Bæjarstjórn
Mættir:
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn Haraldur Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Kristján Þórðarson
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritari
Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:- 1. Fundargerðir 255. og 256. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 3. júlí og 23. júlí 2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
- 2. Fundargerð 84. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar, dags. 21. ágúst 2014.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- 3. Fundargerð 70. fundar stjórnar FSS, dags. 29. ágúst 2014, ásamt fundargögnum.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að fara á fund ráðuneytisins til að fylgja því eftir að fjármunir fylgi fyrirhugaðri búsetuþjónustu og jafnframt þrýsta á að þjónustan verði staðsett í Snæfellsbæ.
- 4. Bréf frá Arnóri H. Arnórssyni, dags. 27. ágúst 2014, varðandi vatnsréttindi.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela lögfræðingi bæjarins og bæjarstjóra að finna hentugan fundartíma bæjarstjórnar og þeim aðilum sem hafa áhuga á vatnsréttindunum.
- 5. Bréf frá Wealth Capital Management, dags. 16. ágúst 2014, varðandi vatnsréttindi.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela lögfræðingi bæjarins og bæjarstjóra að finna hentugan fundartíma bæjarstjórnar og þeim aðilum sem hafa áhuga á vatnsréttindunum.
- 6. Bréf frá Lúðvíki Ver Smárasyni, dags. 17. ágúst 2014, varðandi úrsögn úr umhverfis- og skipulagsnefnd.
Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða. Í stað Lúðvíks Vers var tilnefndur Pétur Steinar Jóhannsson sem aðalmaður í umhverfis- og skipulagsnefnd út kjörtímabilið. Var tillagan samþykkt samhljóða.
- 7. Bréf frá bæjarritara, dags. 6. ágúst 2014, varðandi aukafjárveitingar vegna launa á leikskólum Snæfellsbæjar og á Dvalarheimilinu Jaðri.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita samtals 20,12 milljón króna aukafjárveitingu vegna ófyrirséðs launakostnaðar á leikskólunum og dvalarheimilinu. Aukafjárveitingin verður færð á launaliði innan deilda og skiptist þannig: á launalið 04-10, Bangsakot færast samtals 6,175 milljónir. Á launalið 04-11, Krílakot, færast 3,530 milljónir vegna veikinda starfsmanns. Á launalið 04-12, Kríuból, færast 2,89 milljónir vegna veikinda starfsmanns. Á launalið 53-11, Jaðar, færast 7,525 milljónir vegna vanáætlunar á útreikningi launa fyrir fjárhagsáætlun 2014. Jafnframt verður liðurinn ófyrirséð, 27-11-9990, lækkaður um sömu upphæð.
- 8. Bréf frá Gylfa Scheving, dags. 25. ágúst 2014, varðandi Sólarsport.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við Gylfa um hans hugmyndir.
- 9. Umsókn Lindu Rutar Svansdóttur, dags. 20. ágúst 2014, um leyfi til náms samhliða starfi.
Bæjarstjórn samþykkti umsóknina samhljóða.
- 10. Umsókn Halldóru Kr. Unnarsdóttur, dags. 20. ágúst 2014, um leyfi til náms samhliða starfi.
Bæjarstjórn samþykkti umsóknina samhljóða.
- 11. Bréf frá Orkustofnun, dags. 14. ágúst 2014, varðandi framlengingu á leyfi Melmis ehf., til leitar og rannsókna á málmum.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við niðurstöðu Orkustofnunar um leyfi til rannsókna.
- 12. Bréf frá Alta, dags. 13. ágúst 2014, varðandi aðalskipulagsgerð á grunni svæðisskipulags.
Lagt fram til kynningar.
- 13. Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 14. ágúst 2014, varðandi skyldur sveitarfélaga skv. jafnréttislögum nr. 10/2008.
Lagt fram til kynningar.
- 14. Bréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 15. ágúst 2014, varðandi viðbót við öldrunarþjónustu.
Bæjarstjórn telur afar ánægjulegt að vera loksins komin með þessi 12 hjúkrunarrými sem brýn þörf er á í samfélaginu. Kunnum við ráðuneytinu og ráðherra þakkir fyrir.
- 15. Fundarboð hluthafafundar Jeratúns ehf., þann 29. ágúst 2014.
Lagt fram til kynningar.
- 16. Fundarboð framhaldsaðalfundar SSV, þann 18. september 2014.
Lagt fram til kynningar.
