Fræðslunefnd
Okkur í fræðslunefnd var boðið að koma á haustfund í Lýsudeild Gsnb og skoða nýju bygginguna og fá að fræðast um þetta flotta og góða starf sem þar fer fram.
Nemendurnir eru 17 talsins í grunnskólanum og 4 nemendur í leikskólaselinu.
Enginn nemandi er í 10. Bekk í lýsudeildinni þetta skólaárið.
Hilmar Már og Rósa tóku vel á móti okkur og kynntu okkur fyrir starfinu og byggingunni. Þetta lýtur alveg virkilega vel út og allir virkilega glaðir með viðbótina á húsnæðinu.
Nýja byggingin rúmar 4 kennslustofur og er ein af þeim fyrir leikskólabörnin þannig aðstaðan þeirra er orðin virkilega góð.
Það var farið í það að endurnýja eittvað af kennsluborðum og stólum fyrir þetta skólaár og eru þau að bíða eftir húsgögnunum.
Hilmar hafði orð á því hversu ánægður hann er með framkvæmdir ársins á skólahúsnæðum Snæfellsbæjar og þakkaði fyrir það og sagði að það mætti ekki stoppa núna því það eru hlutir sem enn á eftir að laga og það þarf að halda framkvæmdarplaninu áfram.