Fræðslunefnd

173. fundur 03. október 2014 kl. 14:47 - 14:47
Fg. 173. fundar fræðslunefndar Snæfellsbæjar

173. fundur fræðslunefndar haldinn í GSNB Ólafsvík kl. 20 11.sept. 2014

Mætt Örvar Már Marteinsson, Þórunn Hilma Svavarsdóttir, Ingigerður Stefánsdóttir, Hermína Lárusdóttir, steinunn Ingibjörnsdóttir, Birna Sigurðardóttir, Valentina Kay, Laufey Helga Árnadóttir, Ari Bent Ómarsson, Gunnar Ólafur Sigmarsson, Sigurbjörg Jónsdóttir og Magnús Jónsson.

Fyrir fundinn leiddi Valentina tónlistarskólastjóri leik.

Örvar Már Marteinsson var kosinn formaður, Gunnar Ólafur varaformaður og Þórunn Hilma ritari.

Erindisbréf kynnt fskj. 257.

Minnispunktar stjórnenda:

Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri

-Leikskóladagatal lagt fram, fskj nr. 258

Umræða um styttingu sumarfrís, athugasemd frá Ingigerði um að þetta muni kosta aukalega.

-17.sept er starfsfólk leikskólanna boðað til fundar og velta starfsmenn leikskóla sem eru mættir hvort rætt verði um þann fund varðandi sameiningu leikskóla.

-Ingigerður vill fá fastan fundardag og tíma. Magnús skólastjóri styður það og að hafa fundi sérstaklega fyrir hverja skóladeild, grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Stefnt að fastmótuðum ramma um fundarsetu.

-Enginn biðlisti á leikskólana.

Valentina skólastjóri tónlistarskólans

-tveir geisladiskar voru gefnir út. Teknir upp í tónlistarskólanum.

-Hugmyndin er að koma upp góðu stúdíói.

-73 nemendur innritaðir í skólann og nokkrir á biðlista

-Kennarar hafa verið án kjarasamninga í 7 mánuði.

-Möguleiki á verkfalli.

Magnús Jónsson skólastjóri GSNB

-Tveir kennarar hættu og verið að vinna í að manna stöðurnar. Magnús vill koma því á framfæri að skólinn er undirmannaður og enn verið að koma skólastarfinu í gott horf.

-Töluverðar mannabreytingar búnar að vera og verður áfram í okt – nóv.

-Skólinn í Ólafsvík er sprunginn. Hugmynd um að færa 5.bekk yfir á Hellissand. Á næsta ári verða 154 nemendur í Ólafsvík og 72 nemendur á Hellissandi.

-Fækkun milli árganga. Voru um 25 í árgangi, nú algengt 18 – 15 nemendur

-skólastarfið byrjar mjög vel, gott starfsfólk.

Starfið framundan

Örvar Már formaður fer yfir starfið framundan.

-breyting á fyrirkomulaginu, nefnd hitti stjórnendur skólastofnana sér. Einn til tveir fundir á ári með öllum stjórnendum saman.

Formaður leggur fram bréf frá bæjarstjórn fskj. 259 varðandi hvort gera eigi sérstakar ráðstafanir til að auðvelda okkur að koma til móts við þarfir aukins fjölda nemenda af erlendu bergi í GSNB. Formaður leggur til að haldinn verði vinnufundur með skólastjóra GSNB.

Formaður leggur fram bréf frá bæjarstjórn fskj. 260 varðandi hvort ekki sé rétt að koma inn valáfanga í Skólahreysti við GSNB. Formaður leggur til að haldinn verði vinnufundur með skólastjóra GSNB.

Formaður leggur fram bréf frá bæjarstjórn fskj. 261 varðandi 5 ára áætlun um endurnýjun á búnaði GSNB. Formaður leggur til að haldinn verði vinnufundur með skólastjóra GSNB.

Formaður leggur fram bréf frá bæjarstjórn fskj. 262 varðandi breytingar á sumarlokun leikskóla Snæfellsbæjar úr 6 vikum í 4 vikur. Nefndin fagnar breytingunni.

Formaður leggur fram bréf frá bæjarstjórn, fskj. 263 varðandi sameiningu leikskólanna í Snæfellsbæ. Fræðslunefnd fagnar því að sú vinna fari af stað og verði gerð af kostgæfni.

Formaður leggur til að umræður um fjármál verði takmarkaðar við einn fund á ári, að hausti þegar fjárhaldsáætlun er lögð fram. Samþykkt.

Önnur mál

Formaður kynnti svar við erindi sem nefndinni barst fskj. 264

Leikskólasel Lýsuhólsskóla er opið 4 daga í viku, mán- fim. Þrjú börn á aldrinum 18 mán – 4 ára í selinu. Fyrsti dagurinn 3.sept 2014.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?