Fræðslunefnd
Fg. 191. fundar fræðslunefndar Snæfellsbæjar
191. fundur fræðslunefndar haldinn í Grunnskóla Snæfellsbæjar Hellissandi 18.05. 2017 kl. 20:00
Mættu: Ari Bent, Steiney Kr Ólafsdóttir, Örvar Marteinsson, Guðríður Þórðardóttir, Hilmar Már Arasson, Ingigerður Stefánsdóttir, Birna Sigurðardóttir, Adela Turloiu og Valentina Kay
Örvar Marteinsson ritar fundargerð
- Grunnskólastjóri kl 18:00 til 18:30.
- Skólastjóri hefur kynnt frumvarp til laga um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga í skólanum.
- Undirbúningur fyrir skólalok er nú í gangi
- Skólinn hefur verið að fá ýmsa styrki úr sprotasjóði sveitarfélaganna, og er þakkað fyrir það.
- Skólinn hefur endurskoðað þörf fyrir viðhald og nýframkvæmdir og hefur fengið samþykkta fjárveitingu úr bæjarsjóði til þessa.
- Starf við sjálfsmat og innra mat er að fara af stað.
- Niðurstöður úr samræmdum prófum hafa borist og er GSnb heldur undir landsmeðaltali. Unnið er að viðbrögðum vegna þessa.
- Mjög gott útlit er með starfsmanna fjölda á næsta skólaári.
- Mikil ánægja er með undirbúning leikskólabarna Snæfellsbæjar fyrir grunnskólann. Ánægja með aukið samstarf og samfellu leikskólagöngu og grunnskólagöngu.
- Skóladagatal lagt fram. SAMÞYKKT af skólanefnd
- Fræðslunefnd þakkar grunnskólanum fyrir veturinn
- Leikskólastjóri kl 18:30
- Leikskólinn sótti námskeiðið ,,Lubbi finnur málbein“ 17. Maí. Sem miðar við þarfir barna af erlendum uppruna og yngstu barnanna.
- Sótt hefur verið um að vera ,,Leikur að læra“ leikskóli. Til stendur að fara á kynningu í Leirvogstunguskóla í Mosfellsbæ 6. Júní
- Harmonikkuhurð er væntanleg í Krílakoti, sem býr til möguleika á stórum sameiginlegum sal.
- Útlit er fyrir færri börn í leikskóla Snæfellsbæjar á næsta skólaári
- Leikskólinn hefur fengið styrk til að vera Erasmus leikskóli
- Leikskólinn lokar 13. Júlí og opnar aftur 14. Ágúst
- Fræðslunefnd þakkar leikskólanum fyrir veturinn
- Tónlistarskólastjóri kl 19
- Vorpróf tókust mjög vel hjá nemendunum
- Fullorðnir nemendur héldu tónleika 2. Maí í Tónlistarskólanum
- Vortónleikar í Klifi voru 8. Maí. Heppnuðust mjög vel. Foreldrafélagið gaf Tónlistarskólanum hljómborð. Hér með er þakkað fyrir það.
- maí voru Vortónleikar fullorðinna nemenda í Tónlistarskólanum
- maí voru Vortónleikar í Lýsuhólsskóla
- júní munu 10. Bekkingar tónlistarskóland halda tónleika á grunnskólaútskrift sinni í Ólafsvíkurkirkju
- Fræðslunefnd þakkar Tónlistarskólanum fyrir veturinn
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:30
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 22:00