Bæjarstjórn

267. fundur 03. október 2014 kl. 15:29 - 15:29
267. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 267. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 2. október 2014, og hófst hann kl. 14:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn Haraldur Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Baldvin Leifur Ívarsson

Fríða Sveinsdóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Var svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1. Framtíðarsýn fyrir Lýsuhólslaug.

Margrét Björk Björnsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigursteinn Sigurðsson arkitekt mættu á fundinn og kynntu nýja hönnun og úrfærslu á Lýsuhólslaug og umhverfi hennar.

2. Fundargerðir 257. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 17. september 2014.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð 38. fundar stjórnar Jaðars, dags. 16. september 2014.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Fundargerðir 173. og 174. fundar fræðslunefndar, dags. 11. og 22. september 2014.

Varðandi 3. lið 174. fundar þar sem lagt er til að fræðslunefnd vinni 5 ára búnaðar- og framkvæmdaáætlun fyrir leikskólana eins og verið er að gera fyrir grunnskólann, þá var sú tillaga samþykkt samhljóða af bæjarstjórn.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða með framkominni athugasemd.

5. Fundargerð 119. fundar menningarnefndar, dags. 19. september 2014.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 143. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 2. september 2014.

Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð auka-aðalfundar Byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 8. september 2014.

Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerðir stjórnarfunda SSV, dags. 11. og 18. september 2014.

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð 818. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. september 2014.

Lagt fram til kynningar.

10. Fundarboð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 10. október 2014.

Lagt fram til kynningar.

11. Fundarboð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 8. október 2014.

Lagt fram til kynningar.

12. Fundarboð haustfundar með þingmönnum Norðvesturkjördæmis, dags. 3. október 2014.

Lagt fram til kynningar.

13. Fundarboð aðalfundar Varar, dags. 9. október 2014.

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf frá Gunnari Tryggvasyni og Veronicu Osterhammer, dags. 22. september 2014, varðandi akstursstyrk vegna íþróttaiðkunar barna.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að um þessa beiðni gilti sömu reglur og um akstur annarra foreldra í dreifbýli Snæfellsbæjar, þ.e. kr. 30.000.- á ári.

15. Bréf frá Eyja- og Miklaholtshreppi, dags. 26. september 2014, varðandi stefnumótun um skólahald á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að ræða við forsvarsmenn Eyja- og Miklaholtshrepps um þessi mál.

16. Bréf frá starfsfólki leikskólanna, dags. 25. september 2014, varðandi kynningarfund sem haldinn var 17. september s.l.

Bæjarstjóri sagði frá fundi sem hann og bæjarritari áttu með leikskólastjóra og aðstoðar- leikskólastjórum í vikunni.

Bæjarstjórn þakkar bréfið og samþykkti samhljóða að fela oddvitum ásamt bæjarstjóra að ræða við stjórnendur leikskólanna.

17. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 16. september 2014, varðandi fundi sveitarstjórna með fjárlaganefnd haustið 2014.

Lagt fram til kynningar.

18. Ályktun aðalfundar Samtaka ungra bænda, dags. 22. mars 2014, varðandi varðveislu landbúnaðarlands við gerð aðal- og deiliskipulags.

Lagt fram til kynningar.

19. Bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 25. september 2014, varðandi laun og kjarasamninga slökkviliðsmanna.

Lagt fram til kynningar.

20. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 1. september 2014, varðandi nýja reglugerð um starfsemi slökkviliða.

Lagt fram til kynningar.

21. Drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um nýja reglugerð um starfsemi slökkviliða.

Lagt fram til kynningar.

22. Bréf frá verkefninu Við stólum á þig, dags. 15. september 2014, varðandi söfnun til stuðnings verkefninu.

Snæfellsbær er þegar í samstarfi um álíka verkefni.

23. Bréf frá Sókn, lögmannsstofu, dags. 2. september 2014, varðandi tilboð í innheimtuþjónustu og almenna ráðgjöf.

Lagt fram til kynningar.

