Bæjarstjórn

287. fundur 06. maí 2016 kl. 14:43 - 14:43
287. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 287. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn miðvikudaginn 4. maí 2016 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 15:00.  

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 16. lið fundargerðir aðalskipulagsnefndar, sem 11. lið bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 4. maí 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um rekstrarleyfi og sem 12. lið bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. október 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um rekstrarleyfi.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2015.

Endurskoðendur Snæfellsbæjar, Jónas Gestur Jónasson og Kristinn Kristófersson, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir.  Gerðu þeir grein fyrir helstu atriðum ársreikningsins, ásamt því að fara yfir samanburðartölur milli sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða ársreikning Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2015 og voru þeir undirritaðir.

Viku endurskoðendur að þessu loknu af fundi og var þeim þökkuð koman.

 
  1. Fundargerðir 3. og 4. fundar ungmennaráðs, dags. 26. febrúar og 6. apríl 2016.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 
  1. Fundargerð 75. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 19. apríl 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 139. fundar menningarnefndar, dags. 6. apríl 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 157. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 5. apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 6. apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 134. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 4. apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá menningarnefnd, dags. 27. janúar 2016 varðandi uppbyggingu og starfssemi Pakkhússins. Áður lagt fyrir bæjarstjórn í byrjun febrúar.

Fríða óskaði eftir því að það yrði bókað að hún myndi mælast til þess að starfsmaður upplýsingar- miðstöðvar yrði staðsettur í Pakkhúsinu en ekki í Átthagastofunni.

Kristín Björg lagði til að fyrirkomulagið yrði óbreytt í sumar, en þegar er búið að ræða við starfsmenn Átthagastofu um að þeir misbrestir sem urðu síðastliðið sumar muni ekki endurtaka sig.  Einnig lagði hún til að í haust verði haldinn vinnufundur með starfsmönnum Átthagastofu og menningarnefnd um áframhaldandi starfsemi í Pakkhúsinu.

Bæjarstjórn samþykkti tillögu Kristínar Bjargar samhljóða.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 28. apríl 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Önnu Þóru Böðvarsdóttur um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Skólabraut 5 á Hellissandi, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Önnu Þóru Böðvarsdóttur um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Skólabraut 5 á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 25. apríl 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Auðar Alexandersdóttur um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús í Hruna v/Hellissand, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Auðar Alexandersdóttur um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, í Hruna v/Hellissand, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 4. maí 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Keilis ehf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, að Lækjabakka 6 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Keilis ehf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, að Lækjarbakka 6 á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. apríl 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Helgu Guðjónsdóttur um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, að Jaðri 4 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.

Bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Helgu Guðjónsdóttur um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, að Lækjarbakka 6 á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

Bæjarstjóri kom aftur inn á fund.

 
  1. Bréf frá Landskerfi bókasafna, dags. 14. apríl 2016, varðandi aðalfund þann 10. maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Kauphöllinni, dags. 25. apríl 2016, varðandi áminningu vegna birtingu ársreiknings.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 2. maí 2016, varðandi ljósleiðaravæðingu.

Bæjarstjóri fór yfir málið, en nú er ljóst að ekki fást fjármunir í verkefnið á þessu ári.  Bæjarstjórn er sammála um að halda áfram með það í von um að fá úthlutað fjármunum næst.

 
  1. Fundargerðir aðalskipulagsnefndar (2) og íbúafunda nefndarinnar (2), dags. 26. febrúar og 19. apríl 2016.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 

  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
  2. a) Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit janúar – apríl.
  3. b) Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsyfirlit stofnana fyrir tímabilið janúar – mars 2016.
  4. c) Forseti bæjarstjórnar sagði frá Þjóðgarðsmiðstöð sem rísa á á Hellissandi. Bæjarstjórn fagnar því að komnir séu fjármunir í framkvæmdirnar og þakkar Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfisráðherra, hennar framgöngu í málinu.
  5. d) Forseti bæjarstjórnar sagði frá Noregsferð samtaka sveitarfélaga sem hún, bæjarstjóri og formaður bæjarráðs fóru í í síðustu viku.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15    

 

 

 

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

 

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Kristján Þórðarson

 

 

 

____________________________              ___________________________

Björn H Hilmarsson                                        Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?