- 17. Fréttatilkynning frá Framkvæmdastjórn Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 25. ágúst 2014, um að Ragnhildur Sigurðardóttir sé nýráðinn framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins.
Bæjarstjórn fagnar þessum fréttum og telur Ragnhildi vel að starfinu komin.
- 18. Bréf frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, dags. 12. ágúst 2014, varðandi 100 ára kosningarétt kvenna.
Lagt fram til kynningar.
- 19. Bréf frá Iwalk, dags. 24. júlí 2014, varðandi átakið Göngum í skólann.
Lagt fram til kynningar.
- 20. Bréf frá Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu, dags. 27. ágúst 2014, varðandi dag íslenskrar náttúru.
Lagt fram til kynningar.
- 21. Tillaga frá J-listanum um að engar frekari ákvarðanir verði teknar um fjárfrekar framkvæmdir á vegum Snæfellsbæjar þar til búið verði að gera úttekt á kostnaði vegna nýrra kjarasamninga.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„J – listinn leggur til að ekki verði teknar ákvarðanir um fjárfrekar framkvæmdir á vegum Snæfellsbæjar að svo stöddu. Gerð verði úttekt á kostnaði vegna nýrra kjarasamninga sem Snæfellsbær á aðild að áður en teknar verði ákvarðanir um fjárfrekar framkvæmdir.
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Kristján Þórðarson“
Til máls tóku BLÍ, KÞ, BHH, KBÁ
Bæjarstjórn er sammála um það að unnið verði eftir fjárhagsáætlun ársins og ekki farið út fyrir hana.
- 22. Tillaga frá J-listanum um kosti þess að leita tilboða hjá bílaleigum vegna ferða starfsmanna og stjórnenda á vegum Snæfellsbæjar, ásamt því að settar verði reglur vegna ferða- og bílakostnaðar.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„J- listinn leggur til að fenginn verði óháður aðili til að meta kosti þess að Snæfellsbær og stofnanir Snæfellsbæjar leiti tilboða hjá bílaleigum vegna ferða starfsmanna og stjórnenda og að settar verði reglur vegna ferða og bílakostnaðar þeim tengdum. Skýring: ferðakostnaður Snæfellsbæjar er samkvæmt ársreikningi rúmar 18m og teljum við að með breytingum á reglum og/eða notkunar bílaleigubíla mætti spara allt að þriðjungi á þessum lið.
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Kristján Þórðarson“
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að gerð verði úttekt á því hver sé hagkvæmasti kosturinn, þ.e. bílaleiga, kaupa bíl eða núverandi framkvæmd.
- 23. Tillaga frá J-listanum um að sett verði á fót nefnd til að móta stefnu varðandi uppbyggingu aðstöðu og staðsetningu aðstöðu til íþróttaiðkana í Snæfellsbæ.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„J – listinn leggur til að sett verði á fót nefnd þar sem sæti eiga fulltrúar íþróttafélaganna í Snæfellsbæ ásamt fulltrúum Snæfellsbæjar og menntastofnana Snæfellsbæjar. Starf nefndarinnar skal vera að móta stefnu varðandi uppbyggingu aðstöðu og staðsetningu á aðstöðu til íþróttaiðkana í Snæfellsbæ. Starf nefndarinnar skal hefjast í september og skal hún skila af sér fyrir 1. desember 2014.
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Kristján Þórðarson“
Til máls tóku BLÍ, KBÁ, RÓ
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til næsta bæjarstjórnarfundar. Markmiðið væri að fá heildstæða, en raunsæja, framtíðarsýn í íþrótta- og æskulýðsmálum í Snæfellsbæ, í góðri samvinnu við þá aðila sem eru að sinna íþrótta- og afþreyingarmálum í bæjarfélaginu.
- 24. Tillaga frá J-listanum um að sett verði á fót nefnd vegna dagvistunarmála í Snæfellsbæ.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„J – listinn leggur til að sett verði á fót nefnd vegna dagvistunarmála í Snæfellsbæ. Starf nefndarinnar skal vera að meta hvaða stefnu og hvaða aðgerðir eru heppilegastar vegna lagfæringa/stækkunar á aðstöðu Krílakots. Ljóst er að aðstaða til dagvistunar barna ásamt aðstöðu starfsfólks er barn síns tíma og tímabært að gera bragarbót þar á. Einnig skal nefndin kanna þörf vegna dagvistunar í sunnanverðum Snæfellsbæ og gera tillögur varðandi dagvistun þar. Nefndin taki til starfa í september og skili tillögum að lagfæringum/stækkun fyrir lok nóvember 2014. Bent skal á að nefndin getur að einhverju leyti nýtt sér starf fyrri nefndar.
