Bæjarstjórn
Mætt:
Björn H Hilmarsson
Kristjana Hermannsdóttir
Örvar Már Marteinsson í forföllum RÓ
Júníana B Óttarsdóttir
Fríða Sveinsdóttir
Svandís Jóna Sigurðardóttir
Ari Bent Ómarsson í forföllum KÞ
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritari
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:- Fundargerð 293. fundar bæjarráðs, dags. 20. desember 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð 111. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 29. desember 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 7. desember 2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð 94. fundar stjórnar FSS, dags. 11. desember 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 172. og 173. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 31. október og 5. desember 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð framkvæmdaráðs Byggðasamlags Snæfellsness, dags. 22. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags Snæfellsness, dags. 22. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 134. fundar stjórnar SSV, dags. 6. desember 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 4. desember 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. desember 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 1. desember 2017.
Lagt fram til kynningar.
- Bréf Sýslumannsins á Vesturlandi til Sölvahamars slf., dags. 20. desember 2017, varðandi höfnun á rekstrarleyfi.
Bæjarstjórn samþykkti að fela lögmanni Snæfellsbæjar og tæknideild að ná ásættanlegri niðurstöðu í þetta mál.
Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. 12. desember 2017, varðandi endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 20. desember 2017, varðandi yfirlit yfir jarðir sveitarfélagsins sem tilheyra verndarsvæði Breiðafjarðar.
Bæjarstjórn samþykkti að fela tæknideild Snæfellsbæjar að fara yfir málið.
- Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 4. janúar 2018, varðandi brunavarnaáætlun Snæfellsbæjar.
Brunavarnaáætlun Snæfellsbæjar var upphaflega send Mannvirkjastofnun 4. mars 2016, en sú var ekki samþykkt af stofnuninni með skilaboðum um að hún væri ekki í samræmi við gildandi leiðbeiningar-reglur. Bæjarstjóri fór á fund Mannvirkjastofnunar þann 3. júní 2016, ásamt lögmanni Snæfellsbæjar og lögmanni SÍS, þar sem málin voru rædd, og var þar samþykkt að starfsmönnum Mannvirkjastofnunar og slökkviliðsstjóra yrði falið að ljúka vinnu við brunavarnaráætlunina hið fyrsta og senda bæjarstjórn Snæfellsbæjar til umfjöllunar og staðfestingar. Bæjarstjóri ítrekaði, með tölvupósti þann 13. október s.l., að þessari vinnu yrði lokið. Þessi vinna hefur hins vegar ekki ennþá skilað tilbúinni áætlun og má segja að það séu forkastanleg vinnubrögð af hálfu Mannvirkjastofnunar að senda slíkt bréf á Snæfellsbæ þegar þeim á að vera fullkunnugt um að málið liggur á þeirra borði.
- Bréf frá BRÚ lífeyrissjóð, dags. 4. janúar 2018, varðandi uppgjör Snæfellsbæjar vegna breytinga á A deildinni
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir hér með að greiða kr. 178.502.037.- vegna breytinga á A-deild Brúar, sem skiptast þannig:
- kr. 118.773.293.- sem framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar
- kr. 12.777.987.- sem framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar
- kr. 46.950.757.- sem framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar
Framlögin eru komin til vegna uppgjörs skuldbindinga sveitarfélaga og stofnana þeirra sem myndast hjá A-deild LSR. Er bæjarstjóra jafnframt falið að undirrita samkomulag við Brú vegna þessa uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum A-deildar Brúar.
Verður greiðslan fjármögnuð með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga.
- Lánsumsókn frá Lánasjóði sveitarfélaga upp á kr. 178.502.037.- vegna uppgjörs Snæfellsbæjar vegna breytinga á A deild BRÚ lífeyrissjóðs.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 178.502.037.- kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna uppgjör Snæfellsbæjar á lífeyrisskuldbindingum A-deildar Brúar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristni Jónassyni, kt.: 300965-3779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Snæfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
- Rædd atvinnumál.
- Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að gera samning við stjórn knattspyrnudeild Víkings að hún sjái um framkvæmd og kaup á gervigrasi á nýjan gervigrasvöll í Ólafsvík.
- Bæjarstjóri sagði frá því að Snæfellsbær tók við starfsemi Átthagastofu Snæfellsbæjar nú um áramótin og á sama tíma hóf þar stöf nýr markaðs- og kynningarfulltrúi Snæfellsbæjar, Heimir Berg Vilhjálmsson.
- Rædd fjármál ársins 2017.
- Rætt um brunaviðvörunarkerfi.
- Bæjarstjóri sagði frá fundi með Vegamálastjóra.
- Bæjarstjóri sagði frá fundi með Umhverfisstofnun.
- Bæjarstjóri sagði frá hönnun á vallarhúsi við Ólafsvíkurvöll.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu ársins 2017 og fjárhagsstöðu stofnana Snæfellsbæjar fyrir janúar – nóvember 2017, sem er yfirhöfuð mjög góð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:52
____________________________
Björn H Hilmarsson
____________________________ ___________________________
Kristjana Hermannsdóttir Ari Bent Ómarsson
____________________________ ___________________________
Örvar Már Marteinsson Fríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Júníana B Óttarsdóttir Svandís Jóna Sigurðardóttir
____________________________ ___________________________
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari