Fræðslunefnd

172. fundur 03. október 2014 kl. 14:43 - 14:43
Fg. 172. fundar skólanefndar Snæfellsbæjar

Fundargerð skólanefndar

172. skólanefndarfundur

Fundur haldinn 26. Maí 2014 í GSNB Hellissandi kl. 18:15

Mætt:

Örvar Marteinsson

, Þóra Olsen, Júníana Óttarsdóttir,Steiney Kr Ólafsdóttir, Kristinn Jón Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Ingigerður Stefánsdóttir, Steinunn Ingibjörnsdóttir. Valentina Kay, Hermína Kr. Lárusdóttir og Birna Sigurðardóttir.

Magnús Þór Jónsson vék snemma af fundi og tók Elfa Ármannsdóttir hans stað.

Örvar Marteinsson

, formaður, setti fund og stýrði.

1. Skóladagatal GSNB: Magnús Þór Jónsson lagði fram skóladagatal næsta vetrar og var það samþykkt samhljóða. Fskj. 255

(Magnús vék síðan af fundi)

2. Minnispunktar stjórnenda. Valentína Kay tónlistarskólastjóri:

i) Vorprófin voru í lok mars.

ii) 3 nemendur tóku grunnpróf

iii) Vortónleikar voru haldnir 12 maí á Klifi og 14. Maí í Lýsuhólsskóla. Einnig voru tónleikar fullorðinna nemenda haldnir 20. Maí. Tónleikarnir voru vel sóttir.

iv) Vinna er í gangi við að taka upp á geisladisk tónflutning nemenda við skólann. Kemur til með að verða til sölu sem fjáröflun fyrir tónlistarskólann.

v) Innritun fyrir næsta skólaár verður í ágúst.

vi) Tveir nemendur tóku þátt í uppskeruhátíð tónlistarskólanna – Nótunni og stóðu sig með miklum sóma.

3. Minnispunktar stjórnenda. Ingigerður leikskólastjóri

i) Bréf frá leikskólastjóra til skólanefndar (fskj. 256) um að framfylgja reglugerð um starfsumhverfi leikskóla um lágmarksaðstöðu leikskóla.

ii) Leikskólastjóri harmar þá ákvörðun bæjarstjórnar að hafna beiðni um deildarstjóra á Bangsakoti.

iii) Skólanefnd óskar eftir fundi með bæjarstjórn og leikskólastjóra um ofangreind 2 atriði.

iv) Vinna við skólanámskrá er í fullum gangi

v) Skipulagning fyrir næsta skólaár er í vinnslu

vi) Gúmmíhellur verða lagðar undir rólurnar á báðum leikskólum og einnig verða harmonikku hurðir keyptar á báða leikskóla ef fjármagn leyfir. 2 milljónir eru til ráðstöfunar fyrir báðar starfsstöðvar á þessu ári.

4. Minnispunktar stjórnenda. Elfa Ármannsdóttir aðstoðarskólastjóri.

i) Haldið var upp á 10 ára afmæli GSNB síðastliðinn föstudag og lánaðist það mjög vel. Skólanum voru færðar margar mjög góðar gjafir.

ii) Námsmati er lokið

iii) Vordagskrá er nú í gangi

iv) Aðlögun að nýrri námsskrá er í gangi

v) Skólaslit 1. – 9. Bekkjar verða kl 12 30. Maí

vi) Skólaslit 10. Bekkjar 28. Maí

vii) Skólaslit á Lýsuhóli 30. Maí

viii) Umræða um nýja kjarasamninga kennara

ix) 4. Júní næstkomandi verður vinnudagur með Ingvari Sigurgeirssyni varðandi aðlögun að nýrri aðalnámsskrá – Allir grunnskólar á Nesinu

x) Umræða um starfsmannamál næsta skólaárs

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:30

Formaður skólanefndar þakkaði viðstöddum fyrir störf vetrarins og síðustu 4 ára.

Júníana Bj. Óttarsdóttir

Elfa Ármannsdóttir

Kristinn J Einarsson

Valentína Kay

Ingigerður Stefánsdóttir

Steinunn D. Ingibjörnsdóttir

Hermína K. Lárusdóttir

Birna Sigurðardóttir

Steiney Kr. Ólafsdóttir

Þóra Olsen

Örvar Marteinsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?