24. Tilnefning varamanns í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Tilnefning kom um Jóhann Már Þórisson og var það samþykkt samhljóða.

25. Tilnefning í nefnd sem fjalla á um sameiningu leikskóla Snæfellsbæjar.

Vísað er í afgreiðslu á lið 16.

26. Bréf frá bæjarritara, dags. 29. september 2014, varðandi heimild til að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2015.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að heimila að vinna hefjist við fjárhagsáætlunargerð.

27. Erindisbréf stjórnar Dvalarheimilisins Jaðars.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða.

28. Erindisbréf menningarnefndar.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða.

29. Erindisbréf fræðslunefndar.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða.

30. Erindisbréf velferðarnefndar.

Erindisbréfið samþykkt samhljóða.

31. Minnispunktar bæjarstjóra.

a) Bæjarstjóri fór í fljótu bragði yfir fjárhagsyfirlit stofnana fyrir fyrstu 8 mánuði ársins.

b) Bæjarstjóri sagði frá fundi með aðstandendum Sólarsports. Bæjarstjórn var sammála um fara ekki í kaup á tækjunum. Bæjarstjóra var falið að kanna möguleikann á hentugu húsnæði sem hægt væri að bjóða áhugasömum rekstraraðilum á sanngjarnri leigu.

c) Bæjarstjóri sagði frá vatnsmálum.

d) Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar samhljóða:

Línuívilnun

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar skorar á stjórnvöld að efla línuívilnun. Línuívilnun hefur reynst raunhæft úrræði til að efla hinar dreifðu byggðir. Þá hefur línuívilnun aukið framboð á ferskum fiski samhliða hærra útflutningsverðmæti. Atvinna tengd línuívilnun og vinnslu afla af dagróðrabátum skiptir miklu máli fyrir mörg byggðarlög eins og Snæfellsbæ.

Það er bæjarstjórn Snæfellsbæjar áhyggjuefni að búið sé að skerða línuívilnun í ýsu um 1000 tonn, eða úr 2100 tonnum í 1100 tonn, og jafnframt steinbít um 200 tonn, þ.e. úr 900 tonnum í 700.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að aflamagn til línuívilnunar verði óbreytt frá fyrra ári. Ljóst er að línuívilnun skiptir bæjarfélög eins og Snæfellsbæ afar miklu máli eins og áður er sagt, þar sem fjöldi útgerðaraðila hefur nýtt sér línuívilnun sem hefur skapað mörg störf bæði til sjós og lands.

Makrílveiðar

Makrílveiðar smábáta hafa reynst gríðarleg lyftistöng fyrir Snæfellsbæ. Rétt er að það komi fram að rúmlega 60% af lönduðum makrílafla línu- og handfærabáta var landað í höfnum Snæfellsbæjar á yfirstandandi ári og hefur það skipt afar miklu máli fyrir atvinnulíf í bæjarfélaginu á tíma sem er annars frekar rólegur.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar harmar þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að stöðva veiðarnar í byrjun september. Jafnframt skorar bæjarstjórn Snæfellsbæjar á ráðherra, að við ákvörðun aflaheimilda á makríl fyrir næsta fiskveiðiár hjá línu- og handfærabátum, þá verði hlutur þeirra stærri og allrar sanngirni verði gætt við úthlutun.

Þetta er þriðja árið sem handfæraveiðar eru stundaðar á makríl að einhverju ráði og því ekki óeðlilegt að tekið sé tillit til þess þegar ákvörðun er tekin um úthlutun aflaheimilda í makríl.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

____________________________ ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir

Baldvin Leifur Ívarsson

____________________________ ___________________________

Björn Haraldur Hilmarsson

Fríða Sveinsdóttir

____________________________ ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson

Kristján Þórðarson

____________________________ ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritar

Getum við bætt efni þessarar síðu?