Bæjarstjórn

285. fundur 04. mars 2016 kl. 10:05 - 10:05
285. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 285. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 3. mars 2016 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1. Aðstandendur Sjávarsafnsins í Ólafsvík mæta á fundinn til að fylgja eftir styrkbeiðni frá 2. febrúar 2016. Bréfið var áður tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi 4. febrúar og bæjarráðsfundi 18. febrúar.

Á fundinn mættu Ragnhildur Sigurðardóttir og Margrét Björk Björnsdóttir og kynntu verkefnið.

Nokkur umræða skapaðist um verkefnið. Véku þær Ragnhildur og Margrét svo af fundi og var þeim þökkuð koman.

2. Fundargerð 269. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 18. febrúar 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð 186. fundar fræðslunefndar, dags. 22. febrúar 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 2. fundar ungmennaráðs Snæfellsbæjar, dags. 2. febrúar 2016.

Varðandi lið 2g, þá er til hjólabrettarampur og ungmennaráð er hvatt til að athuga hvort ekki er hægt að setja hann upp fyrir sumarið.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð 74. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 12. febrúar 2016.

Bæjarstjórn fagnar því hversu vel heilsuvikan gengur og að hún sé komin til að vera.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 2. fundar velferðarnefndar, dags. 11. febrúar 2016.

Samþykkt að fela bæjarritara að fara í gegnum það með nefndinni hvert hlutverk hennar er.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með framkominni athugasemd.

7. Fundargerðir 4. og 5. fundar nefndar um málefni fatlaðra, dags. 11. nóv. 2015 og 16. febrúar 2016.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

8. Fundargerð 79. fundar stjórnar FSS, dags. 16. febrúar 2016.

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð 122. fundar stjórnar SSV, dags. 20. janúar 2016, ásamt tölvubréfi frá Páli S. Brynjarssyni, framkvæmdastjóra SSV.

Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 19. febrúar 2016.

Lagt fram til kynningar.

11. Fundargerð 26. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 22. febrúar 2016, varðandi auglýsingu eftir framboðum í stjórn sjóðsins.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 18. febrúar 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Ragnheiðar Víglundsdóttur um endurnýjun á rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki I, heimagisting, að Skálholti 6 í Ólafsvík.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Ragnheiðar Víglundsdóttur um endurnýjun á rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki I, heimagisting, að Skálholti 6, í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

14. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 1. mars 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Welcome Apartments ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki V, hótel og veitingastað í flokki III, veitingahús, Welcome Hótel Hellissandur að Klettsbúð 9 á Hellissandis.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Welcome Apartments ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki V, hótel, og veitingastað í flokki II, veitingahús, að Klettsbúð 9, á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

15. Bréf frá Magnúsi Eiríkssyni, f.h. Hjallasands hf., dags. 26. febrúar 2016, varðandi forkaupsréttarheimild Snæfellsbæjar að Báru SH-27, skipaskrárnúmer 6952.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að Báru SH-27, sknr. 6952

16. Bréf frá 23 Frames, dags. 14. janúar 2016, varðandi styrk til gerðar heimildar-/kynningarmynda fyrir Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hafna erindinu.

17. Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 15. febrúar 2016, varðandi svæðisskipulag fyrir Breiðafjörð og stefnumótun fyrir nýtingu og vernd hafsvæðis Breiðafjarðar.

Nýlega eru sveitarfélög á Snæfellsnesi búin að ganga í gengum það stóra verkefni sem felst í svæðisskipulagi fyrir svæðið. Það er mikil vinna og miklir fjármunir sem fara í þannig verkefni og telur bæjarstjórn Snæfellsbæjar rétt að ekki verði farið í annað slíkt verkefni fyrr en komin er meiri reynsla á svæðisskipulagið fyrir Snæfellsnes. Bæjarstjórn gerir sér hins vegar fulla grein fyrir mikilvægi verkefnisins, en telur ekki rétt að farið verði í það að svo stöddu.

Lagt fram til kynningar.

18. Bréf frá Yrkjusjóði, dags. 26. febrúar 2016, varðandi ósk um stuðning.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að styrkja verkefnið um 100.000.-

19. Brunavarnaráætlun Snæfellsbæjar 2016-2020.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða brunavarnaráætlun Snæfellsbæjar 2016-2020. Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að senda hana til staðfestingar til Mannvirkjastofnunar.

20. Minnispunktar bæjarstjóra.

a) Bæjarstjóri kynnti staðgreiðsluyfirlit fyrsta mánaðar 2016.

b) Bæjarstjóri fór yfir rekstraryfirlit stofnana fyrir janúar 2016.

c) Bæjarstjóri minnti á árshátíð Snæfellsbæjar sem verður 12. mars.

d) Bæjarstjóri fór yfir ljósleiðaramál sunnan heiðar.

e) Bæjarstjóri fór yfir mál Alm. umhverfisþjónustunnar.

f) Bæjarstjóri ræddi starfsmannamál.

g) Bæjarstjóri sagði frá kynningu sem hann var með hjá Icelandair.

h) Bæjarstjóri fór yfir vatnsverksmiðjumál.

i) Bæjarstjóri fór yfir hitavatnsmál á Lýsuhóli.

j) Bæjarstjóri kynnti ferð til Noregs sem verður í vor.

k) Landsþing Sambandsins verður 8. apríl.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

____________________________ ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir

Kristján Þórðarson

____________________________ ___________________________

Björn H Hilmarsson

Fríða Sveinsdóttir

____________________________ ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson

Svandís Jóna Sigurðardóttir

____________________________ ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?