Bæjarstjórn
Mættir:
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Svandís Jóna Sigurðardóttir
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritariForseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
1. Fundargerð 127. fundar menningarnefndar, dags. 6. maí 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 72. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 7. maí 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð 88. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 16. apríl 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð 1. fundar ungmennaráðs, dags. 19. mars 2015, ásamt erindisbréfi ungmennaráðs.
Bæjarstjórn fagnar því að ungmennaráð sé tekið til starfa og samþykkir samhljóða fundargerðina.
5. Fundargerð 180. fundar fræðslunefndar, dags. 13. maí 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð 150. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 5. maí 2015.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð 116. fundar stjórnar SSV, dags. 4. maí 2015.
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerð 126. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 27. apríl 2015.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 16. apríl 2015.
Lagt fram til kynningar.
10. Dagskrá aðalfundar Héraðsnefndar Snæfellinga, dags. 27. maí 2015.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags. 6. maí 2015, varðandi málefni heilbrigðisnefndar og skýrslu stjórnar HeV 2015.
Lagt fram til kynningar.
12. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 19. maí 2015, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Þorsteins Jakobssonar um leyfi til að reka gististað í flokki I, heimagistinguna Náttskjól, að Brautarholti 2 í Ólafsvík.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Þorsteins Jakobssonar um leyfi til að reka heimagistingu að Brautarholti 2 í Ólafsvík, að því tilskyldu að umhverfis- og skipulagsnefnd og slökkviliðsstjóri gefi jafnframt jákvæða umsögn.
13. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsnefnd, dags. 12. maí 2015, varðandi húsnæði fyrir félagsmiðstöðina Afdrep starfsárið 2015-2016.
Bæjarstjórn samþykkti að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, bæjarstjóra, tæknifræðingi og umsjónarmanni fasteigna að skoða núverandi húsnæði og athuga hvort hægt er að lagfæra húsnæðið þannig að það verði ásættanlegt fyrir unglingana og starfsfólkið.
14. Bréf frá stjórn UMF Víkings/Reynis, dags. 4. maí 2015, varðandi ósk um að fá að bjóða upp á æfingar á laugardögum í íþróttahúsinu veturinn 2015/2016.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að athuga hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hvort þetta sé möguleiki.
15. Bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands, dags. 29. apríl 2015, varðandi tillögur aðalfundar BV.
Lagt fram til kynningar.
16. Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 4. maí 2015, varðandi uppsagnir slökkviliðsmanna í Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að svara erindinu.
17. Bréf frá RARIK, dags. 12. maí 2015, varðandi ályktun bæjarstjórnar Snæfellsbæjar frá 14. apríl.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við RARIK.
18. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 6. maí 2015, varðandi niðurstöður ytra mats á starfsemi Grunnskóla Snæfellsbæjar vorið 2015.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu þessa erindis til næsta fundar í byrjun júní.
19. Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista, dags. 18. maí 2015, varðandi endurskoðun brunavarnaráætlunar.
Bæjarfulltrúar J-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórnarfundur 22 maí 2015
Bókun
Brunavarnaráætlun fyrir starfsvæði Snæfellsbæjar fyrir árin 2011-2015 var unnin árið 2010 af þáverandi slökkviliðsstjóra og Eldstoðum ehf eftir leiðbeiningum sem Brunamálastofnun gefur út. Einhverja hluta vegna var þessi áætlun aldrei staðfest af bæjarstjórn Snæfellsbæjar né undirrituð af slökkviliðsstjóra eða brunamálastofnun, þrátt fyrir ákvæði í lögum um brunavarnir no 75/2000 frá 2001 ,en þar segir í 13.grein:
“Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur umsögn Brunamálastofnunar og samþykki sveitarstjórnar. Brunavarnaáætlun skal endurskoða eigi síðar en að fimm árum liðnum frá því að hún hlaut samþykki. Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin með lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.”
Við undirrituð samþykkjum að sjálfsögðu að farið verði í endurskoðun á brunavarnaráætlun fyrir starfsvæði slökkviliðs Snæfellsbæjar til næstu 5 ára og jafnframt verði unnið að farsælli lausn þeirra ágreiningsmála sem uppi eru milli Slökkviliðsmanna og Snæfellsbæjar varðandi starfsöryggi og starfsumhverfi slökkviliðsmanna.
Slökkvilið Snæfellsbæjar er skipað vaskri sveit manna og öllum er ljóst hversu mikilvægt er hverju byggðarlagi að hafa vel þjálfað og skipulagt slökkvilið þegar slys verða. Því er nauðsynlegt að sátt náist um málefni þess og erum við fulltrúar j-listans reiðubúin að leggja okkur fram um að svo geti orðið.
Baldvin Leifur Ívarsson
Fríða Sveinsdóttir
Svandís Jóna Sigurðardóttir“
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að ný brunavarnaráætlun verði unnin í sumar og lögð fyrir bæjarstjórn á fundi bæjarstjórnar í september.
20. Ráðning skólastjóra.
Eftir umsóknar- og viðtalsferli kom fram tillaga um að ganga til samninga við Hilmar Má Arason um stöðu skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Bæjarstjórn er afskaplega ánægð með að sjá hversu margar góðar umsóknir komu um starf skólastjórans.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða.
21. Minnispunktar bæjarstjóra.
a) Rætt um tryggingamál. Kristjana vék af fundi undir þessum lið. Bæjarstjórn samþykkti að athuga hver kostnaðurinn yrði við að láta gera tilboð í tryggingapakka Snæfellsbæjar.
b) Aðalfundur Jeratúns verður 29. maí. Bæjarstjórn samþykkti að Kristinn Jónasson verði fulltrúi Snæfellsbæjar á fundinum.
c) Rætt um vatnsmál í Snæfellsbæ.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30____________________________
Kristín Björg Árnadóttir
____________________________ ___________________________
Kristjana HermannsdóttirBaldvin Leifur Ívarsson
____________________________ ___________________________
Björn H HilmarssonFríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Rögnvaldur ÓlafssonSvandís Jóna Sigurðardóttir
____________________________ ___________________________
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari