Bæjarstjórn

262. fundur 10. júní 2014 kl. 13:40 - 13:40

262. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn þriðjudaginn 29. apríl 2014, og hófst hann kl. 16:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar

Mættir:

Jón Þór Lúðvíksson

Kristín Bj. Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Kristján Þórðarson

Drífa Skúladóttir

Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 17. lið, bréf frá forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 22. apríl 2014. Var það samþykkt samhljóða og svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1.    Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2013. Seinni umræða. Endurskoðendur Snæfellsbæjar, Jónas Gestur Jónasson og Kristinn Kristófersson, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir. Gerðu þeir grein fyrir helstu atriðum ársreikningsins, ásamt því að fara yfir samanburðartölur milli sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Viku þeir að því loknu af fundi og var þeim þökkuð koman.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða ársreikning Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2013 og voru þeir undirritaðir.

2.    Fundargerðir 67. og 68. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 26. nóvember 2013 og 2. apríl 2014.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

3.    Fundargerð 140. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 1. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.

4.    Fundargerð 13. fundar svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness, dags. 11. mars 2014.

Lagt fram til kynningar.

5.    Fundargerð aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 28. mars 2014.

Lagt fram til kynningar.

6.    Fundargerð stjórnarfundar SSV, dags. 15. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.

7.    Fundargerð 11. fundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 27. mars 2014, ásamt fylgigögnum.

Lagt fram til kynningar.

8.    Fundargerð 364. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 28. mars 2014.

Lagt fram til kynningar.

9.    Fundargerð 815. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. apríl 2014. Lagt fram til kynningar

10.    Leikskólamál í sunnanverðum Snæfellsbær:

a) bréf frá Páli Ágústi Ólafssyni og Karenu Lind Ólafsdóttur, dags. 9. apríl 2014, varðandi dagvistunarúrræði.

b) Bréf frá Silju Sigurðardóttur og Þórði Svavarssyni, ódags. varðandi dagvistunarúrræði.

c) Bréf frá Lailu Bertilsdóttur og Sigurði Narfasyni, dags. 10. apríl 2014, varðandi dagvistunarúrræði

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fjalla um öll erindin í einu, enda fjalla þau öll um eitt og sama málið.

Bæjarstjórn tók mjög jákvætt í erindin og samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að gera áætlun um það hver kostnaðurinn við dagvistunarúrræði í sunnanverðum Snæfellsbæ myndi verða og jafnframt hver útfærslan á þessu úrræði yrði og leggja það fyrir næsta bæjarstjórnarfund sem verður haldinn seinni partinn í maí.

11.    Bréf fráAltaehf., dags.16. apríl2014, varðandióskumumsögnbæjarstjórnarumumhversskýrslu svæðisskipulags Snæfellsness. Skýrslan er aðgengileg á vefnum: http://ssk-snaef.alta.is Kynningarfundur um svæðisskipulagið verður í Átthagastofunni 2. maí. Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu erindisins til næsta bæjarstjórnarfundar.

12.    Bréf frá Samorku,dags. 7. apríl2014, varðandiaðildvatns-og fráveituSnæfellsbæjar aðSamorku. Bæjarstjórn þakkar erindið en að svo stöddu mun Snæfellsbær ekki þiggja þetta góða boð.

13.    Bréf frá Viðari Páli Hafsteinssyni, dags. 22. apríl 2014, varðandi breytingar á húsnæðinu Hellisbraut 20.

Bæjarstjórn tók jákvætt í erindið og samþykkti samhljóða að vísa því til aðalskipulagsvinnu sem mun hefjast á þessu ári.

14.    Bréf frá SýslumanniSnæfellinga, dags. 23. apríl 2014, varðandiósk umumsögnbæjarstjórnarum umsókn Stóru Viðvíkur ehf. um rekstrarleyfi vegna Hraun Veitingahús í Ólafsvík.

Bæjarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi jákvæða umsögn.

15.    Bréf frá Grundarfjarðarbæ, dags. 31. mars 2014, varðandi málefni Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.

Lagt fram til kynningar.

16.    Bréf frá Minjastofnun Íslands, dags. 7. apríl 2014, varðandi styrkúthlutun til Pakkhússins á árinu 2014.

Lagt fram til kynningar.

17.    Bréf frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 22. apríl 2014, varðandi afgreiðslu stjórnar FSS á erindi sveitarstjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti erindið samhljóða fyrir sína hönd og fagnar innkomu Eyja- og Miklaholtshrepps.

18.    Minnispunktar bæjarstjóra.

a)    Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu fjögurra mánaða ársins – með fyrirvara um bráðabirgðatölur fyrir apríl.

b)    Bæjarstjóri fór yfir rekstraryfirlit stofnana Snæfellsbæjar fyrir janúar – mars.

c)    Bæjarstjóri fór yfir kostnaðinn við sundlaugarframkvæmdirnar. Heildarkostnaður er kominn í kr. 126.379.704.- sem er 78,58% af kostnaðaráætlun. Inni í þessari tölu er kr. 3.905.425.- sem er vinna áhaldahússmanna bókfærð á verkið. Heildarkostnaðaráætlun er kr. 160.825.541.-

d)    Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við tjaldstæðahús í Ólafsvík.

e)    Samkomulag hefur verið gert við Mfl. Víking um umhirðu knattspyrnuvalla í sumar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00

____________________________

Jón Þór Lúðvíksson

____________________________

Kristjana Hermannsdóttir

____________________________ Kristín Björg Árnadóttir

____________________________

Rögnvaldur Ólafsson

____________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

___________________________

Kristján Þórðarson

___________________________

Fríða Sveinsdóttir

___________________________

Drífa Skúladóttir

___________________________ Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?