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Kristján Þórðarson“
Til máls tóku BLÍ, KJ, KBÁ
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta því að skipa í nefnd, en skoða það við fjárhagsáætlunargerð ársins 2015 að setja fjármuni í að fá fagálit á því hvernig hægt er að útfæra lagfæringar á Krílakoti ásamt því að fá kostnaðaráætlun á þeim lagfæringum.
- 25. Tillaga frá J-listanum um að fundið verði annað húsnæði vegna Smiðjunnar, dagþjónustu fatlaðra.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„J – listinn leggur til að fundið verði annað húsnæði vegna Smiðjunnar, dagþjónustu fatlaðra. Ljóst er að aðgengi að núverandi húsnæði er ekki ásættanlegt og einnig má benda á að húsnæðið að Kirkjutúni telst varla heilnæmt vegna leka og raka. Spurning er hvort húsnæði Snæfellsbæjar á Hellissandi, Líkn, væri ekki tilvalinn kostur fyrir þessa starfssemi.
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Kristján Þórðarson“
Til máls tóku BLÍ, KH, KJ, KÞ
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að framtíðarlausn húsnæðismála Smiðjunnar verði unnin í samvinnu við Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
- 26. Minnisblað frá bæjarstjóra, dags. 29. ágúst 2014, varðandi gerð nýs aðalskipulags.
Tillaga kom um tvo fulltrúa úr bæjarstjórn, tvo fulltrúa úr gömlu umhverfis- og skipulagsnefnd og tvo úr nýju nefndinni, ásamt bæjarstjóra í nefnd til að stýra vinnu við nýtt aðalskipulag. Var tillagan samþykkt og jafnframt að tilnefning fari fram á næsta bæjarstjórnarfundi.
Til máls tóku BLÍ, KÞ, KJ, FS
- 27. Minnisblað frá bæjarstjóra, dags. 29. ágúst 2014, varðandi siðareglur sveitarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfesti samhljóða framlagðar siðareglur sveitarstjórnar.
- 28. Tillaga frá D-listanum um breytingar á sumarlokun leikskóla Snæfellsbæjar.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að breytingar verði gerðar á sumarlokun leikskóla Snæfellsbæjar.
Vegna óska frá íbúum teljum við rétt að lokað verði í 4 vikur í stað 6. Teljum við að hægt sé að koma því í kring án teljandi viðbótarkostnaðar í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsmenn leikskólans.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Til máls tóku KBÁ, BLÍ, FS, KÞ
- 29. Tillaga frá D-listanum um að sett verði á fót nefnd til að sameina leikskólana í Snæfellsbæ.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að skipuð verði nefnd vegna sameiningar leikskólanna í Snæfellsbæ.
Við teljum að kominn sé tími til að taka það skref að formlega verði leikskólarnir í Snæfellsbæ séu sameinaðir.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Til máls tóku KBÁ, FS, KÞ
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela fræðslunefnd ásamt forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra að skoða hvernig á að vinna að málinu. Einnig var samþykkt að halda sem fyrst fund með starfsfólki leikskólanna til að kynna þeim málið.
- 30. Tillaga frá D-listanum um að fræðslunefnd verði falið að kanna hvort þörf sé á að gera sérstakar ráðstafanir til að auðvelda okkur að koma til móts við þarfir aukinn fjölda nemenda af erlendu bergi í GSNB.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að fræðslunefnd Snæfellsbæjar verði falið að skoða hvort rétt sé að gera sérstakar ráðstafanir til að auðvelda okkur að koma til móts við þarfir aukins fjölda nemenda af erlendu bergi í GSNB.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Til máls tóku BLÍ, RÓ, FS, KBÁ, BHH, KH, KÞ
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða.
- 31. Tillaga frá D-listanum um að fræðslunefnd verði falið að skoða með skólastjóra hvort ekki sé rétt að koma með skólahreysti valáfanga í GSNB.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að fræðslunefnd Snæfellsbæjar verði falið að skoða með skólastjóra hvort ekki sé rétt að koma inn valáfanga í skólahreysti við GSNB.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Til máls tóku KBÁ, BLÍ, RÓ, FS, BHH, KH
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða.
