Bæjarstjórn

286. fundur 15. apríl 2016 kl. 10:58 - 10:58
286. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 286. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2016 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.

 

Mættir:

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

June Beverly Scholz

Fríða Sveinsdóttir

Kristján Þórðason

Ari Bent Ómarsson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

 

Annar varaforseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 33. lið, bréf frá Baldvini Leifi Ívarssyni, dags. 20. mars 2016.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

1.         Fundargerð 270. fundar bæjarráðs, dags. 7. apríl 2016.

Fundargerð bæjarráðs var lögð fram og samþykkt samhljóða.

 

2.    Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2015 – fyrri umræða.

Endurskoðendur Snæfellsbæjar, Jónas Gestur Jónasson og Kristinn Kristófersson, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir.  Fóru þeir yfir helstu tölur í ársreikningi 2015.  Kom þar meðal annars fram að rekstur Snæfellsbæjar gekk vel á árinu og var rekstrarniðurstaðan töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða um 188 millj. króna fyrir samantekin rekstrarreikning A- og B-hluta.

 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 2.078  millj. króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.893 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 1.642 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.493 millj. króna.

 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 188 millj. króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 47 millj. króna. Rekstrarafkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 141 millj. króna.  Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð að fjárhæð 106,4 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 1,1 millj. króna. Afkoma A-hluta varð því betri sem nemur 105,3 millj. króna.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.752 milllj. króna skv. efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 2.185 millj. króna.  Eiginfjárhlutfall er 63,03% á á árinu 2015 en var 59,44% árið áður.

 

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 1.008 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins nam 133 stöðugildum í árslok.

 

Veltufé frá rekstri var 212 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,02.  Handbært frá rekstri var 258 millj. króna.

 

Heildareignir bæjarsjóðs námu um 3.467 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 4.485 millj. króna í árslok 2015. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.282 millj. króna og í samanteknum ársreikningi um 1.733 millj. króna, og lækkuðu þar með milli ára um 41 milljónir.

 

Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 219,2 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum og tók ný lán upp á 41 millj. króna.  Greidd voru niður lán að fjárhæð 155,2 milljónir.

 

Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum (skuldahlutfallið) er 74,37% hjá sjóðum A-hluta, en var 84,62% árið 2014, og 76,80% í samanteknum ársreikningi en var 86,35% árið 2014.  Skv. 64. gr. 2. málsgr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.  Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verður því að teljast afar góð.

 

Svöruðu endurskoðendur spurningum bæjarfulltrúa og varð nokkur umræða um reikninginn að yfirferð lokinni.

 

Var nú endurskoðendum þökkuð koman og véku þeir af fundi.

 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa ársreikningi Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2015, til síðari umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 4. maí 2016.

 

3.    Fundargerð 95. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar, dags. 5. apríl 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

4.    Fundargerð Rastarnefndar, dags. 16. mars 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

5.    Fundargerð 118. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 21. mars 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

6.    Fundargerð 3. fundar velferðarnefndar, dags. 28. mars 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

7.    Fundargerð stjórnar Klifs, dags. 20. janúar 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

8.    Fundargerð 156. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 1. mars 2016, ásamt tölvubréfi forstöðumanns með kynningu á nýrri heimasíðu FSS.

Lagt fram til kynningar.

 

9.    Fundargerð 80. stjórnarfundar FSS, dags. 16. febrúar 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

10. Fundargerð 133. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 7. mars 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

11.  Fundargerð 50. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 16. mars 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

12. Fundargerðir 382. og 383. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 24. febrúar og 1. apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

13. Fundargerðir 835., 836. og 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. janúar, 26. febrúar og 18. mars 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

14. Aðalfundarboð Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, dags. 6. apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

15. Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dags. 8. apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

16. Bréf frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 3. mars 2016, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar, dags. 7. maí n.k. vegna Vesturlandsmóts í boccia.

Bæjarsjtórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingar á húsaleigu.  Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin gildir einungis um húsaleiguna, ekki um þrif eða önnur gjöld sem til gætu fallið.  Bæjarstjórn vill jafnframt taka það fram að Félag eldri borgara þarf sjálft að hafa samband við Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til að athuga hvort húsið er laust þennan dag og með annað fyrirkomulag á útleigunni.

 

17. Bréf frá stjórn UMF Víkings/Reynis, dags. 4. apríl 2016, varðandi dekkjakurl á sparkvöllum í Snæfellsbæ.

Bæjarstjóri upplýsti að strax í haust hófu hann og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi að kanna þá möguleika sem væru í stöðunni.  Ljóst er að fullur vilji er hjá Snæfellsbæ að skipta út dekkjakurli á öllum sparkvöllum sveitarfélagsins, en bæjarstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi vilja vera viss um að það efni sem sett verður í staðinn sé talið skaðlaust.  Um leið og staðfesting er komin um slíkt efni þá verður strax farið í að skipta út dekkjakurlinu á sparkvöllunum.

 

18. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 5. apríl 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn North Star Apartments ehf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, gistiheimili, að Hafnargötu 11, Rifi í Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn North Star Apartments ehf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, gistiheimili, að Hafnargötu 11 í Rifi, Snæfellsbæ, með fyrirvara um að samningur sem Sýslumaður talar um í bréfi sínu sé kominn.  Samþykkið er jafnframt gefið að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 

19. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 4. mars 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Ólínu Bj. Kristinsdóttur um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingastofa og greiðasala, Söluskáli ÓK Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Ólínu Bj. Kristinsdóttur um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingastofa og greiðasala, Söluskáli ÓK Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 

20. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 7. mars 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Gistihússins Langaholts ehf., um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III, veitingahús, og gististaðar í flokki V, hótel, að Ytri-Görðum, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Gistihússins Langaholts ehf., um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III, veitingahús, og gististaðar í flokki V, hótel, að Ytri-Görðum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 

21. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 7. mars 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Bjargar Pétursdóttur um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II, gistiskála, að Gíslabæ, Hellnum, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Bjargar Pétursdóttur um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II, gistiskála, að Gíslabæ, Hellnum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 

22. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 30. mars 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Þuríðar Maggýjar Magnúsdóttur um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, í Nónhóli á Arnarstapa, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Þuríðar Maggýjar Magnúsdóttur um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, í Nónhóli á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 

23. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 5. apríl 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Snæfelljökull Glacier Tours ehf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki I, sumarhús, að Jaðri 15 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Snæfellsjökull Glacier Tours ehf um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki I, sumarhús, að Jaðar 15 á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 

24. Bréf frá Frostfiski ehf., dags. 30. mars 2016, varðandi ástæður hópuppsagna í Klumbu.

Bæjarstjórn lýsir miklum áhyggjum af stöðu mála, en vonar jafnframt að úr rætist.  Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að vera í samabandi við forsvarsmenn fyrirtækisins til að fylgjast með gangi mála.

 

25. Bréf frá umhverfisfulltrúa Snæfellsness, dags. 5. apríl 2016, varðandi endurnýjaða vottun fyrir árið 2016 frá EarthCheck.

Lagt fram til kynningar.

 

26. Tilkynning frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, varðandi úthlutanir sjóðsins til verkefna í Snæfellsbæ og á Vesturlandi á árinu 2016.

Bæjarstjórn fagnar þessari styrkveitingu og jafnframt því að mótframlag sjóðsins hefur verið hækkað úr 50% í 80%.  Það er ánægjulegt að sjá svo stóra styrki renna til framkvæmda á Snæfellsnesi, en bara í Snæfellsbæ koma styrkir upp á tæpar 57,8 milljónir.

 

27. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 7. mars 2016, varðandi rannsóknir og útrýmingu á mink og endurgreiðslu styrkja.

Lagt fram til kynningar.

 

28. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. apríl 2016, varðandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits.

Bæjarstjórn samþykkti að vísa erindinu til bæjarráðs.

 

29. Bréf frá UMFÍ, ódags., varðandi áskorun Ungmennaráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Selfossi, dagana 16. – 18. mars 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

30. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi breytilega vexti LS.

Lagt fram til kynningar.

 

31. Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, ódags., varðandi endurnýjun á samningi um skólaakstur við FSN.

Lagt fram til kynningar.

 

32. Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 1. apríl 2016, varðandi hugmyndir nefndarinnar um að tilnefna verndarsvæði Breiðafjarðar á lista Ramsarsamningsins.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar mun hafa samráð við önnur sveitarfélög við Breiðafjörð áður en tekin verður afstaða til erindisins.

 

33. Jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar.

 

34. Bréf frá Baldvini Leifi Ívarssyni, dags. 20. mars 2016, varðandi ósk um leyfi frá starfi sínu sem bæjarfulltrúi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita Baldvini Leifi leyfi frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi frá 1. apríl s.l. út yfirstandandi kjörtímabil.  Á þessu tímabili mun Kristján Þórðarson gegna hlutverki oddvita J-listans og Svandís Jóna Sigurðardóttir tekur sæti Baldvins Leifs í bæjarstjórn.

Bæjarfulltrúar þökkuðu Baldvini Leif fyrir samstarfið á kjörtímabilinu og óskuðu honum velfarnaðar.

 

35. Minnispunktar bæjarstjóra.

a)     Bæjarstjóri fór yfir útboð fjarskiptasjóðs.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30  

 

____________________________

Kristjana Hermannsdóttir

 

____________________________              ___________________________

Björn H Hilmarsson                                        Kristján Þórðarson

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Fríða Sveinsdóttir

 

____________________________              ___________________________

June Beverly Scholz                                          Ari Bent Ómarsson

 

____________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Getum við bætt efni þessarar síðu?