Bæjarstjórn
Mættir:
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson
Kristján Þórðarson
Fríða Sveinsdóttir
Svandís Jóna Sigurðardóttir
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritariForseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 17. lið fundargerð 117. fundar hafnarstjórnar og sem 18. lið bréf frá jólaballsnefnd. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:1. Fundargerð 267. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 19. nóvember 2015.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 185. fundar fræðslunefndar, dags. 16. nóvember 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Fundargerðir 133. og 134. fundar menningarnefndar, dags. 3. og 11. nóvember 2015.
Fundargerð 133. fundar var samþykkt samhljóða.
Gerð var athugasemd við fundargerð 134. fundar, þar sem allir fundarmenn hafa ekki fengið fundargerðina til yfirlestrar. Er nefndinni bent á að öllum nefndum var í upphafi kjörtímabils sendar leiðbeiningar um fundarsköp og ritun fundargerða.
4. Fundargerð 92. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 10. nóvember 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð 154. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 3. nóvember 2015.
Lagt fram til kynningar.
6. Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 12. nóvember 2015.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð 23. fundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 5. nóvember 2015.
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerð 379. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, dags. 16. nóvember 2015.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerðir 831. og 832. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október og 20. nóvember 2015.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 23. nóvember 2015, varðandi breytingar á lögræðislögum.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá nemendafélagi FSN, dags. 18. nóvember 2015, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi fyrir árshátíð félagsins þann 12. febrúar 2016.
Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða enda fellur það undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingar á húsaleigu. Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin gildir einungis um húsaleiguna, en ekki um þrif og önnur gjöld sem til gætu fallið
12. Bréf frá slökkviliði Snæfellsbæjar, dags. 23. nóvember 2015, varðandi tillögur um mönnun.
Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu málsins til fundar bæjarráðs í desember.
13. Bréf frá BSRB, dags. 10. nóvember 2015, varðandi launaröðun starfsmanna í sundlaug Snæfellsbæjar.
Bæjarstjóri og bæjarritari lögðu fram drög að svarbréfi og var það samþykkt samhljóða af bæjarstjórn.
14. Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2016.
Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2016 voru lagðar fram og samþykktar samhljóða.
15. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2016. Seinni umræða.
Eftirfarandi bókun var lögð fram frá fulltrúum D-listans
“Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur nú í haust unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Snæfellsbæ. Farið er varlega í hækkanir á gjaldskrám. Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt og sama er að segja um álagningarprósentu fasteignagjalda. Gatnagerðargjöld eru lækkuð í von um að það leiði til aukningar á byggingu á nýju húsnæði.
Bæjarstjórn leggur á það áherslu að haldið verið áfram þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er. Beinir peningalegir styrkir verða 17,7 milljónir. Innifalið í þeirri upphæð er m.a. menningarsamningur við Frystiklefann, að upphæð kr. 3 millj.kr., en Snæfellsbær og Frystiklefinn munu fara í aukið samstarf á árinu 2016 þar sem ungmenni fædd á árunum 1996-1999 munu fá menningarpassa í Frystiklefann þeim að kostnaðarlausu.
Nýframkvæmdir verða nokkrar á árinu, en gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði tæpar 264 milljónir króna. Stærsta fjárfesting ársins er endurnýjun á stálþili í Rifi, auk þess verður farið í ýmsar aðrar framkvæmdir hjá hafnarsjóði eins og lagfæringu á hafnarhúsinu í Ólafsvík. Settir verða nýir löndunarkranar í Rif og Ólafsvík og dýpkað verður í höfninni á Arnarstapa og rýmið innan hafnarinnar stækkað. Fjármunir verða settir í umhverfismál á Hellissandi, aðkoma að leikskólanum Kríubóls verður lagfærð, framlög til búnaðarkaupa í Grunnskóla Snæfellsbæjar og í leikskólum Snæfellsbæjar, auk hinna ýmsu minni framkvæmda í sveitarfélaginu.
