Bæjarstjórn
Mættir:
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn Haraldur Hilmarsson
Júníana Bj. Óttarsdóttir í forföllum Rögnvalds Ólafssonar
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Kristján Þórðarson
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritariForseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn og gesti velkomna. Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 27. lið bréf frá Lionsklúbbi Ólafsvíkur og sem 28. lið bréf frá félagasamtökum í Snæfellsbæ, bæði varðandi niðurfellingu á leigu í félagsheimilinum. Var það samþykkt og svo gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:1. Fundargerð 121. fundar menningarnefndar, dags. 24. nóvember 2014.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 177. fundar fræðslunefndar, dags. 27. nóvember 2014.
Þar sem einungis tveir kjörnin nefndarmenn mættu á fundinn, þá telst hann ekki löglegur. Bæjarstjórn vill vekja athygli á því að fundi þarf að boða með löglegum fyrirvara og telst ekki löglegur nema meirihluti kjörinna nefndarmanna mæti. Ef aðalmenn geta ekki mætt þarf að boða varamann í hans stað.
3. Fundargerð 86. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 27. nóvember 2014.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð 114. fundar hafnarstjórnar, dags. 1. desember 2014.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð 1. fundar aðalskipulagsnefndar, dags. 21. nóvember 2014.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fundargerðir 144. og 145. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. okt. og 11. nóv. 2014.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf frá Björgu Ágústsdóttur, dags. 29. nóvember 2014, varðandi fundargerð 15. fundar svæðisskipulagsnefndar, dags. 14. nóvember 2014, ásamt erindi til sveitarstjórna um afgreiðslu á endanlegri útgáfu svæðisskipulagstillögu.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar gerir engar athugasemdir við endanlega útgáfu svæðisskipulags-tillögunnar og samþykkir hana samhljóða fyrir sína hönd.
8. Fundargerðir 141. og 142. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 13. maí og 27. október 2014.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerðir 13., 14., 15. og 16. fundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 12. september , 7. október, 8. október og 3. nóvember 2014.
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð aðalfundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 8. október 2014.
Lagt fram til kynningar.
11. Fundargerð 822. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. nóvember 2014.
Lagt fram til kynningar.
12. Bréf frá Dagbjörtu Agnarsdóttur, dags. 1. desember 2014, varðandi rekstur Sjávarsafnsins í Ólafsvík.
Kristjana vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að funda með aðstandendum Sjávarsafnsins og heyra betur um þær tillögur sem þau hafa fram að færa.
Kristjana kom nú aftur inn á fundinn.
13. Bréf frá kennurum í verklegum valáföngum í GSNB, dags. 6. nóvember 2014, varðandi sýningarpláss fyrir myndlistar- og handverkssýningu valáfanga í 8. – 10. bekk.
Bæjarstjórn bendir á að hægt er að hafa samband við Átthagastofuna til að fá þar aðstöðu fyrir sýningarpláss, það húsnæði hentar vel fyrir slíkt.
14. Bréf frá menningarnefnd, dags. 24. nóvember 2014, varðandi Pakkhúsið og bókasafnið.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fá nánari útskýringar hjá nefndinni á þessum tillögum og jafnframt þyrfti að liggja fyrir kostnaðaráætlun áður en hægt er að taka ákvörðun um breytingar.
15. Bréf frá Frostfiski hf., dags. 13. nóvember 2014, varðandi vindmyllur í Ólafsvík.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
16. Bréf frá Veritas lögmönnum, dags. 7. nóvember 2014, varðandi beiðni um umsögn um jörðina Bjarg á Arnarstapa.
Kristján gerði það að tillögu að gengið verði til samninga við ábúendur um kaup á jörðinni eða hluta af jörðinni.
Tillagan var borin upp til samþykktar. Tillögunni var hafnað með 4 atkvæðum gegn 3.
Kristín gerði það að tillögu að fela lögmanni bæjarins að svara erindinu á þann hátt að jörðin sé ekki til sölu.
Tillagan var borin upp til samþykktar. Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum. 2 greiddu atkvæði á móti og 1 sat hjá.
17. Bréf frá eigendum Amtmannshússins á Arnarstapa, dags. 28. nóvember 2014, varðandi ferðamannastraum á Arnarstapa.
Bæjarstjórn þakkar fyrir ábendingarnar og bréfið og samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við þjóðgarðinn og athuga hvort þar væri áhugi á að koma upp og reka salernisaðstöðu ef fjármagn fengist til þess.
18. Bréf frá Snorraverkefninu, dags. 17. nóvember 2014, varðandi stuðning við verkefnið sumarið 2015.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hafna erindinu.
19. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 25. nóvember 2014, varðandi styrk vegna námsupplýsingakerfis.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til umsagnar skólastjóra.
20. Bréf frá félags- og húsnæðismálaráðherra, dags. 10. nóvember 2014, varðandi verkefndið Virkjum hæfileikana.
Lagt fram til kynningar.
21. Bréf frá Sanbandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. desember 2014, varðandi viðtalsaðstöðu fyrir ráðgjafa Vinnumálastofnunar.
Lagt fram til kynningar.
22. Bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 1. desember 2014, varðandi styrk vegna Eldvarnaátaksins 2014.
Því miður sér bæjarstjórn sér ekki fært að verða við erindinu.
23. Minnisblað frá bæjarstjóra, dags. 2. desember 2014, varðandi listamannamiðstöð í Líkn.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að halda áfram að þróa hugmyndina.
24. Tillaga um sameiningu leikskólanna – frestað á 268. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða. Jafnframt var samþykkt að á fundi bæjarstjórnar/bæjarráðs í janúar verði skipað í nefnd til að skoða sameiningu leikskólanna. Sú nefnd taki til starfa í janúar og skili af sér sínu áliti fyrir fund bæjarstjórnar í maí.
25. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar A- og B-hluta stofnana fyrir árið 2015. Síðari umræða.
Bæjarstjórn samþykkti að afgreiða fjárhagsáætlun áður en þriggja ára áætlun verður tekin fyrir, og færðist því þriggja ára áætlunin undir 26. lið.
Bæjarstjóri lagði til að settur verði styrkur að upphæð kr. 250.000.- á Staðarstaðarkirkju og kr. 250.000.- á Hellnakirkju, en báðar kirkjurnar eiga stórafmæli á næsta ári. Jafnframt að áhugahópur um verlferð ungs fólks á Snæfellsnesi fái styrk að upphæð kr. 180.000.-
Tillögurnar samþykktar samhljóða.
Farið var yfir gjaldskrár Snæfellsbæjar á vinnufundum milli umræðna og voru nú lagðar fram til samþykktar gjaldskrár fasteignagjalda, þ.m.t. sorpgjalda, félagsheimilisins og sundlaugarinnar á Lýsuhóli, félagsheimilisins á Klifi, grunnskóla Snæfellsbæjar, hundaleyfisgjalda, leikskólagjalda, sundlaugar og íþróttahúss og tónlistarskólagjalda.
Gjaldskrárnar í heild sinni samþykktar samhljóða.
Farið var yfir helstu breytingar sem orðið hafa á milli umræðna.
Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2015 var samþykkt samhljóða.
Bókun J-listans vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
„Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2015 liggur nú fyrir og verður tekin til annarar umræðu og afgreiðslu á þessum fundi. Það er nú oft þannig að minnihluti í bæjar og sveitarstjórnum notar þetta tækifæri til að gagnrýna fjármálastjórn og forgangsröðun meirihlutans og koma með aðra sýn á hvernig fara skuli með þá fjármuni sem úr er að spila hverju sinni.
Í bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur á síðustu árum komist á legg ákveðið vinnulag við fjárhagsáætlunargerðina þar sem bæði minni og meirihluti komast að samkomulagi um annarsvegar forsendur fjárhagsáætlunnar s.s álagningu gjalda og þjónustugjöld og hins vegar hvernig fjármunum skuli varið eða skorið niður ef því er að skipta. Þetta hefur reynst vel og vonandi verður svo áfram.
Við undirritaðir fulltrúar j- listans erum alveg þokkalega ánægð með þessa áætlun og finnst að í henni komi fram þær áherslur sem við lögðum upp með í aðdraganda kosninganna í vor sem voru þær helstar að fara mjög varlega í fjárfestingar á næsta ári en huga frekar að grunnstoðum sveitarfélagsins. Stór þáttur í því er að stofnanir bæjarins ekki síst grunn og leikskóli geri framkvæmdar- og viðhaldsáætlanir til 5 ára sem bæjarstjórn getur haft til hliðsjónar við fjárhagsáætlunargerð.
Fárhagsáætlunin fyrir árið 2015 gerir ráð fyrir tæplega 2 milljóna hagnaði af rekstri bæjarsjóð og samstæðan skilar um 47 milljóna króna hagnaði sem skýrist að mestu af góðri afkomu hafnarsjóðs upp á tæpar 38 milljónir. Þetta er mjög svipuð niðurstaða og á síðasta ári. Gert er ráð fyrir 107 milljónum í fjárfestingar hjá bæjarsjóði og alveg ljóst að halda verður vel á spilunum til að viðhalda fjármálalegri stöðu sveitarfélagsins. Teljum við að nauðsynlegt sé að fara í gagngera athugun á öllum kostnaðarliðum frá toppi til táar þar sem ýmsar blikur eru á lofti varðandi aukinn kostnað t.d. varðandi málefni fatlaðra.
Snæfellsbær stendur vel fjárhagslega miðað við mörg önnur sveitarfélög á landinu en það er gömul saga að fjármagna verður nýframkvæmdir með lántöku þar sem reksturinn er i járnum. Gert er ráð fyrir nýjum lántökum upp á 60 milljónir, en ljósi punkturinn er sá að ráðgert er að greiða niður eldri lán um 90 milljónir og að heildar skuldir sveitarfélagsins minnki. Vonandi gengur það eftir.
Að lokum viljum við undirritaðir bæjarfulltrúar J-listans þakka fyrir gott samstarf í bæjarstjórn, öllum starfsmönnum bæjarins þökkum við vel unnin störf og óskum íbúum Snæfellsbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári“
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Kristján Þórðarson
Eftirfarandi bókun var lögð fram frá fulltrúum D-listans
“Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur nú í haust unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Snæfellsbæ. Farið er varlega í hækkanir á gjaldskrám. Sumar hækka ekki neitt, en aðrar að jafnaði um 3,4%. Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt og sama er að segja um álagningarprósentu fasteignagjalda.
Bæjarstjórn leggur á það áherslu að haldið verið áfram þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er. Styrkir til íþróttamála eru auknir töluvert. Beinir peningalegir styrkir fara úr 12,5 milljónum í 14 milljónir, og hækka mest styrkir til barna og unglingastarfs. Fæði í leikskóla hækkar ekki annað árið í röð auk þess sem systkinaafsláttur hækkar verulega þar sem afsláttur fyrir 2.barn fer úr 25% í 50% af almennu gjaldi og afsláttur fyrir 3. barn fer úr 50% í 100%
Nýframkvæmdir verða nokkrar á árinu, en gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði 194 milljónir króna. Stærsta fjárfesting ársins er gerð nýs aðalskipulags. Auk þessa verða settir fjármunir í lagfæringar á hafnarhúsinu í Ólafsvík, slitlag á Gilbakka í Ólafsvík, endurnýjun á löndunarkrönum og dýpkun á Arnarstapa. Fjármunir verða settir í umhverfismál á Hellissandi, framlög til búnaðarkaupa í Grunnskóla Snæfellsbæjar og í leikskólum Snæfellsbæjar aukast verulega, auk hinna ýmsu minni framkvæmda í sveitarfélaginu. Gerð var búnaðaráætlun fyrir grunnskóla og verið er að vinna að sambærilegri áætlun fyrir leikskóla Snæfellsbæjar, og við gerð fjárhagsáætlunar 2015 var sú áætlun notuð við vinnuna. Endurnýjuð verður heitavatnslögnin á Lýsuhóli ásamt öðrum smærri framkvæmdum. Einnig var ákveðið að styðja myndarlega við starfsemi Frystiklefans í Rifi, en þar fer fram öflugt starf við menningu og listir.
Ljóst er að tekjur á næsta ári munu ekki hækka mikið milli ára en útgjöld aukast nokkuð og hafa þar nýir kjarasamningar mikið um að segja. En á móti kemur að það má gera ráð fyrir að fjármagnskostnaður muni lækka með minnkandi verðbólgu og skiptir það miklu fyrir Snæfellsbæ þar sem stærsti hluti lána sveitarfélagsins er í íslenskum krónum. Auk þess lækka afborganir af langtímalánum, þar sem tekist hefur að lækka höfuðstól lána.
Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er nokkuð góð, þó best væri að skuldir væru mun lægri en þær eru. Á árinu 2014 hefur tekist að lækka langtímaskuldir að raunvirði, og er bæjarstjórn afar sátt við að það skildi takast. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að rekstur ársins 2015 verði í jafnvægi. Lántaka á árinu 2015 verður um 60. m.kr. en greiðslur af langtímalánum verða um 190 m.kr. með verðbótum og vöxtum. Gert er ráð fyrir að langtímalán lækki að raunvirði um rúmar 100 milljónir króna.
Miðað við þessar lántökur og niðurgreiðslur lána er gert ráð fyrir því að skuldahlutfall Snæfellsbæjar fari aftur niður í um 90%, en skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% og er þá Snæfellsbær vel innan marka.
Rétt er að geta þess að þrátt fyrir áætlaða 60 milljóna lántöku á árinu 2015, þá fara áætlaðar skuldir Snæfellsbæjar úr tæpum 1300 milljónum í 1250 milljónir.
Ljóst er að rekstur Snæfellsbæjar á árinu 2014 verður mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og veitir það svigrúm til fjárfestinga á næsta ári og lækkun langtímaskulda gefur aukið svigrúm til fjárfestinga og ef tekst að halda áfram að greiða niður langtímaskuldir þá skapast meira svigrúm til framkvæmda.
Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og þau ánægjulegu tíðindi gerðust um síðustu áramót að það tókst að greiða upp öll langtímalán hjá sjóðnum en jafnframt er ljóst að töluverð fjárfestingaþörf er framundan á næstu árum og eru þar stærstu þættirnir endurnýjun á stálþiljum sem eru komin til ára sinna.
Gott samstarf við forstöðumenn Snæfellsbæjar og starfsfólk á undanförnum árum hefur skilað þessum góða árangri og án þessa samstarfs og mikillar vinnu af þeirra hálfu þá gengi rekstur sveitarfélagsins ekki eins vel og raun ber vitni. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar treystir á að samstarfið verði áfram með sama góða hætti á næsta ári, því einungis þannig verður hægt að ná fram góðum rekstri.
Samstarf í bæjarstjórn Snæfellsbæjar er gott og vann öll bæjarstjórn saman að gerð fjárhagsáætlunar á sérstökum vinnufundum sem haldnir voru og er full samstaða um alla liði fjárhagsáætlunar og er það afar mikilvægt að samstaða sé góð í bæjarstjórn.
Við vekjum athygli á þeirri nýjung að að unnin var ítarleg greinargerð með fjárhagsáætlun 2015. Hún er aðgengileg inni á heimasíðu Snæfellsbæjar og hvetjum við fólk til að kynna sér hana.“
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn Hilmarsson
Júníana Óttarsdóttir
Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar, A- og B-hluta stofnana, var lögð fram og samþykkt samhljóða.
26. Þriggja ára áætlun A- og B-hluta stofnana Snæfellsbæjar fyrir 2016-2018. Síðari umræða.
Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2015-2018 var samþykkt samhljóða.
27. Bréf frá Lionsklúbbi Ólafsvíkur, dags. 5. nóvember 2014, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna leikfangahappdrættis þann 24. desember.
Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir þær reglur sem um þetta gilda.
28. Bréf frá félagasamtökum í Snæfellsbæ, dags. 3. desember 2014, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Röst vegna jólatrésskemmtunar þann 28. desember.
Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir þær reglur sem um þetta gilda.
29. Minnispunktar bæjarstjóra.
a) Bæjarstjóri sagði frá vatnsveitumálum í Ólafsvík.
b) Bæjarstjóri sýndi tillögur að endurbótum sem fyrirhugaðar eru á hafnarhúsinu í Ólafsvík.
c) Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30____________________________
Kristín Björg Árnadóttir
____________________________ ___________________________
Kristjana HermannsdóttirBaldvin Leifur Ívarsson
____________________________ ___________________________
Björn Haraldur HilmarssonFríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Júníana Bj. ÓttarsdóttirKristján Þórðarson
____________________________ ___________________________
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritar