Bæjarstjórn

277. fundur 09. júlí 2015 kl. 08:25 - 08:25
277. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 277. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 4. júní 2015 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 15:30.

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Baldvin Leifur Ívarsson

Fríða Sveinsdóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.

Tillaga kom um Kristínu Björgu Árnadóttur.

Tillagan var samþykkt samhljóða

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Tillaga kom um Kristján Þórðarson sem fyrsta varaforseta og Rögnvald Ólafsson sem annan varaforseta.

Tillagan samþykkt samhljóða.

3. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.

Tillaga kom um eftirfarandi:

aðalmenn varamenn

Kristjana Hermannsdóttir

Kristín Björg Árnadóttir

Björn Haraldur Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Fríða Sveinsdóttir

Baldvin Leifur Ívarsson

Tillagan samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð aðalskipulagsnefndar, dags. 20. apríl 2015, ásamt minnispunktum frá íbúafundum aðalskipulagsnefndar frá 12. mars og 20. apríl 2015.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð aðalskipulagsnefndar, dags. 6. maí 2015.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 72. fundar stjórnar FSS, dags. 18. maí 2015.

Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð aðalfundar Héraðsnefndar Snæfellinga, dags. 27. maí 2015.

Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð 375. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 22. maí 2015.

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerðir 19. og 20. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 17. apríl og 27. apríl. 2015.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá menningarnefnd Snæfellsbæjar og Átthagastofu, dags. 20. maí 2015, varðandi safnageymslu Pakkhússins.

Bæjarstjórn samþykkt að fela tæknideild Snæfellsbæjar að skoða málið og koma í kjölfarið með tillögu í málinu.

Tillagan samþykkt samhljóða.

11. Bréf frá Átthagastofu, dags. 28. maí 2015, varðandi Ólafsvíkur-Svaninn.

Bæjarstjórn telur ekki fært að svo stöddu að kaupa líkanið.

Tillagan samþykkt samhljóða.

12. Bréf frá Skólastjórafélagi Vesturlands, ódags., varðandi áskorun til sveitarstjórna vegna viðræðna félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf frá Varasjóði húsnæðismála, dags. 21. maí 2015, varðandi lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði.

Lagt fram til kynningar.

14. Afrit af bréfi Orkustofnunar, dags. 27. maí 2015, varðandi jarðhitaboranir í Lýsudal.

Lagt fram til kynningar.

15. Ráðning tæknifræðings.

Capacent hefur séð um umsóknar- og viðtalsferli vegna ráðningar yfirsmanns á tæknideild Snæfellsbæjar. Hafa þau lagt til að gengið verði til samninga við Davíð Viðarsson verkfræðing um stöðu yfirmanns tæknideildar Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða.

16. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar

Forseti bæjarstjórnar gerði það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 3. september n.k. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Snæfellsbæjar.

Tillagan samþykkt samhljóða

17. Minnispunktar bæjarstjóra.

a) Bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu er varðar tryggingarmál.

b) Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að gefa frí eftir hádegi þann 19. júní í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi, á þeim stofnunum Snæfellsbæjar sem hægt er að koma því við, forstöðumenn hverrar stofnunar verða að meta það hver fyrir sig.

c) Bæjarstjóri gerði grein fyrir samtölum sínum er varðar raforkumál í Snæfellsbæ.

d) Bæjarstjóri gerði grein fyrir hitaveitumálum á Lýsuhóli.

e) Bæjarstjóri sagði frá fyrirhugaðri gróðusetningu þann 27. júní, í tilefni þess að 35 ár eru frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Gróðursetningin yrði í samvinnu við skógræktarfélögin í Snæfellsbæ.

f) Bæjarstjóri fór yfir minnisblað frá skólastjóra og deildarstjóra varaðndi leikskólaselið sem rekið er á Lýsuhóli.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

____________________________ ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir

Baldvin Leifur Ívarsson

____________________________ ___________________________

Björn H Hilmarsson

Fríða Sveinsdóttir

____________________________ ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson Svandís Jóna Sigurðardóttir

____________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Getum við bætt efni þessarar síðu?