Bæjarstjórn

258. fundur 10. júní 2014 kl. 13:51 - 13:51

258. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 9. janúar 2014 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.

Mættir:

Jón Þór Lúðvíksson

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Kristján Þórðarson

Alexander Friðþj. Kristinsson í forföllum Drífu Skúladóttur

* Guðný H Jakobsdóttir átti að mæta í forföllum Fríðu Sveinsdóttur, en forfallaðis á síðustu stundu.

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn og óskaði þeim gleðilegs nýs árs. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1. Fundargerð 136. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 10. desember 2013.

Lagt fram til kynningar.

2. Fundargerð 66. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 4. desember 2013, ásamt fjárhagsáætlun 2014 fyrir FSS.

Lagt fram til kynningar.

3. Fundargerð stjórnar SSV, dags. 22. nóvember 2013.

Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerð stjórnar SSV, dags. 18. desember 2013.

Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerð 361. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 13. desember 2013.

Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð 811. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2013.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá þremur félagasamtökum, dags. 2. janúar 2014, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Röst þann 25. janúar n.k. vegna kúttmagakvölds eldri borgara.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur um niðurfellingu á leigu í félagsheimilum Snæfellsbæjar. Bæjarstjórn vill hins vegar að það komi fram að styrkurinn felur einungis í sér niðurfellingu á húsaleigu, leigutaki þarf að þrífa og skila húsinu í því ástandi sem hann tók við því.

8. Bréf frá félagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 17. desember 2013, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi vegna jólabasars sem haldinn var í lok nóvember. Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur um niðurfellingu á leigu í félagsheimilum Snæfellsbæjar. Bæjarstjórn vill hins vegar að það komi fram að styrkurinn felur einungis í sér niðurfellingu á húsaleigu, leigutaki þarf að þrífa og skila húsinu í því ástandi sem hann tók við því. Jafnframt minnir bæjarstjórn á að umsóknir um niðurfellingu á leigu þurfa að berast bæjarstjórn áður en samkoman fer fram.

9. Bréf frá félagasamtökum í Snæfellsbæ, dags. 8. desember 2013, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi vegna jólatrésskemmtunar þann 28. desember.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur um niðurfellingu á leigu í félagsheimilum Snæfellsbæjar. Bæjarstjórn vill hins vegar að það komi fram að styrkurinn felur einungis í sér niðurfellingu á húsaleigu, leigutaki þarf að þrífa og skila húsinu í því ástandi sem hann tók við því.

10.Bréf frá formanni knd. Víkings Ólafsvík, dags. 9. desember 2013, varðandi bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tillögu um starfshóp til að skoða bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Snæfellsbæ. Tillaga kom um að fulltrúar Snæfellsbæjar yrðu Rögnvaldur Ólafsson, Kristján Þórðarson, Smári Björnsson og Sigrún Ólafsdóttir. Einng var lagt til að Sigrún Ólafsdóttir yrði í forsvari fyrir starfshópinn og kallaði hann saman. Tillögurnar samþykktar samhljóða.

11. Bréf frá Sýslumanni Snæfellinga, dags., 4. desember 2013, varðandi ósk um umsögn vegna endurnýjunar á rekstraleyfi fyrir Hótel Hellna.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Hótel Hellna, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

12.Bréf frá oddvita Eyja- og Miklaholtshrepp, dags. 12. desember 2013, þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarstjórnir Helgafellssveitar, Stykkishólmsbæjar, Grundar-fjarðarbæjar og Snæfellsbæjar um sameiningu sveitarfélaganna fimm. Einnig afrit af svarbréfi Grundarfjarðarbæjar, dags. 18. desember 2013.

Nokkur umræða skapaðist um erindið. Til máls tóku JÞL, KÞ, AFK, KBÁ, KH, RÓ

Eftirfarandi bókun var lögð fram af D-lista:

„Við fulltrúar D-listans í bæjarstjórn Snæfellsbæjar teljum ekki tímabært að hefja viðræður um sameiningu allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Ákvörðun okkar byggjum við á þeirri tilfinningu okkar að fyrir slíkri ákvörðun sé ekki almennur vilji hjá íbúum Snæfellsbæjar. Hins vegar teljum við rétt hjá þeim sveitarstjórnarmönnum sem telja slíkar viðræður skynsamlegar að hefja þá vegferð sem fyrst og láta ekki afstöðu Snæfellsbæjar trufla sig í vinnu við frekari sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi.“

Eftirfarandi bókun var lögð fram af J-lista:

„Við undirritaðir fulltrúar J-listans erum á annarri skoðun er meirihlutinn um það að fara ekki í fýsileikakönnun um sameiningu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Og hefðum talið eðlilegt að Snæfellsbær yrði með í frekari þreyfingum um sameiningu sveitarfélaganna 5 á Snæfellsnesi.

