Bæjarstjórn

264. fundur 09. júlí 2014 kl. 10:30 - 10:30

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar 2014

264. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn miðvikudaginn 11. júní 2014, og hófst hann kl. 17:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar

Mættir:

Jón Þór Lúðvíksson

Kristín Bj. Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Alexander Friðþj. Kristinsson, í forföllum Kristjáns Þórðarsonar

Drífa Skúladóttir

Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Í tilefni af 20 ára afmæli Snæfellsbæjar í dag, mun bæjarstjórn fara eftir fund og gróðursetja tré á Hellissandi og í Ólafsvík. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1.Fundargerðir 113., 114., 115., 116., 117. og 118. fundar lista- og menningarnefndar, dags. 16. og 17. desember 2013, 3. mars, 7. apríl, 5. maí og 11. maí 2014, ásamt bréfi sem tekið var fyrir á 116. fundi en nefndin vísaði til bæjarstjórnar.

Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða. Varðandi erindi Ægis Þórs sem vísað var til bæjarstjórnar úr nefndinni, þá var samþykkt að vísa því til fjárhagsáætlunar 2015.

2.Fundargerð 172. fundar skólanefndar, dags. 26. maí 2014.

Varðandi 3. lið fundargerðarinnar, atriði iii, þá mun ný bæjarstjórn boða formann nýrrar skólanefndar og leikskólastjóra á fund þegar hún kemur saman í haust.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða með framkominni athugasemd.

3.Fundargerð 83. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 20. maí 2014.

Varðandi 1. lið fundargerðarinnar, þá var honum frestað þar til búið er afla frekari gagna um málið.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða með framkominni athugasemd.

4.Fundargerð 37. fundar stjórnar Jaðars, dags. 26. maí 2014.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð 112. fundar hafnarstjórnar, dags. 27. maí 2014.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Niðurstöður funda og fundargerðir 1. – 5. fundar umferðaröryggisnefndar Snæfellsbæjar, dags. 10. og 24. febrúar og 24. mars 2011 og 2. janúar og 10. febrúar 2014.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 13. maí 2014.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir 68. og 69. fundar stjórnar FSS, dags. 13. maí og 27. maí 2014, ásamt tölvubréfi forstöðumanns.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir 141. og 142. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 13. maí og 3. júní 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar 2014

10.Fundargerðir 26. og 27. fundar ráðgjafanefndar Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, dags. 16. maí 2013 og 14. mars 2014.

Lagt fram til kynningar.

11.Bréf frá Björgu Ágústsdóttur, dags. 9. maí 2014, varðandi svæðisskipulagstillögu og fundargerð 14. fundar svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness, dags. 8. maí 2014.

Fyrir liggur fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 14. fundi nefndarinnar sem haldinn var þann 8. maí 2014. Þar afgreiddi nefndin, ásamt framkvæmdastjórn Svæðisgarðsins Snæfellsness, tillögu að Svæðisskipulagi Snæfellsness 2014-2026, til auglýsingar, skv. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu.

Með bréfi dags. 9. maí 2014 sendi nefndin svæðisskipulagstillöguna, ásamt umhverfisskýrslu, til afgreiðslu sveitarstjórna á Snæfellsnesi.

Svæðisskipulagstillagan sjálf, ásamt umhverfisskýrslu, liggur frammi á vefnum http://ssk- snaef.alta.is/ en er auk þess aðgengileg á pdf-formi.

Áður en svæðisskipulagsnefnd afgreiddi tillöguna fór fram kynning hennar fyrir almenningi, skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga, auk þess sem leitað var umsagna fjölmargra aðila um tillöguna, þar á meðal sveitarfélaganna sjálfra. Einnig var leitað umsagna aðliggjandi sveitarfélaga, eins og skipulagslög áskilja. Vinnuferli, samráði og kynningu tillögunnar er nánar lýst í skipulagstillögunni.

Svæðisskipulagstillaga fyrir Snæfellsnes, ásamt umhverfisskýrslu, er í samræmi við þetta lögð fyrir bæjarstjórn Snæfellsbæjar til samþykktar, sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að tillaga svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, „Svæðisskipulag Snæfellsness 2014-2026“, verði send Skipulagsstofnun til athugunar, sbr. 3. mgr. 23. gr. og til auglýsingar að óbreyttu skv. 24. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt meðfylgjandi umhverfisskýrslu svæðisskipulagsnefndar „Svæðisskipulag Snæfellsness 2014-2026 Umhverfisskýrsla“ sem unnin er í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og að hún verði kynnt samhliða skipulagstillögunni í samræmi við 7. gr. sömu laga..

12.Fundargerð stjórnarfundar SSV, dags. 21. maí 2014.

Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerð 365. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. maí 2014.

Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerð 816. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélags, dags. 16. maí 2014.

Lagt fram til kynningar.

15.Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 2. júní 2014, varðandi ráðgjafanefnd um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Tillaga kom fram um Margréti Bj. Björnsdóttur og Kristinn Jónasson til vara. Tillagan samþykkt samhljóða.

16.Bréf frá Sýslumanni Snæfellinga, dags. 19. maí 2014, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn The Freezer ehf. um rekstrarleyfi að Hafnargötu 16 á Rifi.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir erindið fyrir sína hönd með þeim fyrirvara að umhverfis- og skipulagsnefnd og slökkviliðsstjóri Snæfellsbæjar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

17.Bréf frá Sýslumanni Snæfellinga, dags. 22. maí 2014, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hótel Hellna ehf. um nýtt rekstrarleyfi í húsnæði Snjófells á Arnarstapa.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir erindið fyrir sína hönd með þeim fyrirvara að umhverfis- og skipulagsnefnd og slökkviliðsstjóri Snæfellsbæjar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

18.Bréf frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, dags. 30. maí 2014, varðandi úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 532/2014.

Samþykkt að fela lögmanni bæjarins að ganga frá málinu.

19.Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi breytilega útlánsvexti.

Lagt fram til kynningar.

20.Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 7. maí 2014, varðandi umsagnir sveitarfélaga við Breiðafjörð um drög að verndaráætlun fyrir verndarsvæði Breiðafjarðar.

Lagt fram til kynningar.

21.Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 2. júní 2014, varðandi sjóvörn vestan við Gufuskála, við Írskrabrunn – beiðni um umsögn.

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að svara erindinu á þeim nótum sem umræður voru á fundinum.

22.Minnispunktar bæjarstjóra.

a)Bæjarstjóri fór á fund með Innanríkisráðherra í morgun varðandi skiptingu

sýslumanns- og lögreglustjóraembætta á landinu. b) Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

„Undirritaður vill þakka fráfarandi bæjarstjórn afar ánægjulegt samstarf og sér í lagi þakka þeim Jóni Þóri Lúðvíkssyni og Drífu Skúladóttur afar ánægjulegt samstarf.

Samstarf okkar Jóns Þórs hófst árið 1998 eða fyrir 16 árum og aldrei hefur borið skugga á. Vil ég þakka honum þessi 16 ár. Síðustu 4 ár hefur Jón Þór gegnt starfi forseta bæjarstjórnar en þar áður gegndi hann starfi formanns bæjarráðs og hefur samstarfið við hann verið afar gott og ánægjulegt. Jóni Þóri óska ég alls hins besta og þakka honum afar ánægjulegan tíma.

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri.“

c)Bæjarstjórn þótti það skemmtilegt að Drífa Skúladóttir sat fyrsta fund bæjarstjórnar Snæfellsbæjar í júní 1994 og situr nú síðasta fund fráfarandi bæjarstjórnar 20 árum síðar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55

____________________________

Jón Þór Lúðvíksson

____________________________ ___________________________
Kristjana Hermannsdóttir Alexander Friðþj. Kristinsson
____________________________ ___________________________
Kristín Björg Árnadóttir Fríða Sveinsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?