- 32. Tillaga frá D-listanum um að fræðslunefnd verði falið að gera 5 ára áætlun um endurnýjun á búnaði GSNB.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að fræðslunefnd Snæfellsbæjar verði falið að gera 5 ára áætlun un endurnýjun á búnaði Grunnskóla Snæfellsbæjar, þá bæði tölvu- og húsbúnaði fyrir nemendur og starfsmenn, sem hægt verði að taka tillit til við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Tillagan samþykkt samhljóða.
- 33. Tillaga frá D-listanum um aukinn kraft í umhverfisátak í bæjarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að í vor verði umhverfisátaki bæjarins gert hærra undir höfði, í samvinnu bæjarins við íbúa, fyrirtæki og félagasamtök.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Tillagan samþykkt samhljóða.
- 34. Tillaga frá D-listanum um fjármagn til að gera kynningarbækling sem sniðinn verður að því að sýna svæðið sem áhugaverðan kost til búsetu og fyrir fyrirtæki sem eru að leita að staðsetningu.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að við næstu fjárhagsáætlunargerð verði farið í að setja pening í gerð kynningarbæklings sem sniðinn verður að því að sýna svæðið sem áhugaverðan kost til búsetu sem og fyrir fyrirtæki sem eru að leita sér að staðsetningu.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Til máls tóku KBÁ, FS, KJ, RÓ, BLÍ, KÞ, BHH
Tillagan samþykkt samhljóða.
- 35. Tillaga frá D-listanum um nýjan sparkvöll.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að bæjarstjóra og tæknideild verði falið að koma með tillögu að staðsetningu nýs sparkvallar í samráði við íþróttafélögin. Einnig er þeim falið að koma með áætlun um hugsanlegan kostnað við slíkan völl.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Til máls tóku KBÁ, KJ
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða, en samþykkti jafnframt að tengja hana við afgreiðslu á lið 23.
- 36. Tillaga frá D-listanum um ný þéttbýlisskilti.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að hönnuð verði og sett upp ný þéttbýlisskilti í samvinnu við félagasamtök í bæjarfélaginu. Horft verður til þess að skiltin verði samræmd hvað varðar útlit.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Til máls tóku KBÁ, KÞ, KH, BLÍ
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela tæknideild Snæfellsbæjar að útfæra tillöguna og gera kostnaðaráætlun um hana.
- 37. Tillaga frá D-listanum um hönnunarvinnu við umhverfi Höskuldsár á Hellissandi.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að við gerð fjárhagsáætlunar 2015 verði settur peningur í hönnunarvinnu við umhverfi Höskuldsá á Hellissandi.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Til máls tóku KBÁ, BLÍ, RÓ
Tillagan samþykkt samhljóða.
- 38. Tillaga frá D-listanum um nýja stoppistöð nemenda FSN.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að farið verði í að bæta við stoppistöð fyrir nemendur FSN við íþróttahús Snæfellsbæjar.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Til máls tóku KBÁ, FS, BLÍ, KH, RÓ, BHH
Tillagan samþykkt samhljóða.
- 39. Tillaga frá D-listanum um endurskoðun opnunartíma bókasafns Snæfellsbæjar.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að menningarnefnd Snæfellsbæjar verði falið að endurskoða opnunartíma bókasafns Snæfellsbæjar.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Til máls tóku KBÁ, BLÍ
Tillagan samþykkt samhljóða.
- 40. Tillaga frá D-listanum um að skoðaður verði hentugleiki þess að Snæfellsbær eigi bifreið sem starfsmenn geti nýtt til aksturs utan sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
„Við undirrituð fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gerum það að tillögu okkar að skoðað verði hvort henti betur að Snæfellsbær eigi bíl sem starfsmenn geta nýtt til tilfallandi aksturs á fundi utan sveitarfélagsins, eða greiða kílómetragjald þegar starfsmenn nýta eigin bíla eins og gert er í dag.
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson“
Vísað er í afgreiðslu á lið 22.
- 41. Minnispunktar bæjarstjóra.
a) Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins.
b) Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsyfirlit stofnana fyrir fyrstu 6 mánuði ársins.
c) Bæjarstjóri sagði frá fundi með Landsneti í gær þar sem m.a. var sagt frá því að farið verði í að leggja streng milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Á sú framkvæmd að vera lokið fyrir áramótin 2015/2016.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10
____________________________
Kristín Björg Árnadóttir
____________________________ ___________________________
Kristjana HermannsdóttirBaldvin Leifur Ívarsson
____________________________ ___________________________
Björn Haraldur HilmarssonFríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Rögnvaldur Ólafsson Kristján Þórðarson
____________________________ ___________________________
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritar