Bæjarstjórn
274. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn þriðjudaginn 14. apríl 2015 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.
Mættir:
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Kristján Þórðarson
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritariForseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hún eftir að taka inn með afbrigðum sem 19. lið bréf frá Melnesi ehf., dags. 13. apríl 2015, varðandi forkaupsrétt sveitarfélagsins að Sæblika SH 15, og sem 20. lið bréf frá forsvarsmönnum Átthagastofu, Svæðisgarðs, ILDI ehf og Sjávarsafnsins í Ólafsvík, dags. 8. apríl 2015, varðandi styrk vegna enduropnunar á Sjávarsafninu. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans – fyrri umræða.
Endurskoðendur Snæfellsbæjar, Jónas Gestur Jónasson og Kristinn Kristófersson, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir. Fóru þeir yfir helstu tölur í ársreikningi 2014. Kom þar meðal annars fram að rekstur Snæfellsbæjar gekk vel á árinu og var rekstrarniðurstaðan nokkuð betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 1.907 millj. króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.800 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 1.497 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.418 millj. króna.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 214 millj. króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 77 millj. króna. Rekstrarafkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 137 millj. króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð að fjárhæð 127,8 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 34 millj. króna. Afkoma A-hluta varð því betri sem nemur 82 millj. króna. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.605 milllj. króna skv. efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 2.043 millj. króna. Eiginfjárhlutfall er 59,44% á á árinu 2014 en var 57,44 árið áður.
Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 907 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins nam 139 stöðugildum í árslok.
Veltufé frá rekstri var 200,5 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,05. Handbært frá rekstri var 204,8 millj. króna.
Heildareignir bæjarsjóðs námu um 3.436 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 4.379 millj. króna í árslok 2014. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.394 millj. króna og í samanteknum ársreikningi um 1.774 millj. króna, og lækkuðu þar með milli ára um 39 milljónir.
Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 318,9 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum og tók ný lán upp á 59 millj. króna. Greidd voru niður lán að fjárhæð 155,7 milljónir.
Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum (skuldahlutfallið) er 84,62% hjá sjóðum A-hluta, en var 87,62% árið 2013, og 86,35% í samanteknum ársreikningi en var 90,62 árið 2013. Skv. 64. gr. 2. málsgr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%
Svöruðu endurskoðendur spurningum bæjarfulltrúa og varð nokkur umræða um reikninginn að yfirferð lokinni.
Var nú endurskoðendum þökkuð koman og véku þeir af fundi.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa ársreikningi Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2014, til síðari umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 6. maí 2015.
2. Fundargerðir 125. og 126. fundar menningarnefndar, dags. 27. febrúar og 16. mars 2015.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
3. Fundargerð 1. fundar nefndar um málefni fatlaðra, dags. 30. mars 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð 179. fundar fræðslunefndar, dags. 23. mars 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð 115. fundar hafnarstjórnar, dags. 26. mars 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð 148. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 3. mars 2015.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð 48. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 18. mars 2015.
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 9. mars 2015.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð 18. aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 25. mars 2015.
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélags á köldum svæðum, dags. 10. mars 2015.
Lagt fram til kynningar.
11. Fundargerð 373. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 13. mars 2015.
Lagt fram til kynningar.
12. Fundargerðir 826. og 827. fundar stjórnar Samtaka íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. febrúar og 27. mars 2015.
Varðandi fundargerð 826. fundar, 10. lið, þá tekur bæjarstjórn Snæfellsbæjar heilshugar undir bókunina og tekur undir það að fjárframlag frá ríkinu stendur engan vegin undir kostnaði við málaflokkinn.
13. Fundarboð aðalfundar Lánsjóðs sveitarfélaga ohf. þann 17. apríl 2015, ásamt auglýsingu eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
14. Bréf frá Vagni Ingólfssyni, dags. 7. apríl 2015, varðandi verkstjóra áhaldahúss.
Fríða Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarstjórn vekur athygli á því að starfsmannamál eru ekki á vegum bæjarstjórnar heldur bæjarstjóra.
Lagt fram til kynningar.
Fríða kom nú aftur inn á fundinn.
15. Bréf frá Vagni Ingólfssyni, dags. 7. apríl 2015, varðandi tjaldstæðahús í Ólafsvík.
Bæjarstjórn skoðaði húsið í upphafi fundar, og samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og tæknideild að svara erindinu.
16. Bréf frá Halldóri Kristinssyni, f.h. Kristins J. Friðþjófssonar ehf., dags. 8. apríl 2015, varðandi afsal forkaupsréttar sveitarfélagsins að Stakkhamri SH
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að mb. Stakkhamri SH-220, sknr. 2560.
17. Bréf frá Guðrúnu Tryggvadóttur, dags. 7. apríl 2015, varðandi upphleðslu á gömlu fjárréttinni í Ólafsvík.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að skoða hvaða möguleikar eru til staðar.
18. Bréf frá SAMAN-hópnum, dags. 15. mars 2015, varðandi beiðni um fjárframlag.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hafna erindinu.
19. Bréf frá Melnesi ehf., dags. 13. apríl 2015, varðandi afsal forkaupsréttar sveitarfélagsins að Sæblika SH.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að Sæblika SH-15, sknr. 2736.
20. Bréf frá forsvarsmönnum Átthagastofu, Svæðisgarðs, ILDI ehf. og Sjávarsafnsins í Ólafsvík, dags. 8. apríl 2015, varðandi styrk vegna enduropnunar Sjávarsafnsins.
Kristjana Hermannsdóttir og Baldvin Leifur Ívarsson viku af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku KBÁ, FS, RÓ, KÞ, BHH, KJ
Bæjarstjórn samþykkti styrk til verkefnisins að upphæð kr. 2.000.000.- Styrkurinn verður færður á lið 13-81, styrkir til atvinnu- og ferðamála. Liður 27-11, óvænt útgjöld, verður lækkaður að sama skapi.
Kristjana og Leifur komu nú aftur inn á fundinn.
21. Minnispunktar bæjarstjóra.
i. Bæjarstjórn óskar Kára Viðarssyni og Frystiklefanum hjartanlega til hamingju með Eyrarrósina.
ii. Bæjarstjórn óskar Öldu Dís Arnardóttur hjartanlega til hamingju með að sigra Ísland Got Talent á sunnudaginn.
iii. Bæjarstjórn óskar starfsmönnum og nemendum Grunnskóla Snæfellsbæjar innilega til hamingju með frábæra og vel heppnaða leiksýningu. Söngleikurinn Þengill verður ástfanginn, hefur tekist með eindæmum vel.
iv. Ekki verður þörf á að hafa Bangsakot opið haustið 2015. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að deildin verði lokuð fram að áramótum, en á haustmánuðum verður staðan tekin aftur og ákveðið hvort hún verður opnuð aftur í janúar.
v. Bæjarstjóri sagði frá því að Lúðvík Ver Smárason, forstöðumaður Tæknideildar, hefur sagt upp störfum. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að fá aðstoð ráðningarstofu vegna auglýsinga- og ráðningarferilsins að hluta.
vi. Bæjarstjóri ræddi önnur starfsmannamál.
vii. Bæjarstjóri greindi frá fundi með forsvarsmönnum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutn-ingamanna, sem fram fór í morgun.
viii. Bæjarstjóri greindi frá fundi með fulltrúum Vinnumálastofnunar sem fram fór í morgun. Þær voru að kynna verkefnið Virkjum hæfileikana.
ix. Bæjarstjórn ræddi rafmagnsmál í bæjarfélaginu. Af gefnu tilefni, og vegna tíðra rafmagnstruflana í bæjarfélaginu, vill bæjarstjórn Snæfellsbæjar koma því á framfæri að staðan í rafmagnsmálum í Snæfellsbæ sé ótæk. Varaafl er til og það á ekki að taka marga klukkutíma að koma því til notenda í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn skorar á stjórn RARIK að kanna hverjar séu ástæður þess að það taki svona langan tíma að koma varaaflinu til íbúa. Bæjarstjórn óskar eftir skriflegu svari frá stjórn RARIK, þ.e. hvernig fyrirtækið ætlar að bregðast við þessu ástandi þannig að afhending á varaafli taki sem skemmstan tíma. Jafnframt vill bæjarstjórn taka fram að Snæfellsbær hefur í gegnum tíðina átt í ágætum samskiptum við stjórnendur og starfsmenn RARIK.
x. Bæjarstjórn hefur borist vinarbýarvitjan frá Vestmanna í Færeyjum. Bæjarstjórn telur að helgin 12. – 15. júní henti vel.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10
____________________________
Kristín Björg Árnadóttir
____________________________ ___________________________
Kristjana HermannsdóttirBaldvin Leifur Ívarsson
____________________________ ___________________________
Björn H HilmarssonFríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Rögnvaldur ÓlafssonKristján Þórðarson
____________________________ ___________________________
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari