Bæjarstjórn

259. fundur 10. júní 2014 kl. 13:48 - 13:48

259. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 6. febrúar 2014, og hófst hann kl. 16:00 í sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík með skoðunarferð um framkvæmdirnar.    Formlegur fundur hófst að því loknu í fundarsal Ráðhúss Snæfellsbæjar kl. 16:45

Mættir:

Jón Þór Lúðvíksson

Brynja Mjöll Ólafsdóttir í forföllum Kristínar Bj. Árnadóttur

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Kristján Þórðarson

Drífa Skúladóttir

Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1.    Fundargerð 251. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 30. janúar 2014. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.     Fundargerð framkvæmdaráðs Snæfellsness, dags. 11. desember 2013. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.    Fundargerð 362. fundar Hafnasambands Íslands, dags. 17. janúar 2014.

Lagt fram til kynningar.

4.    Fundargerð 137. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. janúar 2014, ásamt reglum FSS um greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum.

Bæjarráð staðfesti framlagðar reglur fyrir sína hönd.

5.    Fundarboð aðalfundar Landssamtaka landeigenda á Íslandi, dags. 20. febrúar 2014.

Lagt fram til kynningar.

6.    Bréf frá Björgu Ágústsdóttur, f.h. stýrihóps svæðisgarðs Snæfellinga, dags. 20. janúar 2014, varðandi tillögu stýrihópsins um stofnun svæðisgarðs, hlutverk, stjórnun og starfsemi.

Til máls tóku FS, JÞL, DS, KÞ, KJ, KH, RÓ

Tillaga stýrihópsins um stofnun svæðisgarðs var borin upp til atkvæða með þeirri breytingartillögu að samningur um svæðisgarð yrði til 5 ára í stað 10 eins og tillagan leggur upp með. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum. Fríða og Drífa sátu hjá. Fríða gerði grein fyrir atkvæði sínu þannig að hún hefði viljað sjá meiri kynningu á verkefninu til íbúa Snæfellsbæjar.

7.     Bréf frá Elísabetu Haraldsdóttur, menningarfulltrúa Vesturlands, dags. í janúar 2014, varðandi starfsemi Menningarráðs Vesturlands og menningarfulltrúa Vesturlands.

Lagt fram til kynningar.

8.     Bréf frá forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 4. febrúar 2014, varðandi peningagjöf til dagvinnustofu fatlaðs fólks í Snæfellsbæ.

Lagt fram til kynningar.    Jafnframt þakkar bæjarstjórn hlýhug Soroptimistaklúbbs Snæfellsness til starfseminnar.

9.    Bréf frá Mfl. Víkings, dags. 3. febrúar 2014, varðandi umhirðu knattspyrnavalla í Snæfellsbæ.

Lagt fram til kynningar.

10.    Drög að reglum um efnistöku á steypuefni á Harðakambi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu á þeim forsendum sem fram koma í framlögðum drögum.

11.    Gjaldskrá    fyrir    byggingarleyfis-,    þjónustu-    og    framkvæmdaleyfisgjöld    í Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrána samhljóða.

12.    Samþykkt um gatnagerðargjald í Snæfellsbæ. Framlögð samþykkt var samþykkt samhljóða.

13.    Minnispunktar bæjarstjóra.

a)    Bæjarstjóri lagði fram framvinduskýrslu um framkvæmdirnar við sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík.

b)    Bæjarstjóri lagði fram staðgreiðsluyfirlit fyrir janúar 2014.

c)    Bæjarstjóri lagði fram yfirlit um útborgaðan séreignasparnað fyrir árin 2009-2013.

d)    Bæjarstjóri lagði fram sýnishorn á yfirliti um 12 mánaða skiptingu fjárhagsáætlunar fyrir stofnanir Snæfellsbæjar.

e)    Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum í Félagsheimilinu Röst.

f)    Bæjarstjóri    gerði    grein    fyrir    fundi    með    Innanríkisráðherra    vegna umdæmabreytinga hjá sýslu- og lögregluembættum landsins.

g)    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málefnum vatnsverksmiðju í Rifi. h)    Bæjarstjóri gerði grein fyrir vatnsveitumálum í Ólafsvík.

i)    Bæjarstjóri gerði grein fyrir samtali við Mílu um áætlaðan gsm sendi við Rif. j)    Bæjarstjóri gerði grein fyrir útboði í rekstur Vatnshellis sem lauk í dag.

k)    Fyrirhugaður er opinn fundur til að kynna fjárhagsáætlun 2014 og ársreikning 2013. Fundurinn verður haldinn um leið og ársreikningur er tilbúinn í apríl.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40

____________________________

Jón Þór Lúðvíksson

____________________________

Kristjana Hermannsdóttir

____________________________ Brynja Mjöll Ólafsdóttir

____________________________

Rögnvaldur Ólafsson

___________________________

Kristján Þórðarson

___________________________

Fríða Sveinsdóttir

___________________________

Drífa Skúladóttir

____________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

___________________________ Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?