Bæjarstjórn

288. fundur 03. júní 2016 kl. 09:49 - 09:49
288. fundur bæjarstjórnar - undirrituð fundargerð 288. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 2. júní 2016 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 16:00.  

Mættir:

Kristín Björg Árnadóttir

Kristjana Hermannsdóttir

Björn H Hilmarsson

Rögnvaldur Ólafsson

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 26. lið bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 31. maí 2016.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

  Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  • Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.

Tillaga kom um Kristínu Björgu Árnadóttur

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 
  1. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Tillaga kom um Kristján Þórðarson sem fyrsta varaforseta og Kristjönu Hermannsdóttur sem annan varaforseta.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 
  1. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.

Tillaga kom um eftirfarandi:

aðalmenn                                 varamenn

Kristjana Hermannsdóttir                      

Kristín Björg Árnadóttir

Björn Haraldur Hilmarsson         Rögnvaldur Ólafsson

Fríða Sveinsdóttir                                   Kristján Þórðarson

Tillagan samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerðir 271. og 272. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 20. apríl og 18. maí 2016.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 
  1. Fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 19. maí 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 140. fundar menningarnefndar, dags. 11. maí 2016.

Umræða skapaðist um lið 2.  Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu þessa liðs og óska eftir fundi með menningarnefnd um þetta mál.

Afgreiðsla fundargerðarinnar frestað til næsta fundar.

 
  1. Fundargerð 119. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 12. maí 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 187. fundar fræðslunefndar, dags. 12. maí 2016.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 
  1. Fundargerð 135. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 9. maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

   
  1. Fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 384. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 29. apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Fundargerð 81. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 30. maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

 
  1. Bréf frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 19. maí 2016, varðandi ósk um niðufellingu á leigu í Klifi vegna jólabasars þann 20. nóvember 2016.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingar á húsaleigu félagsheimilanna.  Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin á einungis við um leigu, en ekki þrif, gjöld eða annan kostnað sem til gæti fallið.

 
  1. Bréf frá SSV, dags. 31. maí 2016, varðandi rekstur almenningssamgangna á Vesturlandi.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar er sátt við þær breytingar á fjargjaldakerfinu sem lagðar eru til og jafnframt á þeim breytingum á leiðakerfinu sem nú liggja fyrir.

 
  1. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dag. 26. maí 2016, varðandi eftirfylgni með úttekt á Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að afla þeirra upplýsinga sem beðið er um.

 
  1. Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 20. maí 2016, varðandi Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Snæfellsbæjar, ásamt gátlista stofnunarinnar við yfirferð áætlunarinnar.

Forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri fóru yfir málið.  Bæjarstjóri á fund með forstjóra Mannvirkjastofn- unar föstudaginn 3. júní og samþykkti bæjarstjórn að fresta afgreiðslu erindisins til næsta bæjarráðs-fundar.

 
  1. Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 1. apríl 2013, varðandi hugmyndir nefndarinnar um að tilnefna verndarsvæði Breiðafjarðar á lista Ramsarsamningsins.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fara fram á að fá meiri upplýsingar um þetta mál áður en ákvörðun er tekin.

 
  1. Bréf frá Foreldrafélagi Lýsuhólsskóla, dags. 17. maí 2016, varðandi skólaakstur.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að kanna þetta mál og ræða það við deildarstjóra GSNB á Lýsuhóli.

 
  1. Bréf frá Árna G. Aðalsteinssyni, dags. 26. maí 2016, varðandi listaverk í eigu Snæfellsbæjar.

Listaverk í eigu Snæfellsbæjar eru staðsett í stofnunum bæjarfélagsins, en eru ekki til sýnis fyrir almenning nema þá að þau er hægt að sjá á opnunartíma hverrar stofnunar.  Tæmandi listi yfir þessi verk er ekki til, þó var byrjað á slíkum lista í kringum 1998.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fara í þá vinnu í haust að yfirfara skráninguna og útbúa lista yfir þau, með upplýsingum um höfund, gefanda, tilefni gjafar og staðsetningu.

Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að svara erindinu.

 
  1. Tölvupóstur frá leikskólastjóra, dags. 30. maí, varðandi ósk um kaup á spjaldtölvum.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu að upphæð kr. 500.000.- til kaupa á spjaldtölvum fyrir öll leikskólaútibúin í Snæfellsbær.  Gert er ráð fyrir fjárveitingunni á liðnum 27, Ófyrirséð.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 27. maí 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Fann Ferðaþjónustu um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki I, heimagisting, sem reka á sem Gisting og Gallerý að Brautarholti 7, e.h. í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Fann Ferðaþjónustu um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I, heimagisting, sem reka á sem Gisting og Gallerý að Brautarholti 7, e.h. í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 24. maí 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Lárubúðar ehf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, sem reka á sem Lárubúð að Ennisbraut 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Lárubúðar ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, sem reka á sem Lárubúð að Ennisbraut 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 18. maí 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Axlarbanda ehf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, gistiheimili, að Öxl í Breiðuvík, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Axlarbanda ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, gistiheimili, að Öxl í Breiðuvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 

  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 30. maí 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Welcome Apartments, um rekstrarleyfi til rekstur gististaðar í flokki II, hótel, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Welcome Apartments, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, hótel, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 30. maí 2016, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn North Star Apartments, um rekstrarleyfi til rekstur gististaðar í flokki V, hótel, að Ólafsbraut 20 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn North Star Apartments, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki V, hótel, að Ólafsbraut 20 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkvilið Snæfellsbæjar og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar gefi einnig jákvæða umsögn.

 
  1. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 31. maí 2016, varðandi tilnefningu Snæfellsbæjar í starfshóp sem mun vinna að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Búðahraun.

Tillaga kom um Ragnhildi Sigurðardóttur.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 
  1. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti bæjarstjórnar gerði það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 1. september n.k. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Snæfellsbæjar.

Tillagan samþykkt samhljóða

 
  1. Minnispunktar bæjarstjóra.
    1. Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu 5 mánaða ársins.
    2. Bæjarstjóri fór yfir rekstraryfirlit stofnana fyrir janúar – apríl.
    3. Bæjarstjóri fór yfir unglingavinnuna sem byrjar mánudaginn 6. júní.
    4. Bæjarstjóri ræddi Ólafsbraut 38.
    5. Bæjarstjórn ræddi reglur um hvar megi tjalda og gista. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi tillögu:  „Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að bannað sé að tjalda eða gista í húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum eða tjaldvögnum á almannafæri utan merktra tjaldsvæða í landi Snæfellsbæjar, sbr. 2.mgr. 23.gr. laga um náttúruvernd þar sem fram kemur að leyfilegt sé að vísa fólki sem gistir á ómerktum tjaldsvæðum á nærliggjandi tjaldsvæði.“
    6. Bæjarstjórn ræddi um reglur varðandi fjölda svefnplássa í heimagistingu í þéttbýli í Snæfellsbæ. Bæjarstjórn óskar eftir því við umhverfis- og skipulagsnefnd að mótaðar verði reglur um samræmi milli fjölda gesta/bílastæða við húsnæði sem selja heimagistingu í þéttbýli.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15    

 

 

 

____________________________

Kristín Björg Árnadóttir

 

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Kristján Þórðarson

 

 

 

____________________________              ___________________________

Björn H Hilmarsson                                        Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?