Ljóst er að tekjur á næsta ári munu ekki hækka mikið milli ára en útgjöld aukast nokkuð og hafa þar nýir kjarasamningar mikið um að segja. Auk þess lækka afborganir af langtímalánum, þar sem tekist hefur að lækka höfuðstól lána.
Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er nokkuð góð og hefur tekist að borga skuldir niður jafnt og þétt ásamt því að fjárfesta í innviðum samfélagsins. Á árinu 2015 hefur tekist að lækka langtímaskuldir að raunvirði, og er bæjarstjórn afar sátt við að það skildi takast. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að rekstur ársins 2016 verði í jafnvægi. Lántaka á árinu 2016 verður um 60. m.kr. en greiðslur af langtímalánum verða um 162 m.kr. með verðbótum og vöxtum. Gert er ráð fyrir að langtímalán lækki að raunvirði um rúmar 102 milljónir króna.
Miðað við þessar lántökur og niðurgreiðslur lána er gert ráð fyrir því að skuldahlutfall Snæfellsbæjar verði vel undir 90%, en skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% og er þá Snæfellsbær vel innan marka.
Rétt er að geta þess að þrátt fyrir áætlaða 60 milljóna lántöku á árinu 2016, þá fara áætlaðar langtímaskuldir Snæfellsbæjar úr tæpum 1250 milljónum í 1100 milljónir.
Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og verða miklar framkvæmdir á hans vegum árið 2016 eða tæpar 165. m.kr.. Ekki þarf að fara í lántökur vegna þessara framkvæmda þar sem hafnarsjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán. Enn fremur er ljóst að mikil fjárfestingaþörf er í endurnýjun á stálþiljum næstu árin og mun þar verða kostnaðarsamt fyrir hafnarsjóð og líklegra að það muni kalla á lántöku hjá sjóðnum.
Gott samstarf við forstöðumenn Snæfellsbæjar og starfsfólk á undanförnum árum hefur skilað þessum góða árangri í rekstri Snæfellsbæjar og án góðs samráðs og mikillar vinnu af þeirra hálfu þá gengi rekstur sveitarfélagsins ekki eins vel og raun ber vitni. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar treystir á að samstarfið verði áfram með sama góða hætti á næsta ári, því einungis þannig verður hægt að ná fram góðum rekstri.
Samstarf í bæjarstjórn Snæfellsbæjar er gott og vann öll bæjarstjórn saman að gerð fjárhagsáætlunar á sérstökum vinnufundum sem haldnir voru og er full samstaða um alla liði fjárhagsáætlunar og er það afar mikilvægt að samstaða sé góð í bæjarstjórn.
Við vekjum athygli á því að unnin var ítarleg greinargerð með fjárhagsáætlun 2016. Hún verður aðgengileg inni á heimasíðu Snæfellsbæjar í byrjun janúar 2016 og hvetjum við fólk til að kynna sér hana.“
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson
Bókun J-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2016.
Fjárhagsáætlun 2016 gerir ráð fyrir því að aðalsjóður sveitarfélagsins skili 48 milljónum í tekjuafgang og að rekstur samstæðunnar verði í járnum en þó réttum meginn við núllið. Miðað við aðstæður er þetta ásættanleg niðurstaða í ljósi þeirra launahækkana sem hafa orðið á árinu og fækkun íbúa milli ára.Launahækkanir sem slíkar eru ekki slæmar og ánægjulegt að starfsmenn Snæfellsbæjar fái hærri laun, en það þýðir óhjákvæmlega aukinn rekstrakostnað fyrir bæjarsjóð hvernig sem á það er litið.
Stefnt er að því að greiða niður skuldir um 102 milljónir og að heildarskuldir sveitarfélagsins lækki, sem er mjög jákvætt. Slæmu fréttirnar eru eins og vanalega að reksturinn er í járnum og framkvæmdir og viðhald þarf að fjármagna að stórum hluta með lántöku. Gert er ráð fyrir tæplega 100 milljónum í fjárfestingar hjá aðalsjóði og að tekið verði 60 milljón kr lán á næsta ári. Ljóst er að þessi upphæð í fjárfestingar þyrfti að vera helmingi hærri hið minnsta til að geta farið í öll þau verkefni og viðhald sem við blasa og áhersla bæjarstjórnar við þessa fjárhagsáætlunagerð hefur verið að forgangsraða eða fresta verkefnum þannig að reksturinn verði jákvæður og nýjar lántökur í lágmarki. Vonandi gengur það eftir.
Vondu fréttirnar eru þær að það virðist ekki lengur vera gaman að búa í Snæfellsbæ , gott að hafa atvinnu sína hér en lögheimilið annars staðar og þá helst í 101 Reykjavík. Þetta er nú kannski full mikið sagt en staðreyndin er sú að allt of margir tekjuháir einstaklingar hér í bæ hafa kosið að flytja lögheimili sitt úr sveitarfélaginu en stunda áfram sína vinnu hér með tilheyrandi tekjutapi fyrir sveitarsjóð þar sem útsvarið skilar sér ekki í heimabyggð. Þetta er væntanlega ástæðan fyrir því að á meðan staðgreiðslutekjur sveitarfélaganna fyrstu átta mánuði þessa árs jukust um 6,3 prósent að meðaltali frá fyrra ári, var þessi tala aðeins 1,9 prósent í Snæfellsbæ. Þessari þróun verður að snúa við hið snarasta.
En það er gott að búa í Snæfellsbæ, miðað við spár þá munu ferðamenn flæða til okkar á komandi misserum sem aldrei fyrr. Ef rétt er á spilum haldið þá eigum við að njóta góðs af þessari þróun, atvinnutækifærum fjölgar og meiri peningur kemur inn í hagkerfi sveitarfélagsins. En við verðum líka að gæta okkar, náttúran okkar er ekki bara falleg hún er líka brothætt og eins er það með íbúa Snæfellsbæjar þeir eru ekki bara fallegir heldur líka mannlegir. Ef við höfum þetta í huga verður enn betra að búa í Snæfellsbæ.
Um leið og við undirritaðir bæjarfulltrúar J-listans samþykkjum fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2016, óskum við íbúum Snæfellsbæjar gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á liðnum árum.
Kristján þórðarson
Fríða Sveinsdóttir
Svandís Jóna Sigurðardóttir
Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar, A- og B-hluta stofnana, fyrir árið 2016, var lögð fram og samþykkt samhljóða.
16. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2017-2019.
Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2017-2019 var lögð fram og samþykkt samhljóða.
17. Fundargerð 117. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 2. desember 2015.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
18. Bréf frá jólaballsnefnd, dags. 3. desember 2015, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi fyrir jólaball þann 27. desember 2015.
Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða enda fellur það undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingar á húsaleigu. Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin gildir einungis um húsaleiguna, en ekki um þrif og önnur gjöld sem til gætu fallið
19. Minnispunktar bæjarstjóra.
i. Bæjarstjóri sagði frá því að hann verði við fyrirtöku mála hjá Félagsdómi og vegna Alm. umhverfisþjónustunnar miðvikudaginn 9. desember n.k.
ii. Bæjarstjóri sagði frá nýjum kjarasamningum.
iii. Bæjarstjóri sagði frá frágangi vegna framkvæmda við sundlaugina í Ólafsvík.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20____________________________
Kristín Björg Árnadóttir
____________________________ ___________________________
Kristjana HermannsdóttirKristján Þórðarson
____________________________ ___________________________
Björn H HilmarssonFríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Rögnvaldur ÓlafssonSvandís Jóna Sigurðardóttir
____________________________ ___________________________
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari