Bæjarstjórn

263. fundur 10. júní 2014 kl. 13:39 - 13:39

263. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn þriðjudaginn 20. maí 2014, og hófst hann kl. 11:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar

Mættir:

Jón Þór Lúðvíksson Kristín Bj. Árnadóttir Kristjana Hermannsdóttir Rögnvaldur Ólafsson Kristján Þórðarson

Drífa Skúladóttir Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1. Kjörskrárstofn Snæfellsbæjar fyrir sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Lagður fram á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að afgreiða lið 2 með lið 1.

Bæjarstjóri og bæjarritari hafa leitað álits hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskrá Íslandsvarðandi framkomnakæru inn ákjörskrá. Að fengnu álitilögfræðideildabeggjaþessara stofnana er lagt til að eðlilegast sé að túlka kjósanda/frambjóðanda í hag og leiðrétta framlagðan kjörskrárstofn með tilliti til þess.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagðan kjörskrárstofn með framkomnum breytingum.

Ennfremur samþykkti bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnakosninga 31. maí nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.“

2. Bréf frá Ara Bent Ómarssyni, dags. 15. maí 2014, varðandi kæru inn á kjörskrá. Afgreitt undir lið 1.

3. Fundargerð 67. fundar stjórnar FSS, dags. 22. apríl 2014. Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerð aðalfundar Jeratúns ehf., dags. 12. maí 2014. Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerð aðalfundar Héraðsnefndar Snæfellinga, dags. 28. apríl 2014. Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð 8. aðalfundar Menningarráðs Vesturlands, dags. 28. mars 2014. Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð 12. fundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 12. maí 2014. Lagt fram til kynningar.

8. Bréf frá Sýslumanni Snæfellinga, dags. 14. maí 2014, varðandi umsögn bæjarstjórnar um rekstrarleyfi fyrir Böðvarsholt í Staðarsveit.

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða fyrir sitt leiti, að því tilskyldu að fyrir liggi jákvæð umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar og slökkviliðsstjóra Snæfellsbæjar.

9. Bréf frá Sýslumanni Snæfellinga,dags.3. maí2014, varðandiumsögnbæjarstjórnarum rekstrarleyfi fyrir Grillið í Ólafsvík.

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða fyrir sitt leiti, að því tilskyldu að fyrir liggi jákvæð umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar og slökkviliðsstjóra Snæfellsbæjar.

10.Bréf frá leikskólastjóra, dags. 25. apríl 2014, varðandi rekstur Bangsakots í Ólafsvík. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða fjárveitingu til að halda rekstri Bangsakots í Ólafsvík áfram í óbreyttri mynd. Bæjarstjórn sér hins vegar ekki að það séþörf fyrirsérstakan deildarstjóra við Bangsakot eins og fram kemur í þriðja lið erindis frá leikskólastjóra.

11. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 25. apríl 2014, varðandi ósk um aukafjárveitingu til leikskólanna Krílakots og Kríubóls vegna veikinda starfsmanna.

Bæjarstjórn tók jákvætt í erindið en samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að athuga hver kostnaður verður áður en ákveðin fjárhæð verður samþykkt.

12.Bréf frá Öldu Dís Arnardóttur, ódags., varðandi ósk um aðstöðu á eftir hæð Rastarinnar vegna söngnámskeiðs í sumar.

Bæjarstjórn fagnar framtakinu og samþykkti samhljóða að leigja Öldu Dís aðstöðu á efri hæð Rastarinnar.

13.Bréf frá Yrkjusjóði, ódags., varðandi styrk á árinu 2014. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hafna erindinu.

14.Bréf frá Smára Björnssyni, dags. 30. apríl 2014, varðandi uppsögn á starfi sem forstöðumaður tæknideildar Snæfellsbæjar.

Kristín Björg vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarstjórn þakkar Smára vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Bæjarstjórn samþykkti jafnframt samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að auglýsa eftir forstöðumanni tæknideildar.

Kristín Björg mætti nú aftur á fund.

15.Minnispunktar bæjarstjóra.

a) Farið yfir kostnað og skipulag hugsanlegs dagvistunarúrræðis á skólasvæði Lýsuhólsskóla. Fram kom tillaga um ákveðið úrræði og var hún samþykkt samhljóða.

b) Rætt um vatnsmál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00

____________________________ Jón Þór Lúðvíksson

____________________________ Kristjana Hermannsdóttir

___________________________ Kristján Þórðarson

____________________________ Kristín Björg Árnadóttir

____________________________ Rögnvaldur Ólafsson

____________________________ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

___________________________ Fríða Sveinsdóttir

___________________________ Drífa Skúladóttir

___________________________ Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?