Bæjarstjórn

281. fundur 09. nóvember 2015 kl. 10:11 - 10:11
281. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 281. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 5. nóvember 2015 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Ari Bent Ómarsson í fjarveru KÞ

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1. Kynning á Menningarpassa.

Kári Viðarsson mætti á fundinn og kynnti fyrirhugaðan menningarpassa í Frystiklefann.

2. Fundargerðir 265. og 266. fundar bæjarráðs, dags. 16. september og 14. október 2015.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

3. Fundargerðir 183. og 184. fundar fræðslunefndar, dags. 22. september og 29. október 2015.

Varðandi fundargerð 183. fundar þá óskar bæjarstjórn eftir upplýsingum um fjölda barna á leikskólanum yfir sumarmánuðina.

Varðandi fundargerð 184. fundar, þá er það alveg skýrt í lögum að það er bæjarstjórn, í samvinnu við leikskólastjóra, sem ákveður fjölda barna í leikskólanum.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

4. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 20. maí 2015.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð 73. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 6. október 2015.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6. Fundargerðir 131., 132. og 133. fundar menningarnefndar, dags. 1., 13. og 21. október 2015.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

7. Fundargerð 153. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 6. október 2015.

Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð 147. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 27. ágúst 2015.

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerðir 129. og 130. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 26. og 30. október 2015. ásamt bréfi til sveitarstjórna á Vesturlandi og fjárhagsáætlun HeV fyrir árið 2016.

Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 25. september 2015.

Lagt fram til kynningar.

11. Fundargerð 378. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 23. október 2015.

Lagt fram til kynningar.

12. Fundargerð fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, dags. 23. september 2015.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að hafa samband við Eldvarnarbandalagið til að kynna sér samstarf um bættar eldvarnir í stofnunum Snæfellsbæjar.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 8. október 2015, varðandi kaup sveitarfélaga á eignum sjóðsins.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að bjóða fulltrúum Íbúðalánasjóðs á fund hingað í Snæfellsbæ til að ræða málið.

14. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 20. október 2015, varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Snæfellsbæ (Arnarstapa, Hellissandi, Rifi og Ólafsvík), þá verði farið eftir reglugerð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 3. júlí 2015, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016.

Þó óskar bæjarstjórn Snæfellsbæjar eftir því að gerðar verði þrjár breytingar á úthlutunarreglum fyrir byggðakvóta í Snæfellsbæ. Þær eru eftirfarandi:

1) Í 1.gr., C lið breytist orðalagið úr „í viðkomandi byggðarlagi“ í „í viðkomandi sveitarfélagi“.

2) Í 4.gr., 1.mgr. (6. lína), breytist orðalagið úr „í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðarlags“ í „í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags“.

3) Í 6.gr., 1.mgr. (1. lína), breytist orðalagið úr „innan hlutaðeigandi byggðarlaga“ í „innan hlutaðeigandi sveitarfélaga“.

Rök bæjarstjórnar Snæfellsbæjar fyrir þessum breytingum er sú staðreynd að á Arnarstapa og á Hellissandi eru ekki reknar fiskvinnslur og því er ekki hægt að landa afla til vinnslu á þeim stöðum.

Ef ráðuneytið verður við þessum óskum, þá mun byggðakvótinn nýtast innan sveitarfélagsins, en það skiptir miklu máli fyrir Snæfellsbæ að geta nýtt úthlutaðan byggðakvóta.

15. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 7. október 2015, varðandi ákvæði sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur litið svo á að ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga um fjárfestingar sem nema hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum sveitarfélags eigi við um einstaka fjárfestingu, en ekki heildarfjárfestingar innan sveitarfélagsins, en þannig er raunin varðandi árið 2014. Fjárfestingar sveitarfélagsins á árinu 2014 fóru í 21,3% af skatttekjum sveitarfélagsins. Stærsta einstaka fjárfesting ársins 2014 voru framkvæmdir við sundlaugina í Ólafsvík, og nam hún rúmum 118,5 milljónum króna, sem er 12,4% af skatttekjum ársins 2014. Næst þar á eftir komu vatnsveituframkvæmdir upp á tæpar 46 milljónir, eða 4,9% af skatttekjum. Aðrar fjárfestingar voru mun minni, t.a.m. framkvæmdir við göngustíg milli Ólafsvíkur og Rifs fyrir rúmar 10 milljónir, framkvæmdir við sundlaugina á Lýsuhóli fyrir um 17 milljónir, tjaldstæðið í Ólafsvík fyrir rúmar 14 milljónir og framkvæmdir við áningarstað á Rifi fyrir rúmar 8 milljónir.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að senda Eftirlitsnefndinni ofangreint svar.

16. Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 12. október 2015, varðandi beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.

Jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar var lögð fram óbreytt frá fyrra tímabili og samþykkt samhljóða.

17. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 5. október 2015, varðandi æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk.

Lagt fram til kynningar.

18. Bréf Magnúsar Þórs Jónssonar til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 14. september 2015, varðandi úrsögn hans úr skólanefnd Fjölbrautarskóla Snæfellinga.

Lagt fram til kynningar.

19. Bréf frá Stígamótum, dags. 7. október 2015, varðandi ósk um styrk á árinu 2015.

Bæjarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

20. Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 14. október 2015, varðandi ósk um endurnýjun á samstarfssamningi Snæfellsbæjar og Frystiklefans í Rifi.

Bæjarstjórn samþykkti að vísa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar 2016.

21. Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2016.

Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2016 voru lagðar fram á fundinum. Var þeim vísað til frekari úrvinnslu í bæjarráði.

22. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2016. Fyrri umræða.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu að vinnufundum bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar. Lagði hún til 12., 19. og 26. nóvember, kl. 11:00 í Ráðhúsinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar, A- og B-hluta stofnana, fyrir árið 2016, var lögð fram. Var farið yfir ýmis atriði áætlunarinnar. Var henni vísað til frekari úrvinnslu í bæjarráði.

23. Minnispunktar bæjarstjóra.

a) Bæjarstjóri kynnti staðgreiðsluyfirlit janúar – október.

b) Bæjarstjóri sagði frá vatnsborunum á Lýsuhóli.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:05

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

____________________________ ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir Ari Bent Ómarsson

____________________________ ___________________________

Björn H Hilmarsson

Fríða Sveinsdóttir

____________________________ ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson

Svandís Jóna Sigurðardóttir

____________________________ ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?