Bæjarstjórn

278. fundur 08. september 2015 kl. 14:11 - 14:11
278. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 278. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 3. september 2015 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Baldvin Leifur Ívarsson

Fríða Sveinsdóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum þrjú erindi; bréf frá Margréti Bj. Björnsdóttur, dags. 1. september 2015, varðandi leikskólasel á Lýsuhóli með lið 11 sem fjallar um sama mál, sem 20. lið, bréf frá Mfl. Víkings, dags. 3. september 2015, varðandi niðurfellingu á leigu í Klifi og sem 21. lið, bréf frá ÍSÍ, dags. 1. september 2015, varðandi átakið Göngum í skólann. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1. Kynning á nýráðnum forstöðumönnum:

Hilmar Már Arason, skólastjóri GSNB, og Davíð Viðarsson, bæjartæknifræðingur, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir til starfa. Kynntu þeir sig og hvernig gengið hefur að komast inn í sín störf. Var þeim þökkuð koman og viku þeir svo af fundi.

2. Fundargerðir 262., 263. og 264. fundar bæjarráðs, dags. 25. júní, 8. júlí og 11. ágúst 2015.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3. Fundargerð 90. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 21. ágúst 2015.

Björn vék af fundi á meðan liður 3 var tekinn til afgreiðslu. Mætti hann svo aftur inn á fund.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 28. ágúst 2014.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 22. ágúst 2015.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6. Fundarboð aðalfundar Varar, dags. 17. september 2015.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðneytinu, dags. 6. maí 2015, varðandi ytra mat á starfsemi Grunnskóla Snæfellsbæjar vorið 2015.

Búið er að fá frest til 1. nóvember og er verið að vinna áætlunina.

8. Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 31. ágúst 2015, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna viðhalds á skólahúsnæði.

Bæjarstjórn samþykkti að veita aukafjárveitingu að upphæð kr. 2.000.000.- vegna viðhalds á skólahúsnæði GSNB. Styrkurinn verður færður á liði 31-10 og 31-11, viðhald húsnæðis grunnskólans. Liður 27-11, óvænt útgjöld, verður lækkaður að sama skapi.

9. Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 31. ágúst 2015, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna viðbóta við búnaðaráætlun grunnskólans.

Bæjarstjórn samþykkti að veita aukafjárveitingu að upphæð kr. 2.500.000.- vegna búnaðaráætlunar GSNB. Styrkurinn verður færður á liði 31-82, tölvur og önnur stærri tæki . Liður 27-11, óvænt útgjöld, verður lækkaður að sama skapi.

Jafnframt vill bæjarstjórn fara fram á það við skólastjóra að vandað verði til verka þegar farið verður í það að endurskoða búnaðar- og viðhaldsáætlun skólans nú í haust.

10. Bréf frá Sigurði Sigurjónssyni, dags. 5. ágúst 2015, varðandi skipulagsmál í Staðarsveit.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til aðalskipulagsnefndar.

11. Bréf frá Katrínu Hjálmarsdóttur, dags. 26. ágúst 2015, varðandi leikskólaselið á Lýsuhóli. Jafnframt var tekið hér fyrir bréf frá Margréti Bj. Björnsdóttur, dags. 1. september 2015, varðandi sama mál.

Bæjarstjórn þakkar Katrínu og Margréti fyrir bréfin, og lýsti yfir ánægju sinni með kraftinn og fjölgun mannkyns í sunnanverðum Snæfellsbæ. Var samþykkt samhljóða að halda opnunartíma leikskólaselsins þeim sama og var síðastliðinn vetur, 8:30-15:00 fjóra daga í viku. Bæjarstjórn samþykkti einnig að bæta við öðru 75% stöðugildi við leikskólaselið og að fela bæjarstjóra að athuga hvað hægt sé að gera til að laga aðstöðuna utanhúss og skerpa á verkferlum.

12. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 18. ágúst 2015, varðandi eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga um leikskóla.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 15. ágúst 2015, varðandi eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga um grunnskóla.

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 31. ágúst 2015, varðandi breytilega útlánsvexti.

Lagt fram til kynningar.

15. Bréf frá Barnaheill, ódags., varðandi áskorun um gjaldfrjálsan grunnskóla.

Lagt fram til kynningar.

16. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 13. ágúst 2015, varðandi Dag íslenskrar náttúru.

Lagt fram til kynningar.

17. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands og Heimili og skóla, dags. í júlí 2015, varðandi Þjóðarsáttmála um læsi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að taka þátt í þessu átaki.

18. Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista varðandi móttöku flóttamanna.

Eftirfarandi tillaga var borin fram:

„Bæjarfulltrúar D-listans í Snæfellsbæ gera það að tillögu sinni að Snæfellsbær bjóði fram aðstoð sína til að taka á móti flóttamönnum.

Í Snæfellsbæ er til húsnæði í eigu Íbúðalánasjóðs, sem hægt væri að standsetja fyrir flóttafólk. Hér er góð félagsþjónusta, góður skóli og leikskóli sem hefur í gegnum tíðina unnið með fólki af mörgum þjóðernum. Hér ættu allir að geta fengið vinnu.

Snæfellsbær er tiltölulega lítið samfélag og hér býr fólk af mörgum þjóðernum, sem ætti að auðvelda flóttafólki að kynnast og aðlagast.“

Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum að senda tillöguna til ráðuneytisins, Fríða sat hjá.

19. Tilnefning varamanns í hafnarstjórn, frestað frá síðasta fundi bæjarráðs.

Tillaga kom um Svandísi Jónu Sigurðardóttur.

Tillagan samþykkt samhljóða.

20. Bréf frá mfl. Víkings, dags. 3. september 2015, varðandi niðurfellingu á leigu í Klifi.

Þar sem ágóðinn af lokahófinu mun renna óskiptur til barna- og unglingastarfs Víkings/Reynis, fellur erindið undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á leigu. Bæjarstjórn samþykkti því erindið samhljóða.

Bæjarstjórn vill jafnframt óska mfl. Víkings hjartanlega til hamingju með frábæran árangur í 1. deildinni í ár og óskar þeim hins allra besta í úrvalsdeildinni á næsta ári.

21. Bréf frá ÍSÍ, dags. 1. september 2015, varðandi átakið Göngum í skólann.

Lagt fram til kynningar.

22. Ráðning slökkviliðsstjóra.

Kristín Björg fór yfir ákveðnar hugmyndir varðandi slökkviliðið.

a) Bæjarstjórn samþykkti að breyta yfirstjórn slökkviliðsins á þann hátt að ráðinn verður slökkviliðsstjóri og tveir varðstjórar, varðstjóri 1 og varðstjóri 2, til að dreifa álaginu og myndu þeir þrír skipta með sér verkum.

b) Bæjarstjórn samþykkti að ganga til samninga við slökkviliðið um viðverugreiðslur þær tvær helgar á ári þegar erfiðast hefur reynst að manna slökkviliðið, þ.e. páskahelgina og verslunarmannahelgina. Var bæjarstjóra falið að ræða við trúnaðarmann slökkviliðsisns um nánari útfærslu.

c) Bæjarstjórn samþykkti að hitta slökkviliðið í kvöld kl. 21:00 til að ræða starf slökkviliðsstjóra.

d) Þrír umsækjendur voru um starf slökkviliðsstjóra. Tveir voru boðaðir í viðtöl, sem fram fóru í gærmorgun. Bæjarfulltrúar fóru yfir málið og að lokum var samþykkt að fresta ráðningu slökkviliðs-stjóra þar til búið er að ræða við slökkviliðið.

23. Minnispunktar bæjarstjóra.

a) Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit janúar – ágúst.

b) Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsstöðu stofnana fyrstu 6 mánuði ársins.

c) Bæjarstjóri fór yfir hitunarkostnað í sundlauginni.

d) Bæjarstjóri fór yfir hitaveitumál á Lýsuhóli.

e) Bæjarstjóri fór yfir málefni vatnsverksmiðju.

f) Iðnaðarráðherra kom í heimsókn um daginn og fór yfirferð um Snæfellsbæ.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

____________________________ ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir

Baldvin Leifur Ívarsson

____________________________ ___________________________

Björn H Hilmarsson

Fríða Sveinsdóttir

____________________________ ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson

Kristján Þórðarson

____________________________ ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?