Alexander Friðþj. Kristinsson Kristján Þórðarson“

Bæjarstjórn samþykkti með 4 atkvæðum að taka ekki þátt sameiningarviðræðum að þessu sinni. Alexander og Kristján greiddu atkvæði á móti.

13.Bréf frá SSV, dags. 30. desember 2013, varðandi tilnefningu í faghóp á bak við menningarsamning og menningarfulltrúa.

Samþykkt að tilnefna Margréti Bj. Björnsdóttur frá Snæfellsbæ sem mögulegan fulltrúa sveitarfélaganna á Snæfellsnesi í faghópinn.

14.Bréf frá Björgu Ágústsdóttur, f.h. svæðisskipulagsnefndar Snæfellinga, ódags., varðandi breytingartillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða framlagða breytingartillögu á annarri grein starfsreglna svæðisskipulagsnefndar. Bæjarstjórn tilnefnir Kristjönu Hermannsdóttur og Drífu Skúladóttur sem varamenn Snæfellsbæjar í nefndina.

15.Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélags, dags. 23. október 2013, varðandi fjármál sveitarfélaga. Meðfylgjandi er samanburður á ársreikningum A-hluta 2012. Nokkur umræða skapaðist um bréf eftirlitsnefndarinnar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að svara bréfinu á þeim nótum sem umræðan skapaði.

16.Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 16. desember 2013, varðandi umsagnarfrest og kynningu á verndaráætlun fyrir Breiðafjörð. Meðfylgjandi er bréf bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, f.h. sveitarfélaganna á norðanverðu    Snæfellsnesi,    þar    sem farið er fram á frest og kynningu á verndaráætluninni.

Lagt fram til kynningar.

17.Bréf frá Þróunarfélagi Snæfellinga, dags. 6. janúar 2014, varðandi nýtingu jarðhita til heilsutengdrar ferðaþjónustu.

Bæjarstjórn þakkar Þróunarfélaginu erindið. Rétt er að það komi fram í þessu sambandi að vinna við heilsutengda ferðaþjónustu á Lýsuhóli er þegar í gangi í gegnum verkefnið Sveitavegurinn.

18.Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 17. desember 2013, varðandi úttekt á slökkviliði Snæfellsbæjar 2013.

Bæjarstjóri fór yfir málið.    Bæjarstjórn samþykkti að fela tæknideild Snæfellsbæjar og slökkviliðsstjóra að fara yfir úttektina og skila bæjarstjórn minnisblaði að lokinni yfirferð.

19.Viðauki við fjárhagsáætlun aðalsjóðs Snæfellsbæjar fyrir árið 2013. Sundurliðun, ásamt endurskoðuðu rekstrar-, efnahags- og sjóðsstreymisyfirliti.

Viðaukin við fjárhagsáætlun aðalsjóðs Snæfellsbæjar árið 2013 var samþykktur samhljóða.

20.Minnisblað frá tæknifræðingi, dags. 6. janúar 2014, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna varmadælu í sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita 13 milljón króna aukafjárveitingu vegna varmadælu í sundlaug Snæfellsbæjar. Aukafjárveitingin verður færð á liði innan deildar 31-22 og jafnframt verður liðurinn ófyrirséð, 27-11-9990, lækkaður um sömu upphæð.

21.Minnispunktar bæjarstjóra.

a)    Lagt fram yfirlit um kostnað við framkvæmdir í sundlaug Snæfellsbæjar. b)    Farið yfir staðgreiðsluyfirlit ársins 2013.

c)    Bæjarstjóri fór yfir málefni vatnsverksmiðju í Rifi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55

____________________________

Jón Þór Lúðvíksson

____________________________

Kristjana Hermannsdóttir

___________________________

Kristján Þórðarson

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

____________________________

Rögnvaldur Ólafsson

____________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

___________________________ Guðný H Jakobsdóttir

___________________________ Alexander Friðþj. Kristinsson

___________________________ Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?