérstaka athygli á álagsprósentu gatnagerðargjalda, en sú prósenta var lækkuð út 6% í 2% fyrir íbúðarhúsnæði, sem er 300% lækkun.

 

Sem dæmi, þá verða gatnagerðargjöld á 150 fermetra íbúðarhúsnæði u.þ.b. kr. 638.358.- á árinu 2018, en gjöld fyrir samskonar húsnæði 2017 hefðu verið kr. 1.915.074.-

 

Þetta er gert til að koma til móts við þá sem hafa áhuga á að byggja og munu þá gatnagerðargjöld verða óverulegur kostnaður við byggingu íbúðarhúss.

 

Bæjarstjórn

 

leggur

 

á það áherslu að haldið verið áfram þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er.

 

Styrkir til félagasamtaka hækka á árinu 2018 og verða rétt rúmar 38 milljónir.

 

Að venju eru hæstu styrkirnir til barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna.

 

Gert er ráð fyrir miklum framkvæmdum á árinu 2018, en gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði 446,5 milljónir króna, þar af 244,5 milljónir hjá Snæfellsbæ og 202 milljónir hjá hafnarsjóði.

 

Stærstu fjárfestingar ársins eru framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll í Ólafsvík, eða um 165 millj., endurnýjun á sundlauginni á Lýsuhóli, um 35 millj., hafnarframkvæmdir í Rifi og dýpkun hafnarinnar á Arnarstapa.

 

Auk þess verður farið í ýmsar aðrar framkvæmdir hjá hafnarsjóði og aðrir smærri framkvæmdir hjá Snæfellsbæ.

Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er góð og undanfarin ár hefur tekist að borga skuldir niður jafnt og þétt ásamt því að fjárfesta í innviðum samfélagsins.

 

Ný lán voru tekin á árinu 2017 vegna mikilla framkvæmda og gert er ráð fyrir áframhaldandi lántöku á árinu 2018 til að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir.

 

Gert er ráð fyrir að langtímalán hækki því að raunvirði um rúmar 100 milljónir króna.

 

Þrátt fyrir þessar lántökur og niðurgreiðslur lána gerum við samt sem áður ráð fyrir því að skuldahlutfall Snæfellsbæjar verði vel undir 90%, en skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% og er þá Snæfellsbær vel innan marka.

 

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og verða miklar framkvæmdir á hans vegum árið 2018, eins og áður kemur fram, eða rúmar 200 m.kr.

 

Hafnarsjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán, og gerir ekki ráð fyrir lántöku á árinu 2018.

 

Rekstur Snæfellsbæjar hefur verið með ágætum undanfarin ár og er það að miklu leyti því að þakka hversu gott samstarf hefur verið við forstöðumenn og starfsfólk Snæfellsbæjar.

 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar treystir á að samstarfið verði áfram jafngott, því einungis þannig verður hægt að ná fram góðum rekstri.

 

Samstarf í bæjarstjórn Snæfellsbæjar er gott og vann öll bæjarstjórn saman að gerð fjárhagsáætlunar á sérstökum vinnufundum sem haldnir voru og er full samstaða um alla liði fjárhagsáætlunar og er það afar mikilvægt að samstaða sé

 

góð í bæjarstjórn.

 

Björn H Hilmarsson

Kristjana Hermannsdóttir

Júníana Bj. Óttarsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Kristján Þórðarson

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir“

 

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2018 var samþykkt samhljóða.

 

  1. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar 2019-2021.

Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2019-2021 var samþykkt samhljóða.

 

  1. Bréf frá stjórn félagsins Átthagastofa Snæfellsbæjar, dags. 6. desember 2017.

Bæjarstjórn samþykkir þennan gjörning samhljóða og þiggur þau áheit sem fram koma í erindinu.

 

  1. Fundargerð 126. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 6. desember 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Lánsumsókn frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 40.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.

 

Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

 

Er lánið tekið til að fjármagna hluta af framkvæmdaáætlun ársins 2017, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Kristni Jónassyni, kt.: 300965-3779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Snæfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    1. Bæjarstjóri sagði frá ljósleiðaramálum.
    2. Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu 11 mánuða ársins.
    3. Bæjarstjóri sagði frá borun eftir heitu vatni við Ráðhúsið.
    4. Bæjarstjóri fór yfir atvinnumál.
    5. Bæjarstjórn samþykkti að næsti bæjarráðsfundur verði í hádeginu miðvikudaginn 20. desember og að næsti bæjarstjórnarfundur verði fimmtudaginn 11. janúar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:37

 

 

 

 

____________________________

Björn H Hilmarsson

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Kristjana Hermannsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristján Þórðarson

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Rögnvaldur Ólafsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Júníana B Óttarsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?