Bæjarstjórn
Mættir:
Kristín Björg Árnadóttir
Kristjana Hermannsdóttir
Björn H Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson
Fríða Sveinsdóttir
Svandís Jóna Sigurðardóttir
Kristján Þórðarson
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Lilja Ólafardóttir, bæjarritari
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 16. lið fundargerðir aðalskipulagsnefndar, sem 11. lið bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 4. maí 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um rekstrarleyfi og sem 12. lið bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. október 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um rekstrarleyfi. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:- Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2015.
Endurskoðendur Snæfellsbæjar, Jónas Gestur Jónasson og Kristinn Kristófersson, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir. Gerðu þeir grein fyrir helstu atriðum ársreikningsins, ásamt því að fara yfir samanburðartölur milli sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða ársreikning Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2015 og voru þeir undirritaðir.
Viku endurskoðendur að þessu loknu af fundi og var þeim þökkuð koman.
- Fundargerðir 3. og 4. fundar ungmennaráðs, dags. 26. febrúar og 6. apríl 2016.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
- Fundargerð 75. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 19. apríl 2016.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð 139. fundar menningarnefndar, dags. 6. apríl 2016.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerð 157. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 5. apríl 2016.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 6. apríl 2016.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 134. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 4. apríl 2016.
Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá menningarnefnd, dags. 27. janúar 2016 varðandi uppbyggingu og starfssemi Pakkhússins. Áður lagt fyrir bæjarstjórn í byrjun febrúar.
Fríða óskaði eftir því að það yrði bókað að hún myndi mælast til þess að starfsmaður upplýsingar- miðstöðvar yrði staðsettur í Pakkhúsinu en ekki í Átthagastofunni.
Kristín Björg lagði til að fyrirkomulagið yrði óbreytt í sumar, en þegar er búið að ræða við starfsmenn Átthagastofu um að þeir misbrestir sem urðu síðastliðið sumar muni ekki endurtaka sig. Einnig lagði hún til að í haust verði haldinn vinnufundur með starfsmönnum Átthagastofu og menningarnefnd um áframhaldandi starfsemi í Pakkhúsinu.
Bæjarstjórn samþykkti tillögu Kristínar Bjargar samhljóða.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 28. apríl 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Önnu Þóru Böðvarsdóttur um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Skólabraut 5 á Hellissandi, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Önnu Þóru Böðvarsdóttur um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Skólabraut 5 á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 25. apríl 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Auðar Alexandersdóttur um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús í Hruna v/Hellissand, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Auðar Alexandersdóttur um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, í Hruna v/Hellissand, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 4. maí 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Keilis ehf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, að Lækjabakka 6 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Keilis ehf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, að Lækjarbakka 6 á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. apríl 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Helgu Guðjónsdóttur um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, að Jaðri 4 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
Bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Helgu Guðjónsdóttur um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, sumarhús, að Lækjarbakka 6 á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.
Bæjarstjóri kom aftur inn á fund.
- Bréf frá Landskerfi bókasafna, dags. 14. apríl 2016, varðandi aðalfund þann 10. maí 2016.
Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Kauphöllinni, dags. 25. apríl 2016, varðandi áminningu vegna birtingu ársreiknings.
Lagt fram til kynningar.
- Minnisblað bæjarstjóra, dags. 2. maí 2016, varðandi ljósleiðaravæðingu.
Bæjarstjóri fór yfir málið, en nú er ljóst að ekki fást fjármunir í verkefnið á þessu ári. Bæjarstjórn er sammála um að halda áfram með það í von um að fá úthlutað fjármunum næst.
- Fundargerðir aðalskipulagsnefndar (2) og íbúafunda nefndarinnar (2), dags. 26. febrúar og 19. apríl 2016.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
- a) Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit janúar – apríl.
- b) Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsyfirlit stofnana fyrir tímabilið janúar – mars 2016.
- c) Forseti bæjarstjórnar sagði frá Þjóðgarðsmiðstöð sem rísa á á Hellissandi. Bæjarstjórn fagnar því að komnir séu fjármunir í framkvæmdirnar og þakkar Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfisráðherra, hennar framgöngu í málinu.
- d) Forseti bæjarstjórnar sagði frá Noregsferð samtaka sveitarfélaga sem hún, bæjarstjóri og formaður bæjarráðs fóru í í síðustu viku.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15
____________________________
Kristín Björg Árnadóttir
____________________________ ___________________________
Kristjana Hermannsdóttir Kristján Þórðarson
____________________________ ___________________________
Björn H Hilmarsson Fríða Sveinsdóttir
____________________________ ___________________________
Rögnvaldur Ólafsson Svandís Jóna Sigurðardóttir
____________________________ ___________________________
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Lilja Ólafardóttir, bæjarritari